Innlent

Ölvaður maður veittist að lögreglumönnum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/HARI
Óskað var eftir aðstoð lögreglu um klukkan fimm í nótt vegna karlmanns í annarlegu ástandi á veitingastað í miðborg Reykjavíkur. Mun gestum staðarins sem og starfsfólki hafa staðið ógn af honum.

Þegar lögregluþjónar komu á veitingastaðinn, veittist maðurinn að þeim og var hann því handtekinn. Samkvæmt lögreglu verður hann færður til yfirheyrslu vegna málsins þegar víman er runnin af honum.

Þá var annar karlmaður handtekinn eftir að hafa bitið annan mann í andlitið um klukkan fimm í nótt. Sá var einnig mjög ölvaður og verður vistaður í fangaklefa þar til hægt er að taka af honum skýrslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×