Innlent

Jólin kvödd á Akureyri

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Kyndlaberarnir voru hundrað talsins.
Kyndlaberarnir voru hundrað talsins. vísir/auðunn níelsson
Veðurguðirnir voru Akureyringum hliðhollir í kvöld og voru jólin því kvödd með pompi og prakt. Íþróttafélagið Þór stóð fyrir sinni árlegu þrettándagleði en þangað mættu meðal annars púkar, tröll, jólasveinar og hinar ýmsu kynjaverur.

Þrettándagleðin var afskaplega vel sótt enda skemmtidagskráin óvenju vegleg í ár. Barna- og æskulýðskór Glerárkirkju tók á móti gestum með söng utan við Bogann og þar inni skemmti dansflokkurinn Vefarinn viðstöddum. Þá var skrúðganga yfir á Þórsvöllinn undir forystu álfakóngs- og drottningar ásamt hundrað kyndlaberum. Þá fór fram skemmtidagskrá á Þórsvellinum og setti Eiríkur Björn Björgvinsson hátíðina.

Auðunn Níelsson ljósmyndari lét sig ekki vanta á gleðina og fangaði fjörið á mynd. Myndirnar má sjá í myndaalbúminu hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×