Innlent

Beittu Íslendinga hörku til að kenna Skotum lexíu

Höskuldur Kári Schram skrifar
Bresk stjórnvöld beittu Íslendinga hörku í bankahruninu til að sýna Skotum að það borgar sig ekki að vera með sjálfstætt þjóðríki. Þetta segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði sem vinnur nú að skýrslu um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins.

Hannes og Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur voru frummælendur á vel sóttum fundi í Háskóla Íslands í dag um nýjar heimildir um bankahrunið. Hannes hefur frá því í sumar unnið að skýrslu fyrir fjármálaráðuneytið og Félagsvísindastofnun um erlenda áhrifaþætti hrunsins en skýrslan verður væntanlega kynnt í júlí.

Hannes hefur meðal annars beint sjónum sínum að hryðjuverkalögunum og öðrum aðgerðum breskra stjórnvalda í garð Íslendinga sem hann líkir við fjandskap.



„Ein skýringin er sú að þeir Alister Darling og Gordon Brown vildu sýna Skotum að það borgar sig ekki að vera með sjálfstætt þjóðríki. Önnur skýring er sú sem kemur fram í nýbirtum gögnum Englandsbanka að þar var mjög mikil andúð á hugmyndum um Ísland sem fjármálamiðstöð,“ segir Hannes. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×