Ingvi Hrafn sendir hjúkrunarfræðingum fingurinn Jakob Bjarnar skrifar 1. júní 2015 10:39 Mynd af Ingva Hrafni, þar sem hann sendir hjúkrunarfræðingum fingurinn af skjánum, hefur vakið upp verulega reiði meðal heilbrigðisstétta. Mynd af Ingva Hrafni Jónssyni, stjórnvarpsstjörnu á ÍNN, gengur nú um netið, í lokuðum hópum meðal hjúkrunarfræðinga. Myndin er af Ingva Hrafni þar sem hann sendir þeim fingurinn á skjánum, í þætti sínum Hrafnaþing. Þar úthúðaði hann þeim og verkfallsaðgerðum þeirra að hætti hússins. Ingvi Hrafn er afar ósáttur við hvernig heilbrigðisstéttirnar hafa notað verkfallsréttinn til að knýja fram launahækkanir, hver stéttin þar á fætur annarri heldur heilbrigðiskerfinu í gíslingu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Hjúkrunarfræðingar eru upp til hópa hneykslaðir á Ingva Hrafni; hann er sannarlega ekki í hávegum hafður í þeim hópi nema síður sé.Pyntingar á fólki Þegar Vísir bar þetta undir sjónvarpsmanninn tæpitungulausa, og þá gremjuna sem hann hefur vakið upp meðal hjúkrunarfræðinga, þá dró hann ekkert í land, það þó hann væri að kafna úr kvefi og lægi rúmfastur í hálsbólgu. „Nei. Ég hef reyndar velt því fyrir mér ef ég yrði nú svo óheppinn að veikjast þannig að ég færi á sjúkrahús, þá yrði ég sennilega settur eitthvað afsíðis. Í einhverja herbergiskytruna og hafður þar. En, þetta er dauðans alvara. Ég á vinafólk sem er að berjast við krabbamein. Sýnum er haldið í gíslingu og ég þekki óttann og kvíðann og skelfingu sem heilu fjölskyldurnar eru að upplifa. Þetta er fjarri öllu því sem hjúkrunarfræðingar hafa staðið fyrir. Þetta eru pyntingar á fólki,“ segir Ingvi Hrafn, sem dregur hvergi af sér í lýsingum á því hversu mjög honum gremst þetta: „Þetta eru ógeðsleg vinnubrögð sem hafa ekkert með neyðarrétt fólks til sómasamlegra launa að gera; stjórnað af spunadokturum úti í bæ og annað: Þessar heilbrigðisstéttir hafa verið í hringverkföllum meira og minna undanfarin ár og þetta er eins allsherjar heilbrigðismafía og ríkisvaldi verður að grípa inní og breyta leikreglum. Fólk á stjórnarskrárbundinn rétt að fá bestu aðhlynningu sem völ er á.“Hefur enga samúð með hjúkrunarfræðingum Blaðamaður þarf að hafa sig allan við til að ná niður setningum viðmælanda síns en tókst að skjóta inn einni spurningu: En, má ekki segja að stjórnvöld beri einhverja ábyrgð á stöðunni? „Stjórnvöld hafa nú komið með gríðarmikið fé úr samafla sjóðum, milljarða, til að fyrir friði á vinnumarkaði næstu þrjú árin, en svörin sem fást frá formanni hjúkrunarfræðinga að þessir samningar henti ekki hjúkrunarfræðingum en þeir séu tilbúnir að samþykkja 30 prósenta launahækkun á meðallaun sem eru, sá ég einhvers staðar, 620 þúsund krónur, sem myndu lyfta þeim 800 þúsund. Ég hef enga samúð með þessu fólki og dreg ekki tommu í land með það; þetta er ógeðfellt og á ekki að gerast. Vinnulöggjöfinni á að breyta til að koma í veg fyrir svona hryðjuverk. Gerðardómur á að ákveða þetta. Ég er sannfærður um að fólk er nú þegar farið að deyja ótímabærum dauða vegna þessa að heilbrigðisstéttirnar eru í verkfalli.“ Verkfall 2016 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
Mynd af Ingva Hrafni Jónssyni, stjórnvarpsstjörnu á ÍNN, gengur nú um netið, í lokuðum hópum meðal hjúkrunarfræðinga. Myndin er af Ingva Hrafni þar sem hann sendir þeim fingurinn á skjánum, í þætti sínum Hrafnaþing. Þar úthúðaði hann þeim og verkfallsaðgerðum þeirra að hætti hússins. Ingvi Hrafn er afar ósáttur við hvernig heilbrigðisstéttirnar hafa notað verkfallsréttinn til að knýja fram launahækkanir, hver stéttin þar á fætur annarri heldur heilbrigðiskerfinu í gíslingu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Hjúkrunarfræðingar eru upp til hópa hneykslaðir á Ingva Hrafni; hann er sannarlega ekki í hávegum hafður í þeim hópi nema síður sé.Pyntingar á fólki Þegar Vísir bar þetta undir sjónvarpsmanninn tæpitungulausa, og þá gremjuna sem hann hefur vakið upp meðal hjúkrunarfræðinga, þá dró hann ekkert í land, það þó hann væri að kafna úr kvefi og lægi rúmfastur í hálsbólgu. „Nei. Ég hef reyndar velt því fyrir mér ef ég yrði nú svo óheppinn að veikjast þannig að ég færi á sjúkrahús, þá yrði ég sennilega settur eitthvað afsíðis. Í einhverja herbergiskytruna og hafður þar. En, þetta er dauðans alvara. Ég á vinafólk sem er að berjast við krabbamein. Sýnum er haldið í gíslingu og ég þekki óttann og kvíðann og skelfingu sem heilu fjölskyldurnar eru að upplifa. Þetta er fjarri öllu því sem hjúkrunarfræðingar hafa staðið fyrir. Þetta eru pyntingar á fólki,“ segir Ingvi Hrafn, sem dregur hvergi af sér í lýsingum á því hversu mjög honum gremst þetta: „Þetta eru ógeðsleg vinnubrögð sem hafa ekkert með neyðarrétt fólks til sómasamlegra launa að gera; stjórnað af spunadokturum úti í bæ og annað: Þessar heilbrigðisstéttir hafa verið í hringverkföllum meira og minna undanfarin ár og þetta er eins allsherjar heilbrigðismafía og ríkisvaldi verður að grípa inní og breyta leikreglum. Fólk á stjórnarskrárbundinn rétt að fá bestu aðhlynningu sem völ er á.“Hefur enga samúð með hjúkrunarfræðingum Blaðamaður þarf að hafa sig allan við til að ná niður setningum viðmælanda síns en tókst að skjóta inn einni spurningu: En, má ekki segja að stjórnvöld beri einhverja ábyrgð á stöðunni? „Stjórnvöld hafa nú komið með gríðarmikið fé úr samafla sjóðum, milljarða, til að fyrir friði á vinnumarkaði næstu þrjú árin, en svörin sem fást frá formanni hjúkrunarfræðinga að þessir samningar henti ekki hjúkrunarfræðingum en þeir séu tilbúnir að samþykkja 30 prósenta launahækkun á meðallaun sem eru, sá ég einhvers staðar, 620 þúsund krónur, sem myndu lyfta þeim 800 þúsund. Ég hef enga samúð með þessu fólki og dreg ekki tommu í land með það; þetta er ógeðfellt og á ekki að gerast. Vinnulöggjöfinni á að breyta til að koma í veg fyrir svona hryðjuverk. Gerðardómur á að ákveða þetta. Ég er sannfærður um að fólk er nú þegar farið að deyja ótímabærum dauða vegna þessa að heilbrigðisstéttirnar eru í verkfalli.“
Verkfall 2016 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira