Innlent

Sluppu með skrekkinn: Benz-inn hafnaði á Miklubraut eftir hraðakstur í Skógarhlíð

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Bíllinn hafnaði á hlið á Miklubraut eftir að hafa þeyst yfir grasið við Skógarhlíð. Hjalti Hannesson tók allar myndir fréttarinnar.
Bíllinn hafnaði á hlið á Miklubraut eftir að hafa þeyst yfir grasið við Skógarhlíð. Hjalti Hannesson tók allar myndir fréttarinnar. Vísir/Hjalti Hannesson
Tveir drengir voru í bílnum sem valt við Miklubraut á ellefta tímanum í gærkvöldi. Að sögn lögreglu voru drengirnir að prófa kraft bílsins. Drengurinn sem ók bílnum er tvítugur. Samkvæmt heimildum Vísis á bróðir hans bílinn.

Sjá einnig: Tveir í bíl sem valt á Miklubraut

Vitni bera fyrir um að bílnum hafi verið ekið fram og tilbaka um Skógarhlíð á ofsahraða. Í einni ferðinni virðist eitthvað mislukkast, drengurinn nær ekki að hemla og bíllinn endasendist yfir grasbalann við enda götunnar og út á Miklubrautina. Bíllinn fór samkvæmt sjónarvottum milli bílastæðamerkjanna á myndinni hér að neðan. Hluta úr bílnum mátti sjá í brekkunni við slysstað.

Drengirnir voru fluttir á slysadeild en voru ekki alvarlega slasaðir. Þeir fóru sjálfir út úr bifreiðinni eftir að hún hafði stöðvast á Miklubraut. Þeir verða færðir fyrir lögreglu til skýrslutöku síðar í dag.



Að sögn sjónarvotta fór bíllinn á milli þessara tveggja skilta. Enginn bíll virðist hafa verið staðsettur á bílastæðunum þegar slysið varð.Vísir/Hjalti
Slökkvilið kom á staðinn.Vísir/Hjalti
Drengirnir gátu farið sjálfir út úr bílnum.Vísir/Hjalti
Hér má sjá grashlíðina sem bíllinn rann niður.Vísir/Hjalti



Fleiri fréttir

Sjá meira


×