Haustmarkmiðin sett á blað 10. ágúst 2015 14:00 Hvaða markmiðum viltu raunverulega ná, eru einhver markmið mikilvægari en önnur? Það eru margir sem halda því fram að eftir verslunarmannahelgina sé haustið komið. Ég er nú ekki alveg sammála því, vil halda í þetta stutta sumar sem við fáum eins lengi og ég mögulega get og þar sem ég lít út um gluggann á meðan ég skrifa þetta sé ég fátt annað en grænt gras og glampandi sól. Þó svo að ég vilji að sumarið verði eins langt og mögulegt er er ekki þar með sagt að ég geti ekki hlakkað til haustsins, að takast á við ný verkefni, koma mér í rútínu og setja mér ný markmið. Haustið er oft sá tími sem fólk fer að hugsa sér til hreyfings eftir endalausar grillveislur og ísferðir sumarsins. Ég hef oft ráðlagt fólki sem er að fara af stað í líkamsrækt að koma hreyfingunni í rútínu áður en haustið raunverulega skellur á og allir hafa nóg á sinni könnu. Settu þér markmið Ég mæli eindregið með því að fólk byrji á því að setja sér markmið. Það skiptir máli hvernig markmið maður setur sér til þess að eiga sem mesta möguleika á því að ná þeim. Því ákvað ég að skrifa niður nokkra góða punkta fyrir ykkur í sambandi við markmiðasetningu: lMarkmiðin þurfa að vera skýr. Mikilvægt er að ekki sé hægt að túlka markmiðin eða rökræða við sjálfan sig þegar litli púkinn fer af stað í höfðinu á manni. lMarkmiðin þurfa að vera mælanleg. Mikilvægt er að vita nákvæmlega hverju maður ætlar að ná og hvenær maður hefur náð því. lMarkmiðin þurfa að vera raunhæf. Eins hvetjandi og það er að setja sér markmið og ná þeim þá getur það alveg farið með mann þegar maður nær þeim ekki. Því er mikilvægt að skemma ekki fyrir sér áður en maður leggur af stað með markmiðum sem engin leið er að ná. lSettu þér bæði skammtíma- og langtímamarkmið. Skammtímamarkmiðin eiga að vinna að langtímamarkmiðinu. lSettu þér framvindumarkmið frekar en niðurstöðumarkmið. Það er afar auðvelt að setja sér markmiðið að geta hlaupið maraþon í lok mánaðarins en það er enn auðveldara að vera engu nær því að mánuði loknum því leiðin er afar óljós. Slíkt markmið kallast niðurstöðumarkmið. Mun betra er að setja sér framvindumarkmið eins og að hlaupa tvisvar sinnum í viku því þau markmið eru skýr, mælanleg og raunhæf. Ef maður nær framvindumarkmiðinu er maður svo líka kominn talsvert nær því að ná að hlaupa maraþon. lSkrifaðu markmiðin þín niður og hafðu þau sjáanleg. Þannig er auðveldara að minna sig á það á hverjum degi að vinna að þeim. lPassaðu þig svo líka á því að gefa þér góðan tíma í að hugsa hvaða markmiðum þú raunverulega vilt ná og hvort eitthvað sé mikilvægara en annað, því maður getur því miður ekki gert allt. Gangi þér vel og hafðu gaman af þessu! Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Fleiri fréttir Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Sjá meira
Það eru margir sem halda því fram að eftir verslunarmannahelgina sé haustið komið. Ég er nú ekki alveg sammála því, vil halda í þetta stutta sumar sem við fáum eins lengi og ég mögulega get og þar sem ég lít út um gluggann á meðan ég skrifa þetta sé ég fátt annað en grænt gras og glampandi sól. Þó svo að ég vilji að sumarið verði eins langt og mögulegt er er ekki þar með sagt að ég geti ekki hlakkað til haustsins, að takast á við ný verkefni, koma mér í rútínu og setja mér ný markmið. Haustið er oft sá tími sem fólk fer að hugsa sér til hreyfings eftir endalausar grillveislur og ísferðir sumarsins. Ég hef oft ráðlagt fólki sem er að fara af stað í líkamsrækt að koma hreyfingunni í rútínu áður en haustið raunverulega skellur á og allir hafa nóg á sinni könnu. Settu þér markmið Ég mæli eindregið með því að fólk byrji á því að setja sér markmið. Það skiptir máli hvernig markmið maður setur sér til þess að eiga sem mesta möguleika á því að ná þeim. Því ákvað ég að skrifa niður nokkra góða punkta fyrir ykkur í sambandi við markmiðasetningu: lMarkmiðin þurfa að vera skýr. Mikilvægt er að ekki sé hægt að túlka markmiðin eða rökræða við sjálfan sig þegar litli púkinn fer af stað í höfðinu á manni. lMarkmiðin þurfa að vera mælanleg. Mikilvægt er að vita nákvæmlega hverju maður ætlar að ná og hvenær maður hefur náð því. lMarkmiðin þurfa að vera raunhæf. Eins hvetjandi og það er að setja sér markmið og ná þeim þá getur það alveg farið með mann þegar maður nær þeim ekki. Því er mikilvægt að skemma ekki fyrir sér áður en maður leggur af stað með markmiðum sem engin leið er að ná. lSettu þér bæði skammtíma- og langtímamarkmið. Skammtímamarkmiðin eiga að vinna að langtímamarkmiðinu. lSettu þér framvindumarkmið frekar en niðurstöðumarkmið. Það er afar auðvelt að setja sér markmiðið að geta hlaupið maraþon í lok mánaðarins en það er enn auðveldara að vera engu nær því að mánuði loknum því leiðin er afar óljós. Slíkt markmið kallast niðurstöðumarkmið. Mun betra er að setja sér framvindumarkmið eins og að hlaupa tvisvar sinnum í viku því þau markmið eru skýr, mælanleg og raunhæf. Ef maður nær framvindumarkmiðinu er maður svo líka kominn talsvert nær því að ná að hlaupa maraþon. lSkrifaðu markmiðin þín niður og hafðu þau sjáanleg. Þannig er auðveldara að minna sig á það á hverjum degi að vinna að þeim. lPassaðu þig svo líka á því að gefa þér góðan tíma í að hugsa hvaða markmiðum þú raunverulega vilt ná og hvort eitthvað sé mikilvægara en annað, því maður getur því miður ekki gert allt. Gangi þér vel og hafðu gaman af þessu!
Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Fleiri fréttir Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Sjá meira