Íslensk ungmenni kærulaus í bólinu Guðrún Ansnes skrifar 27. júní 2015 09:00 Vísir/Getty „Á undanförnum árum hefur komið í ljós að það eru um 6 manns að smitast af klamydíu á dag og ¾ þeirra eru á aldrinum 15 til 24 ára. Þetta segir okkur að allt of margir eru að sleppa því að nota smokkinn,“ segir Sigurlaug Hauksdóttir, yfirfélagsráðgjafi hjá Embætti landlæknis, og vísar í tölfræði unna á sóttvarnasviði embættisins. Þegar skoðuð er rannsókn á smokkanotkun 10. bekkinga á Íslandi 2014 og 8 ár aftur í tímann sést að dregið hefur úr notkun smokksins.Sigurlaug Hauksdóttir, félagsráðgjafi hjá LandlæknisembættinuVísir/GVA„Vafalaust eru margvíslegar ástæður fyrir því að ungt fólk notar smokkinn of lítið. Stundum skortir þau meiri fræðslu eða þau telja sig ósigrandi, ekkert geti komið fyrir þau. Hiti augnabliksins og áhrif áfengis og lyfja geta líka blindað þeim sýn. Sumir telja sig geta greint hverjir geti verið með kynsjúkdóm og hverjir ekki, en kynsjúkdómar eru oftast einkennalausir og fara ekki í manngreinarálit.“ Sigurlaug heldur áfram: „Ungt fólk getur líka kvartað yfir því að smokkar séu dýrir og þeir skemmi ánægjuna af kynlífinu, en þá er mikilvægt að spyrja sig hvað sé mikilvægast, til dæmis ein bíóferð eða nokkrir smokkar,“ segir hún og bætir því við að einhverjum finnist líka allt í lagi að smitast af kynsjúkdómum, því hæglega megi nálgast viðeigandi lyf ef komi eitthvað upp á. „Ég held að slíkir einstaklingar geri sér ekki alveg grein fyrir hvað það getur verið íþyngjandi að fá kynsjúkdóm sem krefst daglegrar lyfjatöku og eftirfylgni á spítala alla þeirra ævi. Auk þess er það gjarnan æði kostnaðarsamt fyrir samfélagið. En sem betur fer er flest ungt fólk ábyrgt og hlúir vel að eigin öryggi í kynlífi, ekki má heldur gleyma því sem jákvætt er,“ segir Sigurlaug að lokum.Sigga Dögg, kynfræðingur.Sigga Dögg kynfræðingur segist heyra mikið af samdrætti í smokkanotkun frá gestum á fyrirlestrum sínum. Ástæðuna fyrir því að þessi aldurshópur forðist smokka frekar en aðrir telur hún fjölþætta. „Smokkurinn er dýr og fólki þykir vandræðalegt að kaupa hann. Auk þess sem ég hef heyrt í mínu starfi að mikið sé um að fólki þyki einfaldlega erfitt að biðja bólfélagann um að nota smokk,“ útskýrir Sigga Dögg og bætir við að á Íslandi ríki mikil pillumenning, þar sem fókusnum sé beint að því að koma í veg fyrir þungun fremur en kynsjúkdóma. „Tíu smokka pakki kostar um það bil 789 krónur, svo ég held að seint verði sagt að það sé dýrt. Við sjáum aukningu í sölu smokka frá því að verðið var lækkað um tuttugu prósent árið 2012. Hins vegar er erfitt að heimfæra þá aukningu á þennan markhóp, þar sem við finnum fyrir að eldra fólk sækir meira í smokkana en nokkurn tíma áður,“ segir Ásgeir Steinsson, framkvæmdastjóri heildsölunnar Halldórs Jónssonar, sem flytur inn Durex-smokka. Tengdar fréttir Smokkar í stærðum? Ef smokkur getur teygst sem nemur hálfum handlegg, af hverju er hann þá fáanlegur í stærðum? 31. mars 2015 16:00 Hvenær er rétti tíminn fyrir kynlíf? Hér er tveimur algengum spurningum unglinga um kynlíf svarað 20. febrúar 2015 11:00 36 smokkar kosta á við dýran snjallsíma Efnahagskrísan í Venesúela hefur áhrif á kynlíf fólks. 4. febrúar 2015 16:50 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Sjá meira
„Á undanförnum árum hefur komið í ljós að það eru um 6 manns að smitast af klamydíu á dag og ¾ þeirra eru á aldrinum 15 til 24 ára. Þetta segir okkur að allt of margir eru að sleppa því að nota smokkinn,“ segir Sigurlaug Hauksdóttir, yfirfélagsráðgjafi hjá Embætti landlæknis, og vísar í tölfræði unna á sóttvarnasviði embættisins. Þegar skoðuð er rannsókn á smokkanotkun 10. bekkinga á Íslandi 2014 og 8 ár aftur í tímann sést að dregið hefur úr notkun smokksins.Sigurlaug Hauksdóttir, félagsráðgjafi hjá LandlæknisembættinuVísir/GVA„Vafalaust eru margvíslegar ástæður fyrir því að ungt fólk notar smokkinn of lítið. Stundum skortir þau meiri fræðslu eða þau telja sig ósigrandi, ekkert geti komið fyrir þau. Hiti augnabliksins og áhrif áfengis og lyfja geta líka blindað þeim sýn. Sumir telja sig geta greint hverjir geti verið með kynsjúkdóm og hverjir ekki, en kynsjúkdómar eru oftast einkennalausir og fara ekki í manngreinarálit.“ Sigurlaug heldur áfram: „Ungt fólk getur líka kvartað yfir því að smokkar séu dýrir og þeir skemmi ánægjuna af kynlífinu, en þá er mikilvægt að spyrja sig hvað sé mikilvægast, til dæmis ein bíóferð eða nokkrir smokkar,“ segir hún og bætir því við að einhverjum finnist líka allt í lagi að smitast af kynsjúkdómum, því hæglega megi nálgast viðeigandi lyf ef komi eitthvað upp á. „Ég held að slíkir einstaklingar geri sér ekki alveg grein fyrir hvað það getur verið íþyngjandi að fá kynsjúkdóm sem krefst daglegrar lyfjatöku og eftirfylgni á spítala alla þeirra ævi. Auk þess er það gjarnan æði kostnaðarsamt fyrir samfélagið. En sem betur fer er flest ungt fólk ábyrgt og hlúir vel að eigin öryggi í kynlífi, ekki má heldur gleyma því sem jákvætt er,“ segir Sigurlaug að lokum.Sigga Dögg, kynfræðingur.Sigga Dögg kynfræðingur segist heyra mikið af samdrætti í smokkanotkun frá gestum á fyrirlestrum sínum. Ástæðuna fyrir því að þessi aldurshópur forðist smokka frekar en aðrir telur hún fjölþætta. „Smokkurinn er dýr og fólki þykir vandræðalegt að kaupa hann. Auk þess sem ég hef heyrt í mínu starfi að mikið sé um að fólki þyki einfaldlega erfitt að biðja bólfélagann um að nota smokk,“ útskýrir Sigga Dögg og bætir við að á Íslandi ríki mikil pillumenning, þar sem fókusnum sé beint að því að koma í veg fyrir þungun fremur en kynsjúkdóma. „Tíu smokka pakki kostar um það bil 789 krónur, svo ég held að seint verði sagt að það sé dýrt. Við sjáum aukningu í sölu smokka frá því að verðið var lækkað um tuttugu prósent árið 2012. Hins vegar er erfitt að heimfæra þá aukningu á þennan markhóp, þar sem við finnum fyrir að eldra fólk sækir meira í smokkana en nokkurn tíma áður,“ segir Ásgeir Steinsson, framkvæmdastjóri heildsölunnar Halldórs Jónssonar, sem flytur inn Durex-smokka.
Tengdar fréttir Smokkar í stærðum? Ef smokkur getur teygst sem nemur hálfum handlegg, af hverju er hann þá fáanlegur í stærðum? 31. mars 2015 16:00 Hvenær er rétti tíminn fyrir kynlíf? Hér er tveimur algengum spurningum unglinga um kynlíf svarað 20. febrúar 2015 11:00 36 smokkar kosta á við dýran snjallsíma Efnahagskrísan í Venesúela hefur áhrif á kynlíf fólks. 4. febrúar 2015 16:50 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Sjá meira
Smokkar í stærðum? Ef smokkur getur teygst sem nemur hálfum handlegg, af hverju er hann þá fáanlegur í stærðum? 31. mars 2015 16:00
Hvenær er rétti tíminn fyrir kynlíf? Hér er tveimur algengum spurningum unglinga um kynlíf svarað 20. febrúar 2015 11:00
36 smokkar kosta á við dýran snjallsíma Efnahagskrísan í Venesúela hefur áhrif á kynlíf fólks. 4. febrúar 2015 16:50