Andri Freyr rauk út úr stúdíóinu og skellti á eftir sér Jakob Bjarnar skrifar 17. nóvember 2015 11:52 Guðrún Sóley hrærði svo upp í reynsluboltanum Andra að hann missti sig í beinni útsendingu. Þeim Andra Frey Viðarssyni og Guðrúnu Sóley Gestsdóttir, dagskrárgerðarmönnum á Rás 2, lenti harkalega saman í beinni útsendingu í gær. Fastur liður í morgunþætti Rásar 2 er sá að Andri Freyr komi undir lok þáttar og kynni það sem er í Virkum morgnum, þætti hans sem tekur við. Útvarpshlustendum brá nokkuð í brún, enda ekki vanir átökum af þessu tagi í sjálfu ríkisútvarpinu en afar grunnt virtist á því góða milli hans og svo Guðrúnar Sóleyjar Gestsdóttur sem hafði umsjá með morgunþættinum ásamt Jóni Þór Helgasyni. Þeim samskiptum lauk með því að Andri Freyr rauk út úr útsendingu í fússi. Rígurinn snerist um tónlistarsmekk og svo lífsstílsblogg Andra Freys, en hann furðaði sig á því að Guðrúnu Sóley þætti það svona fyndið. Þegar svo kom að því að ræða hvað væri á dagskrá hjá Andra Frey, spurði Guðrún Sóley hvort ætti að breyta eitthvað til, hafa eitthvað skemmtilegt, tók Andri Freyr því óstinnt upp: „Þú ert svo leiðinleg að ég nenni ekki að koma hérna lengur.“ Og við svo búið rauk hann út eftir skammvinnar orðahnippingar. Samkvæmt heimildum Vísis var haldinn hálfgildings neyðarfundur um samstarfsörðugleika milli dagskrárgerðarmanna á Rás 2 en Guðrún Sóley vísar því alfarið á bug, í samtali við Vísi. „Neinei, þetta var svo agnarsmátt að engin ástæða var til að funda um þetta,“ segir Guðrún Sóley og segir þetta storm í vatnsglasi. „Þetta var allt á ljúfu nótunum.“ En, það getur nú fokið í Austfirðinginn? „Já er það? Nei, hann Andri er svo ljúfur,“ segir Guðrún Sóley og vill meina að þeirra samskipti hafi verið í hinu mesta gríni, í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Hún segir að þetta hafi verið til þess eins fallið að skerpa á kærleikanum þeirra á milli.Hér má hlusta á umrædda rimmuna sem er undir lok þáttar, 1:28:00, og ef þetta er grín verður að segjast að þau Guðrún Sóley og Andri Freyr sýna þarna leikhæfileika svo af ber. Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira
Þeim Andra Frey Viðarssyni og Guðrúnu Sóley Gestsdóttir, dagskrárgerðarmönnum á Rás 2, lenti harkalega saman í beinni útsendingu í gær. Fastur liður í morgunþætti Rásar 2 er sá að Andri Freyr komi undir lok þáttar og kynni það sem er í Virkum morgnum, þætti hans sem tekur við. Útvarpshlustendum brá nokkuð í brún, enda ekki vanir átökum af þessu tagi í sjálfu ríkisútvarpinu en afar grunnt virtist á því góða milli hans og svo Guðrúnar Sóleyjar Gestsdóttur sem hafði umsjá með morgunþættinum ásamt Jóni Þór Helgasyni. Þeim samskiptum lauk með því að Andri Freyr rauk út úr útsendingu í fússi. Rígurinn snerist um tónlistarsmekk og svo lífsstílsblogg Andra Freys, en hann furðaði sig á því að Guðrúnu Sóley þætti það svona fyndið. Þegar svo kom að því að ræða hvað væri á dagskrá hjá Andra Frey, spurði Guðrún Sóley hvort ætti að breyta eitthvað til, hafa eitthvað skemmtilegt, tók Andri Freyr því óstinnt upp: „Þú ert svo leiðinleg að ég nenni ekki að koma hérna lengur.“ Og við svo búið rauk hann út eftir skammvinnar orðahnippingar. Samkvæmt heimildum Vísis var haldinn hálfgildings neyðarfundur um samstarfsörðugleika milli dagskrárgerðarmanna á Rás 2 en Guðrún Sóley vísar því alfarið á bug, í samtali við Vísi. „Neinei, þetta var svo agnarsmátt að engin ástæða var til að funda um þetta,“ segir Guðrún Sóley og segir þetta storm í vatnsglasi. „Þetta var allt á ljúfu nótunum.“ En, það getur nú fokið í Austfirðinginn? „Já er það? Nei, hann Andri er svo ljúfur,“ segir Guðrún Sóley og vill meina að þeirra samskipti hafi verið í hinu mesta gríni, í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Hún segir að þetta hafi verið til þess eins fallið að skerpa á kærleikanum þeirra á milli.Hér má hlusta á umrædda rimmuna sem er undir lok þáttar, 1:28:00, og ef þetta er grín verður að segjast að þau Guðrún Sóley og Andri Freyr sýna þarna leikhæfileika svo af ber.
Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira