Mesta ógn á vinnumarkaði um áratugaskeið Heimir Már Pétursson skrifar 14. janúar 2015 11:53 Framkvæmdastjóri SA segir stöðuna á vinnumarkaði grafalvarlega og að 30 % launahækkun yfir línuna væri ávísun á kollsteypu hagkerfisins með gengisfellingum og óðaverðbólgu. mynd/SA Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir stöðuna í kjaramálum grafalvarlega og hún ógni stöðugleika í landinu með skýrari hætti en sést hafi um áratugaskeið. Valið standi á milli þess að varpa frá sér allir ábyrgð með kollsteypu eða ná samningum sem tryggi áframhaldandi stöðugleika. Tveir hópar, kennarar og nú síðast læknar, hafa samið um launahækkanir á næstu árum sem metnar eru á um 30 prósent. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ljóst hvaða afleiðingar slíkar hækkanir hefðu gengju þær yfir allt hagkerfið. Þrjátíu prósenta hækkun sé margfalt það svigrúm sem til staðar sé upp á þrjú til fjögur prósent. „Og slíkt myndi einfaldlega leiða af sér óðaverðbólgu, tilsvarandi þá hækkun á skuldum heimila og fyrirtækja og við værum öll í raun í mun verri stöðu en við erum núna,“ segir Þorsteinn. Þetta væri af slíkri stærðargráðu að gengisfellingar yrðu óhjákvæmilegar til að rétta af stöðu útflutningsgreina sem myndi leiða til stöðnunar og samdráttar í efnahagslífinu. Litlar líkur eru á samfloti verkalýðsfélaga innan ASÍ og því ljóst að semja þarf á mörgum vígstöðvum næstu mánuðina. Sjávarútvegurinn hefur staðið nokkuð vel undanfarin misseri og segja verkalýðsforkólfar að greinin þoli nokkuð miklar launahækkanir. Þorsteinn segir stöðu einstakra greina á öllum tímum misjafna til launahækkana en þar með sé ekki hægt að segja að staða sjávarútvegsins sé betri til þess en annarra. „Það myndast aldrei sátt um það að einstakir hópar eða einstakar atvinnugreinar séu að keyra í gegn miklu meiri launahækkanir heldur en aðrar,“ segir Þorsteinn.En núer sústaða komin upp.„Já það er sú staða sem við verðum að vinda ofan af en ekki hlaða í,“ segir Þorsteinn Það sé verkefni stjórnvalda að koma í veg fyrir að þær hækkanir sem læknar fengu verði að launahækkunum allra innan heilbrigðiskerfisins eins og skýrar kröfur séu komnar fram um og rúlli þar með yfir allt hagkerfið. Það séu tveir skýrir kostir í stöðunni. „Það er vissulega hægt að láta óstöðugleikann ná tökum á okkur. Að við köstum frá okkur allri ábyrgð og förum hér í einhverja kollsteypu. Eða við reynum að finna lausn sem sátt getur náðst um sem byggir á áframhaldandi stöðugleika,“ segir Þorsteinn. Og það verði að vera sameiginlegt verkefni aðila vinnumarkaðrins og stjórnvalda á komandi vikum. „En þetta er grafalvarleg staða sem er uppi og það er ekkert flókið; hún ógnar hér stöðugleika í landinu með skýrari hætti en við höfum séð um áratuga skeið,“ segir Þorsteinn.Óttastu að það verði átök á vinnumarkaðnum?„Það er ljóst að það er verið að boða á okkur átök nú þegar í upphafi viðræðna. Þannig að það er vaxandi hætta á því að það geti komið til átaka. En ég satt best að segja trúi því ekki fyrr en á reynir að hér eigi að knýja fram óðaverðbólgu með verkföllum,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir stöðuna í kjaramálum grafalvarlega og hún ógni stöðugleika í landinu með skýrari hætti en sést hafi um áratugaskeið. Valið standi á milli þess að varpa frá sér allir ábyrgð með kollsteypu eða ná samningum sem tryggi áframhaldandi stöðugleika. Tveir hópar, kennarar og nú síðast læknar, hafa samið um launahækkanir á næstu árum sem metnar eru á um 30 prósent. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ljóst hvaða afleiðingar slíkar hækkanir hefðu gengju þær yfir allt hagkerfið. Þrjátíu prósenta hækkun sé margfalt það svigrúm sem til staðar sé upp á þrjú til fjögur prósent. „Og slíkt myndi einfaldlega leiða af sér óðaverðbólgu, tilsvarandi þá hækkun á skuldum heimila og fyrirtækja og við værum öll í raun í mun verri stöðu en við erum núna,“ segir Þorsteinn. Þetta væri af slíkri stærðargráðu að gengisfellingar yrðu óhjákvæmilegar til að rétta af stöðu útflutningsgreina sem myndi leiða til stöðnunar og samdráttar í efnahagslífinu. Litlar líkur eru á samfloti verkalýðsfélaga innan ASÍ og því ljóst að semja þarf á mörgum vígstöðvum næstu mánuðina. Sjávarútvegurinn hefur staðið nokkuð vel undanfarin misseri og segja verkalýðsforkólfar að greinin þoli nokkuð miklar launahækkanir. Þorsteinn segir stöðu einstakra greina á öllum tímum misjafna til launahækkana en þar með sé ekki hægt að segja að staða sjávarútvegsins sé betri til þess en annarra. „Það myndast aldrei sátt um það að einstakir hópar eða einstakar atvinnugreinar séu að keyra í gegn miklu meiri launahækkanir heldur en aðrar,“ segir Þorsteinn.En núer sústaða komin upp.„Já það er sú staða sem við verðum að vinda ofan af en ekki hlaða í,“ segir Þorsteinn Það sé verkefni stjórnvalda að koma í veg fyrir að þær hækkanir sem læknar fengu verði að launahækkunum allra innan heilbrigðiskerfisins eins og skýrar kröfur séu komnar fram um og rúlli þar með yfir allt hagkerfið. Það séu tveir skýrir kostir í stöðunni. „Það er vissulega hægt að láta óstöðugleikann ná tökum á okkur. Að við köstum frá okkur allri ábyrgð og förum hér í einhverja kollsteypu. Eða við reynum að finna lausn sem sátt getur náðst um sem byggir á áframhaldandi stöðugleika,“ segir Þorsteinn. Og það verði að vera sameiginlegt verkefni aðila vinnumarkaðrins og stjórnvalda á komandi vikum. „En þetta er grafalvarleg staða sem er uppi og það er ekkert flókið; hún ógnar hér stöðugleika í landinu með skýrari hætti en við höfum séð um áratuga skeið,“ segir Þorsteinn.Óttastu að það verði átök á vinnumarkaðnum?„Það er ljóst að það er verið að boða á okkur átök nú þegar í upphafi viðræðna. Þannig að það er vaxandi hætta á því að það geti komið til átaka. En ég satt best að segja trúi því ekki fyrr en á reynir að hér eigi að knýja fram óðaverðbólgu með verkföllum,“ segir Þorsteinn Víglundsson.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira