Enski boltinn

Enska knattspyrnusambandið hafnar áfrýjun Chelsea

Brotið þegar Courtois fékk rautt.
Brotið þegar Courtois fékk rautt. Vísir/Getty
Enska knattspyrnusambandið hafnaði í dag áfrýjun Chelsea en Chelsea áfrýjaði rauða spjaldinu sem Thibaut Courtois fékk í leik liðsins gegn Swansea um helgina. Verður hann því í banni gegn Manchester City um næstu helgi.

Courtois fékk rautt spjald í upphafi seinni hálfleiks þegar hann klippti niður Bafétimbi Gomis er hann komst framhjá belgíska markverðinum. Dómari leiksins var ekki í vafa og dæmdi vítaspyrnu og gaf Courtois rautt spjald í þokkabót.

Asmir Begovic lék sinn fyrsta leik fyrir Chelsea í leiknum er hann kom inn á og átti fínan vörslur þrátt fyrir að takast ekki að verja vítið. Er nú ljóst að hann mun byrja sinn fyrsta leik fyrir félagið gegn Manchester City í stórleik annarrar umferðar í ensku úrvalsdeildinni.


Tengdar fréttir

Munum ekki sakna Cech

Jose Mourinho, segir að Chelsea muni ekki koma til með að sakna Petr Cech í vetur en Asmir Begovic verður á milli stanganna næstu helgi þegar ensku meistararnir mæta Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×