Innlent

Tugir beiðna bárust um aðstoð í óveðrinu

Vísir/Auðunn
Björgunarsveitir á Suðvesturlandi fengu tugi beiðna um aðstoð, þegar veðrið var sem verst í gærkvöldi. Þær voru einkum frá ökumönnum, sem lent höfðu í vandræðum en hvergi sakaði nokkurn mann.

Vegunum um Hellisheiði, Þrengsli og undir Hafnarfjalli var lokað um kvöldmatarleytið vegna óveðurs og lélegra akstursskilyrða, en voru opnaðir aftur undir miðnætti, þegar draga tók úr veðurofsanum.

Ekki hafa borist fregnir af foktjóni þótt vindurinn hafi slegið upp í álíka tölur og í síðustu áhlaupum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×