Innlent

Ekkert virðist geta stoppað Saurlífisrásina á Snapchat

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Lokað á rásina í annað sinn en strax aðgangur opnaður. Þegar búið að auglýsa hvað næsti aðgangur mun heita.
Lokað á rásina í annað sinn en strax aðgangur opnaður. Þegar búið að auglýsa hvað næsti aðgangur mun heita. Vísir/Snapchat
Búið er að loka Snapchat-rásinni Saurlifnaði. Það er í annað sinn sem rás hópsins er lokað en áður hét hann Saurlífi. Nú þegar er búið að opna nýjan aðgang og heldur fólk áfram að deila myndum af fíkniefnum, nekt og klámi og öðru grófu efni.

Búið að auglýsa hvað rásin mun heita verði henni lokað í þriðja skiptið. Ekki er vitað hver heldur rásinni úti.

Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um Snapchat-rásina, sem er vinsæl meðal ungmenna. Í samtali við blaðið segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, það vera áhyggjuefni að börn undir lögaldri noti rásina.

Vísir hefur einnig sagt frá því að aðstandendur barna í Laugardals- og Háaleitishverfum hafi nýlega fengið bréf frá skólum þar sem þeir eru hvattir til að ræða við unglinga um það efni sem birtist á Snapchat-rásinni.

Snapchat er snjallsímaforrit þar sem hægt er að deila myndum og myndböndum með öðrum notendum. Skilaboð á Saurlifnaði eru aðgengileg í sólarhring en hægt er að taka skjáskot af myndunum og vista þau í gegnum þar til gerð forrit.


Tengdar fréttir

Ef lokað er á aðgang er nýr opnaður strax

Erfitt virðist að koma í veg fyrir Snapchat-aðganga þar sem ungmenni deila myndefni af kynferðislegum toga, af eiturlyfjum og ýmsu öðru vafasömu. Einum aðgangi var lokað fyrir helgi en annar kom strax í hans stað undir öðru nafni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×