Innlent

Göngumaðurinn í Esjunni fundinn

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Vísir/GVA
Göngumaðurinn sem var í sjálfheldu í Esjunni er fundinn. Björgunarsveitarmenn komu að honum rúmlega 21.20. Líðan mannsins er þokkalega, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu. Maðurinn getur gengið og mun ganga með björgunarsveitarmönnum niður að snjóbíl sem flytur hann niður á veg. Erfiðlega gekk að halda sambandi við manninn í gegnum síma á meðan björgunaraðgerðum stóð.

Aðstæður á svæðinu er mjög erfiðar og hafa fallið snjóflóð í Esjunni í dag. Maðurinn var orðinn kaldur þegar leit að honum hófst en erfiðlega gekk að staðsetja hann. Notuð voru svokölluð RescueMe smáskilaboð sem send voru í farsíma mannsins en sé þeim svarað fæst nokkuð nákvæm staðsetning viðkomandi.

Rúmlega hundrað björgunarsveitarmenn hafa tekið þátt í aðgerðum í Esjunni í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×