Kærasta stjúpsonar Johns Kerry íslensk Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. júní 2015 16:45 Kærastinn sést hér lengst til vinstri og Kerry til hægri. Vísir/EPA Stjúpsonur Johns Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á í ástarsambandi við íslenska konu búsetta í Stokkhólmi. Konan heitir María Marteinsdóttir en hún hefur aldrei tjáð sig opinberlega um sambandið. John Kerry hefur verið virkur í bandarískri pólitík í fjölda ára en settist á stól utanríkisráðherra árið 2013. Kerry er giftur Teresa Heinz Kerry en hún eignaðist þrjá syni áður en hún gekk að eiga Kerry. Einn þessara drengja var André Heinz en það er hann sem á í ástarsambandi við Maríu. Hann býr einnig í Stokkhólmi. Þau kynntust í Stokkhólmi fyrir tveimur og hálfu ári samkvæmt heimildum Vísis.André Heinz er virkur í umhverfisvernd.Vísir/EPAKærastinn umhverfisverndarsinni André Heinz stofnaði fyrirtækið Sustainable Technology Capital í Stokkhólmi en Heinz hefur lagt áherslu á sjálfbæra þróun síðan árið 1993 og er mikill umhverfsiverndarsinni samkvæmt Wikipedia síðu sinni. Hér að neðan má sjá Tedx fyrirlestur sem Heinz hélt um framtíð orku í heiminum. Hann leggur mikið upp úr því að auka fræðslu um sjálfbærni en hann hefur mastersgráðu í umhverfisfræðum frá Yale háskóla í Bandaríkjunum. María er einnig vel menntuð en hún er með mastersgráðu í eðlisfræði frá háskólanum í Stokkhólmi og starfar á Karólínska, háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Hún er systir fjölmiðlafulltrúans Kolbeins Marteinssonar.Ellefu ára aldursmunur Heinz er 46 ára gamall en María er ellefu árum yngri. Móðir Heinz giftist Kerry árið 1995 þegar Heinz var á þrítugsaldri. Hann og utanríkisráðherrann eru samkvæmt heimildum Vísis nánir enda féll faðir André Heinz, Henry John Heinz III, frá þegar drengurinn var nýskriðinn yfir tvítugt. Heinz nafnið hljómar líklega kunnuglega en fjölskyldan er einmitt tengd hinu vel þekkta tómatsósufyrirtæki Heinz. Henry John Heinz III var einnig virkur í bandarískri pólitík en hann var öldungardeildarþingmaður í bandaríska þinginu þegar hann lést. Hann lést í flugslysi þegar þyrla og lítil flugvél með Heinz innanborðs skullu saman fyrir ofan skóla í Pennsylvaníu. Í jarðaför föður síns sagði André Heinz: „Pabbi. Ég er svo þakklátur fyrir tímann sem við áttum og ég elska þig og sakna þín.“ Margra milljarða virði Fjölskyldan hefur úr talsverðum fjármunum að moða en eignir móður Heinz eru taldar nema að minnsta kosti 750 milljónum dollara sem eru rúmlega 100 milljarðar íslenskra króna. John Kerry var einn ríkasti þingmaður Bandaríkjanna en bara hans eigið fé var talið nema tæpum 200 milljónum dollara árið 2012 sem eru yfir 25 milljarðar íslenskra króna. Ekki náðist í Maríu við vinnslu fréttarinnar.Hér sjást þau John Kerry og Teresa Heinz Kerry ásamt dætrum Kerrys, Vanessu og Alexöndru.Vísir/EPA Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Stjúpsonur Johns Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á í ástarsambandi við íslenska konu búsetta í Stokkhólmi. Konan heitir María Marteinsdóttir en hún hefur aldrei tjáð sig opinberlega um sambandið. John Kerry hefur verið virkur í bandarískri pólitík í fjölda ára en settist á stól utanríkisráðherra árið 2013. Kerry er giftur Teresa Heinz Kerry en hún eignaðist þrjá syni áður en hún gekk að eiga Kerry. Einn þessara drengja var André Heinz en það er hann sem á í ástarsambandi við Maríu. Hann býr einnig í Stokkhólmi. Þau kynntust í Stokkhólmi fyrir tveimur og hálfu ári samkvæmt heimildum Vísis.André Heinz er virkur í umhverfisvernd.Vísir/EPAKærastinn umhverfisverndarsinni André Heinz stofnaði fyrirtækið Sustainable Technology Capital í Stokkhólmi en Heinz hefur lagt áherslu á sjálfbæra þróun síðan árið 1993 og er mikill umhverfsiverndarsinni samkvæmt Wikipedia síðu sinni. Hér að neðan má sjá Tedx fyrirlestur sem Heinz hélt um framtíð orku í heiminum. Hann leggur mikið upp úr því að auka fræðslu um sjálfbærni en hann hefur mastersgráðu í umhverfisfræðum frá Yale háskóla í Bandaríkjunum. María er einnig vel menntuð en hún er með mastersgráðu í eðlisfræði frá háskólanum í Stokkhólmi og starfar á Karólínska, háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Hún er systir fjölmiðlafulltrúans Kolbeins Marteinssonar.Ellefu ára aldursmunur Heinz er 46 ára gamall en María er ellefu árum yngri. Móðir Heinz giftist Kerry árið 1995 þegar Heinz var á þrítugsaldri. Hann og utanríkisráðherrann eru samkvæmt heimildum Vísis nánir enda féll faðir André Heinz, Henry John Heinz III, frá þegar drengurinn var nýskriðinn yfir tvítugt. Heinz nafnið hljómar líklega kunnuglega en fjölskyldan er einmitt tengd hinu vel þekkta tómatsósufyrirtæki Heinz. Henry John Heinz III var einnig virkur í bandarískri pólitík en hann var öldungardeildarþingmaður í bandaríska þinginu þegar hann lést. Hann lést í flugslysi þegar þyrla og lítil flugvél með Heinz innanborðs skullu saman fyrir ofan skóla í Pennsylvaníu. Í jarðaför föður síns sagði André Heinz: „Pabbi. Ég er svo þakklátur fyrir tímann sem við áttum og ég elska þig og sakna þín.“ Margra milljarða virði Fjölskyldan hefur úr talsverðum fjármunum að moða en eignir móður Heinz eru taldar nema að minnsta kosti 750 milljónum dollara sem eru rúmlega 100 milljarðar íslenskra króna. John Kerry var einn ríkasti þingmaður Bandaríkjanna en bara hans eigið fé var talið nema tæpum 200 milljónum dollara árið 2012 sem eru yfir 25 milljarðar íslenskra króna. Ekki náðist í Maríu við vinnslu fréttarinnar.Hér sjást þau John Kerry og Teresa Heinz Kerry ásamt dætrum Kerrys, Vanessu og Alexöndru.Vísir/EPA
Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira