Punktakerfi félags feðra barna í Val sagt bitna á efnaminni Birgir Olgeirsson skrifar 8. janúar 2015 17:36 Félag Fálka stendur fyrir umfangsmikilli söfnun dósa og jólatrjáa. Vísir/daníel Mikil umræða hefur átt sér stað vegna dósa- og jólatrjáasöfnun félagsskapsins Fálka sem samanstendur af feðrum iðkenda í Val. Sett hefur verið upp ákveðið punktakerfi fyrir söfnunina sem á að virka hvetjandi á foreldra barna í Val. Þar fæst einn punktur fyrir mætingu og söfnun unglings og einn punktur fyrir hvert foreldri sem mætir og er í flokkun eða á bíl. Fyrir bíl sem lagt er til við söfnun fæst hálfur punktur og hálfur punktur fyrir kerru. Barn sem mætir því með báða foreldra eða forráðamenn og annað þeirra er á bíl með kerru en hitt vinnur við flokkun fær fjóra punkta. Ágóðanum verður svo deilt með heildarfjölda punkta og má þannig reikna út hlut hvers barns fyrir sig eftir því hve marga punkta hann fékk. Upphæðin er svo lögð inn á bankareikning barnanna. Nánar má lesa um fyrirkomulagið hér. Ólafur Örn Ólafsson vakti máls á þessu kerfi á Facebook og gagnrýndi það fyrir að kenna börnunum í Val að þeir sem eiga meira í upphafi eiga meiri möguleika á að bera meira úr bítum.Segir vinnuframlag verðlaunað Benóný Valur Jakobsson er formaður Fálka en hann tekur fram að þessi söfnun sé ekki á vegum knattspyrnufélag Vals. Er þetta fjórða árið í röð sem söfnunin fer fram með þessum hætti og er hugmyndin að ná yfir nær öll þau fimmtán þúsund heimili sem eru á skrá í hverfum 101 og 105 og þurfa því að minnsta kosti 200 unglingar að mæta til starfa samkvæmt bréfi sem Valsforeldrum barst um söfnunina. „Þetta er bæði dósa og jólatrjáasöfnun. Jólatrjáasöfnun getur ekki átt sér stað án kerru og sá sem mætir með kerru fær hálfan punkt. Mér finnst þetta vera ósköp „basic“, vinnuframlag hvers og eins er verðlaunað,“ segir Benóný í samtali við Vísi um málið. „Það er enginn sem segir að barn sem á bara eitt foreldri geti ekki mætt með ömmu og afa eða stóra bróður. Til að svona rosalega stórt átak geti átt sér stað þurfa margar hendur að koma að og margir foreldrar. Mér finnst bara eðlilegt að það sé einhver umbun falin í því að þú mætir með fimm manns til vinnu eða bara einn,“ segir Benóný.Á ekki von á breytingumEn er þetta í anda ungmennafélaga þar sem allir vinna saman að einu markmiði? „Ég spyr þá á móti: Er það í anda jafnaðarhugsunar að sá sem mætir með bíl, leggur til bensín og kerru og mætir með tvo með sér, að hann fái jafn mikið og sá sem mætir með einn?,“ segir Benóný og bendir á að þetta sé í fjórða árið sem notast er við punktakerfið við svona söfnun og fjáröflunin hafi gengið fullkomlega upp. „Og vakið athygli og margir sem bíða spenntir eftir því að við sækjum jólatréð þeirra,“ segir Benóný og segir Fálka ekki hafa séð ástæðu til að breyta þessu kerfi. „Ég get alveg sagt það að við höfum ekki hingað til séð neina ástæðu til að breyta þessu kerfi og ég á ekki von á því að það muni breytast.“ Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira
Mikil umræða hefur átt sér stað vegna dósa- og jólatrjáasöfnun félagsskapsins Fálka sem samanstendur af feðrum iðkenda í Val. Sett hefur verið upp ákveðið punktakerfi fyrir söfnunina sem á að virka hvetjandi á foreldra barna í Val. Þar fæst einn punktur fyrir mætingu og söfnun unglings og einn punktur fyrir hvert foreldri sem mætir og er í flokkun eða á bíl. Fyrir bíl sem lagt er til við söfnun fæst hálfur punktur og hálfur punktur fyrir kerru. Barn sem mætir því með báða foreldra eða forráðamenn og annað þeirra er á bíl með kerru en hitt vinnur við flokkun fær fjóra punkta. Ágóðanum verður svo deilt með heildarfjölda punkta og má þannig reikna út hlut hvers barns fyrir sig eftir því hve marga punkta hann fékk. Upphæðin er svo lögð inn á bankareikning barnanna. Nánar má lesa um fyrirkomulagið hér. Ólafur Örn Ólafsson vakti máls á þessu kerfi á Facebook og gagnrýndi það fyrir að kenna börnunum í Val að þeir sem eiga meira í upphafi eiga meiri möguleika á að bera meira úr bítum.Segir vinnuframlag verðlaunað Benóný Valur Jakobsson er formaður Fálka en hann tekur fram að þessi söfnun sé ekki á vegum knattspyrnufélag Vals. Er þetta fjórða árið í röð sem söfnunin fer fram með þessum hætti og er hugmyndin að ná yfir nær öll þau fimmtán þúsund heimili sem eru á skrá í hverfum 101 og 105 og þurfa því að minnsta kosti 200 unglingar að mæta til starfa samkvæmt bréfi sem Valsforeldrum barst um söfnunina. „Þetta er bæði dósa og jólatrjáasöfnun. Jólatrjáasöfnun getur ekki átt sér stað án kerru og sá sem mætir með kerru fær hálfan punkt. Mér finnst þetta vera ósköp „basic“, vinnuframlag hvers og eins er verðlaunað,“ segir Benóný í samtali við Vísi um málið. „Það er enginn sem segir að barn sem á bara eitt foreldri geti ekki mætt með ömmu og afa eða stóra bróður. Til að svona rosalega stórt átak geti átt sér stað þurfa margar hendur að koma að og margir foreldrar. Mér finnst bara eðlilegt að það sé einhver umbun falin í því að þú mætir með fimm manns til vinnu eða bara einn,“ segir Benóný.Á ekki von á breytingumEn er þetta í anda ungmennafélaga þar sem allir vinna saman að einu markmiði? „Ég spyr þá á móti: Er það í anda jafnaðarhugsunar að sá sem mætir með bíl, leggur til bensín og kerru og mætir með tvo með sér, að hann fái jafn mikið og sá sem mætir með einn?,“ segir Benóný og bendir á að þetta sé í fjórða árið sem notast er við punktakerfið við svona söfnun og fjáröflunin hafi gengið fullkomlega upp. „Og vakið athygli og margir sem bíða spenntir eftir því að við sækjum jólatréð þeirra,“ segir Benóný og segir Fálka ekki hafa séð ástæðu til að breyta þessu kerfi. „Ég get alveg sagt það að við höfum ekki hingað til séð neina ástæðu til að breyta þessu kerfi og ég á ekki von á því að það muni breytast.“
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira