Aldraðir með D-vítamín skort tvöfalt líklegri til að verða þunglyndir ingvar haraldsson skrifar 6. janúar 2015 22:41 Cindy Mari Imai, nýdokor í næringafræði, segir að Íslendingar megi eiga von á því að tíðni þunglyndis aukist á næstu árum samfara lengra lífi. vísir/stefán Karlar, 66 ára og eldri, sem þjást af D-vítamín skorti eru tvöfalt líklegri en aðrir eldri borgar til að verða þunglyndir. Þetta segir í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem kynnt var á ráðstefnu um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands og náði til ríflega 5 þúsund Íslendinga á aldrinum 66 til 96 ára. Um 6 prósent eldri karla með D-vítamín skort eiga í hættu á að verða þunglyndir miðað við 3 prósent þeirra sem hafa eðlilegt gildi D-vítamíns í blóði. Cindy Mari Imai, nýdokor í næringafræði við Háskóla Íslands og einn rannsakenda, segir að lýsi gæti hjálpað til í baráttunni gegn D-vítamín skorti og þar að leiðandi þunglyndi. Karlarnir í rannsókninni sem tóku lýsi hafi mælst með hærra D-vítamín gildi en þeir sem ekki gerðu það. Hún ráðleggur öllum Íslendingum að taka inn D-vítamín en eldriborgum að gera það sérstaklega enda sé ráðlagður dagskammtur eldri borgara af D-vítamíni hærri en annarra.Þarf að veita eldra fólki félagslegan stuðning Þá hafi rannsóknin ekki sýnt fram á með óhyggjandi hætti hvort D-vítamín skortur í konum auki líkur á þunglyndi. Það sé í andstöðu við niðurstöðu erlendra rannsókna. Þær hafi almennt gefið til kynna að konur með D-vítamín skort séu líklegri en karlar til að þjást af þunglyndi. Cindy segir þó að konurnar í íslensku rannsókninni hafi almennt tekið lýsi og mælst með há D-vítamín gildi. Þó segir Cindy vandamálið ekki bara eiga við um D-vítamín inntöku. „Þetta er lífstílsvandamál. Þeir sem þjáðust af D-vítamín skorti voru líklegri til að hreyfa sig minna og líklegri til að reykja. Auk þess að skoða D-vítamín gildi í eldri borgurum þarf að veita þeim félagslegan stuðning,“ segir hún.Þunglyndi meðal eldri borgara mun aukast á næstu árum Cindy á von á að þunglyndi meðal eldri borgara aukist á næstu árum. „Þetta vandamál mun aukast því Íslendingar lifa sífellt lengur og þá má búast við því að tíðni þunglyndis aukist að sama skapi. Sérstaklega vegna þess að sólin skín fremur stutt flesta mánuði ársins. Þegar Íslendingar eru úti þá eru þeir yfirleitt kappklæddir svo þeir taka inn fremur lítið D-vítamín upp í gegnum húðina,“ segir Cindy. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira
Karlar, 66 ára og eldri, sem þjást af D-vítamín skorti eru tvöfalt líklegri en aðrir eldri borgar til að verða þunglyndir. Þetta segir í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem kynnt var á ráðstefnu um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands og náði til ríflega 5 þúsund Íslendinga á aldrinum 66 til 96 ára. Um 6 prósent eldri karla með D-vítamín skort eiga í hættu á að verða þunglyndir miðað við 3 prósent þeirra sem hafa eðlilegt gildi D-vítamíns í blóði. Cindy Mari Imai, nýdokor í næringafræði við Háskóla Íslands og einn rannsakenda, segir að lýsi gæti hjálpað til í baráttunni gegn D-vítamín skorti og þar að leiðandi þunglyndi. Karlarnir í rannsókninni sem tóku lýsi hafi mælst með hærra D-vítamín gildi en þeir sem ekki gerðu það. Hún ráðleggur öllum Íslendingum að taka inn D-vítamín en eldriborgum að gera það sérstaklega enda sé ráðlagður dagskammtur eldri borgara af D-vítamíni hærri en annarra.Þarf að veita eldra fólki félagslegan stuðning Þá hafi rannsóknin ekki sýnt fram á með óhyggjandi hætti hvort D-vítamín skortur í konum auki líkur á þunglyndi. Það sé í andstöðu við niðurstöðu erlendra rannsókna. Þær hafi almennt gefið til kynna að konur með D-vítamín skort séu líklegri en karlar til að þjást af þunglyndi. Cindy segir þó að konurnar í íslensku rannsókninni hafi almennt tekið lýsi og mælst með há D-vítamín gildi. Þó segir Cindy vandamálið ekki bara eiga við um D-vítamín inntöku. „Þetta er lífstílsvandamál. Þeir sem þjáðust af D-vítamín skorti voru líklegri til að hreyfa sig minna og líklegri til að reykja. Auk þess að skoða D-vítamín gildi í eldri borgurum þarf að veita þeim félagslegan stuðning,“ segir hún.Þunglyndi meðal eldri borgara mun aukast á næstu árum Cindy á von á að þunglyndi meðal eldri borgara aukist á næstu árum. „Þetta vandamál mun aukast því Íslendingar lifa sífellt lengur og þá má búast við því að tíðni þunglyndis aukist að sama skapi. Sérstaklega vegna þess að sólin skín fremur stutt flesta mánuði ársins. Þegar Íslendingar eru úti þá eru þeir yfirleitt kappklæddir svo þeir taka inn fremur lítið D-vítamín upp í gegnum húðina,“ segir Cindy.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira