Enski boltinn

Chelsea hóf titilvörnina á jafntefli | Sjáðu mörkin

Gylfi í leiknum í dag.
Gylfi í leiknum í dag. vísir/getty
Chelsea hóf titilvörnina á jafntefli á heimavelli, 2-2, gegn Swansea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leikurinn var mikið fyrir augað.

Oscar kom Chelsea yfir á 23. mínútu með marki beint úr aukaspyrnu, en sex mínútum síðar jafnaði nýjasti leikmaður Swansea, Andre Ayew metin.

Það tók hins vegar Chelsea um mínútu að komast aftur yfir. Willian skaut þá boltanum í Federico Fernandez, varnarmann Swansea, og þaðan endaði boltinn í netinu, yfir Fabianski í marki Swansea.

Staðan 2-1 í hálfleik fyrir Chelsea, en þegar síðari hálfleikur var sjö mínútna gamall dró til tíðinda. Bafetimbi Gomis slapp þá einn í gegn, Thibaut Courtois braut á honum, og dæmt var víti og rautt spjald á Courtois.

Gomis steig sjálfur á punktinn og skoraði af miklu öryggi, en Asmir Begovic var kominn í markið. Hvorurgu liðinu tókst að bæta við marki og lokatölur 2-2 í fjörugum leik á Brúnni.

Gylfi Sigurðsson spilaði allan leikinn á miðjunni hjá Swansea, en hann og Jonjo Shelvey náðu mjög vel saman á miðju Swansea. Gylfi komst einu sinni nærri því að skora.

1-0 Oscar: 1-1: 2-1:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×