Ekki sýnt fram á samband milli háhitasvæða og krabbameins Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 8. janúar 2015 19:15 Helgi Sigurðsson prófessor í krabbameinslækningum segir ekki tilefni til að hafa áhyggjur af aukinni tíðni krabbameins á háhitasvæðum í kjölfar nýrrar rannsóknar. Það sé ekki hægt að tengja saman aukna tíðni krabbameins í Hveragerði við háhitasvæði, þar búi til að fjölmenna fjölskylda sem beri gen sem valdi sjölfaldri hættu á brjóstakrabbameini og krabbameini í blöðruhálsi. Rannsakendum hafi verið greint frá alvarlegum valvillum ári áður en þeir kynntu niðurstöður sínar. Stöð tvö greindi í vikunni frá niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem er hluti af doktorsritgerð Aðalbjargar Kristbjörnsdóttur lýðheilsufræðings um að fólk sem býr á háhitasvæðum eigi frekar á hættu að fá krabbamein en fólk sem býr á svokölluðum köldum svæðum. Þá séu krabbameinin oft illvígari og dánartíðni hærri.Berklar og bárujárn Helgi Sigurðsson segir að í rannsókninni sé verið að bera saman epli og appelsínur. Auðvitað skipti umhverfisþættir stundum máli en oftast virðist vera hrein tilviljun hverjir fái krabbamein. Í Hveragerði sé jarðhiti en að tengja það krabbameini á þessum forsendum sé jafn fáránlegt og að tengja saman berkla og bárujárn. „Það eru alvarlegar valvillur í þessari rannsókn. Til að setja það í samhengi, get ég sagt að fyrr á árum, sáu menn samhengi milli berkla og bárujárns. Eftir því sem menn fóru að nota meira af bárujárni jókst tíðni berkla. Auðvitað var ekkert samhengi þar á milli, þetta voru í raun fáránleg tengsl. Eftir að konur fóru að nota nælonsokka, sáu menn umtalsmikla aukningu á lungnakrabbameini. Nælonsokkarnir voru samt ekki að valda lungnakrabbameini, heldur reyktu konur í nælonsokkum frekar en aðrar konur.“ Helgi segir að mjög sennilega sé svona breyta á bak við það sem menn séu að sjá í Hveragerði. Hann segir að í Hveragerði sé vitað um fjölskyldur með áhættugen fyrir krabbameini. Þar á meðal sé langfjölmennasta fjölskyldan á Íslandi sem beri áhættugen, það valdi sjölfaldri áhættu á krabbameini, meðal annars í brjóstum og blöðruhálsi. Því sé ekki hægt að fullyrða neitt um aukna tíðni krabbameins á háhitasvæðum út frá þessum niðurstöðum. Þvert á móti. Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Helgi Sigurðsson prófessor í krabbameinslækningum segir ekki tilefni til að hafa áhyggjur af aukinni tíðni krabbameins á háhitasvæðum í kjölfar nýrrar rannsóknar. Það sé ekki hægt að tengja saman aukna tíðni krabbameins í Hveragerði við háhitasvæði, þar búi til að fjölmenna fjölskylda sem beri gen sem valdi sjölfaldri hættu á brjóstakrabbameini og krabbameini í blöðruhálsi. Rannsakendum hafi verið greint frá alvarlegum valvillum ári áður en þeir kynntu niðurstöður sínar. Stöð tvö greindi í vikunni frá niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem er hluti af doktorsritgerð Aðalbjargar Kristbjörnsdóttur lýðheilsufræðings um að fólk sem býr á háhitasvæðum eigi frekar á hættu að fá krabbamein en fólk sem býr á svokölluðum köldum svæðum. Þá séu krabbameinin oft illvígari og dánartíðni hærri.Berklar og bárujárn Helgi Sigurðsson segir að í rannsókninni sé verið að bera saman epli og appelsínur. Auðvitað skipti umhverfisþættir stundum máli en oftast virðist vera hrein tilviljun hverjir fái krabbamein. Í Hveragerði sé jarðhiti en að tengja það krabbameini á þessum forsendum sé jafn fáránlegt og að tengja saman berkla og bárujárn. „Það eru alvarlegar valvillur í þessari rannsókn. Til að setja það í samhengi, get ég sagt að fyrr á árum, sáu menn samhengi milli berkla og bárujárns. Eftir því sem menn fóru að nota meira af bárujárni jókst tíðni berkla. Auðvitað var ekkert samhengi þar á milli, þetta voru í raun fáránleg tengsl. Eftir að konur fóru að nota nælonsokka, sáu menn umtalsmikla aukningu á lungnakrabbameini. Nælonsokkarnir voru samt ekki að valda lungnakrabbameini, heldur reyktu konur í nælonsokkum frekar en aðrar konur.“ Helgi segir að mjög sennilega sé svona breyta á bak við það sem menn séu að sjá í Hveragerði. Hann segir að í Hveragerði sé vitað um fjölskyldur með áhættugen fyrir krabbameini. Þar á meðal sé langfjölmennasta fjölskyldan á Íslandi sem beri áhættugen, það valdi sjölfaldri áhættu á krabbameini, meðal annars í brjóstum og blöðruhálsi. Því sé ekki hægt að fullyrða neitt um aukna tíðni krabbameins á háhitasvæðum út frá þessum niðurstöðum. Þvert á móti.
Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira