Enski boltinn

Eigandi Phoenix Suns fær ekki að kaupa Rangers

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robert Sarver.
Robert Sarver. Vísir/Getty
Rangers hefur hafnað yfirtökutilboði í félagið upp á 2,7 milljarða króna frá Bandaríkjamanninum Robert Sarver. Félagið tilkynnti bresku kauphöllinni þetta í dag.

Sarver er eigandi Phoenix Suns sem leikur í NBA-deildinni sem og Phoenix Mercury sem spilar í WNBA-kvennadeildinni í körfubolta.

Skoska félagið hefur átt í fjárhagsvandræðum síðustu misserin og vantar fjármagn til að geta staðið að rekstri félagsins. Engu að síður var tilboð Sarver talið of lágt en hann hvattur til að leita annarra leiða til að styrkja rekstur félasins.

Rangers fékk nýlega hálfa milljón punda að láni (77 milljónir kr.) frá stjórnarformanni félagsins en þarf engu að síður frekari innspýtingu í reksturinn áður en mánuðurinn er liðinn. Forráðamenn félagsins eiga nú í viðræðum við hluthafa vegna þess.

Sarver segir að áhugi sinn á Rangers hafi vaknað þegar að David Robertson, fyrrum varnarmarður Rangers, vakti athygli hans á stöðu félagsins. Robertson starfar nú sem yfirmaður knattspyrnuakademíu í Phoenix.

„Ég var upphaflega að leita leiða til að fjárfesta í félagi í ensku úrvalsdeildinni eða á Spáni en Davie hvatti mig til að skoða Rangers betur,“ sagði Sarver.

Robertson sagði enn fremur að félagið ætti að íhuga tilboð Sarvers betur. „Ef Sarver verður hluti af félaginu mun hann ekki una sér hvíldar fyrr en að það kemst aftur í fremstu röð.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×