Ekki sýnt fram á samband milli háhitasvæða og krabbameins Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 8. janúar 2015 19:15 Helgi Sigurðsson prófessor í krabbameinslækningum segir ekki tilefni til að hafa áhyggjur af aukinni tíðni krabbameins á háhitasvæðum í kjölfar nýrrar rannsóknar. Það sé ekki hægt að tengja saman aukna tíðni krabbameins í Hveragerði við háhitasvæði, þar búi til að fjölmenna fjölskylda sem beri gen sem valdi sjölfaldri hættu á brjóstakrabbameini og krabbameini í blöðruhálsi. Rannsakendum hafi verið greint frá alvarlegum valvillum ári áður en þeir kynntu niðurstöður sínar. Stöð tvö greindi í vikunni frá niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem er hluti af doktorsritgerð Aðalbjargar Kristbjörnsdóttur lýðheilsufræðings um að fólk sem býr á háhitasvæðum eigi frekar á hættu að fá krabbamein en fólk sem býr á svokölluðum köldum svæðum. Þá séu krabbameinin oft illvígari og dánartíðni hærri.Berklar og bárujárn Helgi Sigurðsson segir að í rannsókninni sé verið að bera saman epli og appelsínur. Auðvitað skipti umhverfisþættir stundum máli en oftast virðist vera hrein tilviljun hverjir fái krabbamein. Í Hveragerði sé jarðhiti en að tengja það krabbameini á þessum forsendum sé jafn fáránlegt og að tengja saman berkla og bárujárn. „Það eru alvarlegar valvillur í þessari rannsókn. Til að setja það í samhengi, get ég sagt að fyrr á árum, sáu menn samhengi milli berkla og bárujárns. Eftir því sem menn fóru að nota meira af bárujárni jókst tíðni berkla. Auðvitað var ekkert samhengi þar á milli, þetta voru í raun fáránleg tengsl. Eftir að konur fóru að nota nælonsokka, sáu menn umtalsmikla aukningu á lungnakrabbameini. Nælonsokkarnir voru samt ekki að valda lungnakrabbameini, heldur reyktu konur í nælonsokkum frekar en aðrar konur.“ Helgi segir að mjög sennilega sé svona breyta á bak við það sem menn séu að sjá í Hveragerði. Hann segir að í Hveragerði sé vitað um fjölskyldur með áhættugen fyrir krabbameini. Þar á meðal sé langfjölmennasta fjölskyldan á Íslandi sem beri áhættugen, það valdi sjölfaldri áhættu á krabbameini, meðal annars í brjóstum og blöðruhálsi. Því sé ekki hægt að fullyrða neitt um aukna tíðni krabbameins á háhitasvæðum út frá þessum niðurstöðum. Þvert á móti. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Helgi Sigurðsson prófessor í krabbameinslækningum segir ekki tilefni til að hafa áhyggjur af aukinni tíðni krabbameins á háhitasvæðum í kjölfar nýrrar rannsóknar. Það sé ekki hægt að tengja saman aukna tíðni krabbameins í Hveragerði við háhitasvæði, þar búi til að fjölmenna fjölskylda sem beri gen sem valdi sjölfaldri hættu á brjóstakrabbameini og krabbameini í blöðruhálsi. Rannsakendum hafi verið greint frá alvarlegum valvillum ári áður en þeir kynntu niðurstöður sínar. Stöð tvö greindi í vikunni frá niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem er hluti af doktorsritgerð Aðalbjargar Kristbjörnsdóttur lýðheilsufræðings um að fólk sem býr á háhitasvæðum eigi frekar á hættu að fá krabbamein en fólk sem býr á svokölluðum köldum svæðum. Þá séu krabbameinin oft illvígari og dánartíðni hærri.Berklar og bárujárn Helgi Sigurðsson segir að í rannsókninni sé verið að bera saman epli og appelsínur. Auðvitað skipti umhverfisþættir stundum máli en oftast virðist vera hrein tilviljun hverjir fái krabbamein. Í Hveragerði sé jarðhiti en að tengja það krabbameini á þessum forsendum sé jafn fáránlegt og að tengja saman berkla og bárujárn. „Það eru alvarlegar valvillur í þessari rannsókn. Til að setja það í samhengi, get ég sagt að fyrr á árum, sáu menn samhengi milli berkla og bárujárns. Eftir því sem menn fóru að nota meira af bárujárni jókst tíðni berkla. Auðvitað var ekkert samhengi þar á milli, þetta voru í raun fáránleg tengsl. Eftir að konur fóru að nota nælonsokka, sáu menn umtalsmikla aukningu á lungnakrabbameini. Nælonsokkarnir voru samt ekki að valda lungnakrabbameini, heldur reyktu konur í nælonsokkum frekar en aðrar konur.“ Helgi segir að mjög sennilega sé svona breyta á bak við það sem menn séu að sjá í Hveragerði. Hann segir að í Hveragerði sé vitað um fjölskyldur með áhættugen fyrir krabbameini. Þar á meðal sé langfjölmennasta fjölskyldan á Íslandi sem beri áhættugen, það valdi sjölfaldri áhættu á krabbameini, meðal annars í brjóstum og blöðruhálsi. Því sé ekki hægt að fullyrða neitt um aukna tíðni krabbameins á háhitasvæðum út frá þessum niðurstöðum. Þvert á móti.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira