Innlent

Gáfu deildinni nýtt 32 tommu sjónvarpstæki 100 dvd myndir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hrafnhildur Baldursdóttir, deildarstjóri 11A, tók við gjöfinni fyrir hönd deildarinnar af fulltrúum félagsins.
Hrafnhildur Baldursdóttir, deildarstjóri 11A, tók við gjöfinni fyrir hönd deildarinnar af fulltrúum félagsins.
Félag áhugafólks um hryggrauf/klofinn hrygg, færði á dögunum Göngudeild þvagrannsókna 11A á Landspítalanum, nýtt 32 tommu sjónvarpstæki með innbyggðum dvd-spilara og yfir 100 dvd myndir.

Félagið efndi til söfnunar, hjá meðlimum hópsins og aðstandendum, fyrir gjöfinni. Elko gaf afslátt af tækinu en Myndform og Bergvík gáfu myndirnar auk aðstandenda félaga í hópnum.

Félag áhugafólks um hryggrauf/klofinn hrygg byrjaði sem lokaður hópur á Facebook fyrir tæpum 3 árum síðan. Þetta er vettvangur fyrir fólk sem hefur fæðst með hryggrauf/klofinn hrygg og foreldra ungra barna með hryggrauf til að skiptast á reynslusögum og ráðleggingum. Einnig eru aðstandendur í hópnum.

Í nokkrum tilvikum hefur hópurinn reynst vettvangur fyrir verðandi foreldra barna með hryggrauf til að leita sér upplýsinga, en hryggrauf/klofinn hryggur greinist oftast í sónar á 19.-20. viku meðgöngu.

Hrafnhildur Baldursdóttir, deildarstjóri 11A, tók við gjöfinni fyrir hönd deildarinnar af fulltrúum félagsins.

Tilefni gjafarinnar var það að á göngudeild þvagfærarannsókna var bara til gamalt 20 tommu túpusjónvarp, vhs-tæki og örfáar vhs-myndbandsspólur en það skiptir miklu fyrir börn sem koma í þvagfærarannsóknir að þar sé einhver afþreying til staðar meðan rannsóknin fer fram því til þess er ætlast að börnin liggi alveg kyrr í nokkuð langan tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×