Innlent

Tjörnin að verða klár fyrir skautara

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fram til ársins 1998, þegar Skautahöllin í Reykjavík var opnuð, sóttu skautaáhugamenn í ísilagða Tjörnina í höfuðborginni.
Fram til ársins 1998, þegar Skautahöllin í Reykjavík var opnuð, sóttu skautaáhugamenn í ísilagða Tjörnina í höfuðborginni. Mynd af vef Reykjavíkurborgar
Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa unnið að því í dag að búa til skautasvell á vesturhluta Tjarnarinnar í miðbænum. Að því loknu geta borgarbúar og aðrir gestir skellt sér á skauta.

Fram til ársins 1998, þegar Skautahöllin í Reykjavík var opnuð, sóttu skautaáhugamenn í ísilagða Tjörnina í höfuðborginni. Með tilkomu hallarinnar með tilheyrandi bættum aðstæðum hefur heldur fækkað kvöldunum þar sem borgarbúar skauta í miðbænum.

Nemendur í miðbænum, bæði í Kvennaskólanum og Menntaskólanum, hafa um árabil nýtt ísilagða Tjörnina til knattspyrnuiðkunar í leikfimitímum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×