Innlent

Von á skammgóðum vermi: Sól í kortunum

Birgir Olgeirsson skrifar
vedur.is
Veðrið hefur ekki beint leikið við alla landsmenn síðustu daga en von er á skammgóðum „vermi“ á helginni, ef svo má segja, og í raun frábæru veðri til útivistar ef spár ganga eftir. En það þarf þó að aðeins að bíða því Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir norðaustan átt, 10 - 18 metrum á sekúndu á norðanverðu landinu og bætir í ofankomu þar seint í kvöld og nótt, hvassast á Vestfjörðum.

Snemma á morgun verður norðan átt, 8 - 13 metrar á sekúndu en síðdegis á vindur þó að mestu að vera genginn niður og brostið á með rjómablíðu víðast hvar og á sólin að leika við flesta landsmenn, samkvæmt spákortum Veðurstofunnar.

Framhald er á blíðunni fram eftir sunnudagsmorgni en þá dregur fyrir og á mánudag er gert ráð fyrir suðaustanátt, 13 -20 metrum á sekúndu, með snjókomu eða slyddu, hvassast við ströndina en hægara og úrkomulítið norðaustan til. Hlýnar á bili og hiti eitt til fimm stig sunnan- og vestanlands um kvöldið.

Þú getur fylgst betur með á veðurvef Vísis. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×