Innlent

Heimsminjaskrá flækir skipulagsvinnu

Vísir/Vilhelm
Hugmyndir um breytingar á suðurhálendinu hafa vakið athygli mennta- og menningarmálaráðuneytisins, eins og það er orðað í bréfi sem ráðuneytið sendi Rangárþingi ytra og eystra auk Skaftárhrepps þann 7. janúar síðastliðinn. Þar er mælst til þess að menn stígi varlega til jarðar í Landmannalaugum.

Í bréfi ráðuneytisins segir: „Sem ábyrgðaraðili heimsminjasamnings UNESCO vill mennta- og menningarmálaráðuneytið undirstrika mikilvægi þess að Torfajökulssvæðið haldist ósnortið og verði sem minnst raskað svo umsóknarferli fyrir svæðið verði ekki sett í uppnám. Þess þyrfti því að gæta með hinu nýja skipulagi að ekki sé brotið land undir mannvirki og þjónustukjarna heldur unnið áfram með þau svæði sem þegar hefur verið raskað, s.s. Landmannalaugar.“

Þessu er fylgt eftir með hvatningu til sveitarfélaganna að taka tillit til fyrirhugaðrar umsóknar um skráningu Torfajökulssvæðisins í vinnu við skipulag á svæðinu „og að ekki verði spillt möguleikum Íslands á því að fá slíka umsókn samþykkta“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×