Innlent

Nemakort fyrir vorönn komin í sölu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nemakortin kosta 30.000 krónur.
Nemakortin kosta 30.000 krónur. vísir/gva
Nú gefst nemendum í skólum á höfuðborgarsvæðinu kostur á að kaupa nemakort fyrir vorönn 2015 en þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó.

Kortin gilda frá 1. janúar 2015 til 31 ágúst sama ár og kosta 30.000 krónur.

Námsmenn sem skráðir eru til náms í framhaldsskóla eða háskóla á höfuðborgsvæðinu eiga þess kost að kaupa kortin sem veita þeim aðgang að almenningsvögnum Strætó bs. á gjaldsvæði 1. Framhaldsskólinn þarf að útskrifa nemendur til framhaldsnáms á háskólastigi eða námið vera lánshæft hjá LÍN minnst 20 ECTS.

Auk þeirra hafa nemendur sem stunda nám á grunnskólastigi, á aldrinum 6-18 ára, kost á að kaupa nemakort. Staðfesting á aldri er fengin úr þjóðskrá og kaup á kortinu háð henni.

Hægt er að kaupa kortin á heimasíðu Strætó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×