Maðurinn var vopnaður golfkylfu og hnífi Birgir Olgeirsson skrifar 10. ágúst 2015 10:14 Frá lögregluaðgerðum við Kirkjuvelli. Vísir Maðurinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í Vallahverfinu í Hafnarfirði í nótt var vopnaður golfkylfu og hnífi þegar sérsveitarmenn fóru inn í íbúð hans. Lögreglan hafði haft afskipti af manninum í gærkvöldi eftir að kvartað hafði verið undan hávaða á heimili hans. Maðurinn brást illa við afskiptum lögreglu og veittist að henni. Þegar reynt var að handtaka hann náði hann að komast undan lögreglu og læsa sig inni í íbúðinni. Þar tilkynnti hann lögreglu að hann væri vopnaður skotvopni en samkvæmt tilkynningum sem bárust var talið að skothvellir hefðu heyrst á svæðinu.Var ekki vopnaður skotvopnum „Hann var ekki vopnaður skotvopnum eins og talið var í upphafi,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, um aðgerðina. Hann segir manninn ekki hafa komið sjálfviljugan út heldur fór lögreglan inn í íbúð hans á Kirkjuvöllum þar sem hann var handtekinn. „Hann veitti enga mótspyrnu, hann fékk ekki tækifæri til þess. En hann hafði í hendinni golfkylfu og hníf þegar hann var handtekinn.“ Maðurinn hafði ítrekað komist í kast við lögin en síðast hlaut hann tíu mánaða dóm fyrir brot gegn valdstjórninni í mars og hefur hlotið dóma af svipuðum toga í Austurríki.Sjá einnig: Langur brotaferill mannsins: Fíkniefnalagabrot, hótanir og skothríð á ReykhólumEiga eftir að yfirheyra hann Hann er nú í haldi lögreglu en Margeir gat ekki svarað því að svo stöddu hvort lögreglan mun fara fram á gæsluvarðhald yfir honum. „Það er í skoðun, við eigum eftir að ræða við hann og við erum að meta þetta,“ segir Margeir og segir lögregluaðgerðina hafa gengið vel miðað hvernig málið leit út í fyrstu. Hann segir að um 30 manns hafi tekið þátt í þessari aðgerð en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Lögregla lokaði allri umferð inn í Vallarhverfið og voru íbúar hvattir til að halda sig innandyra á meðan aðgerðum stóð. Tilkynnt var um málið um klukkan tíu í gærkvöldi og var maðurinn handtekinn um þremur tímum síðar eða um klukkan eitt í nótt. Tengdar fréttir Sérsveitin kölluð til: Karlmaður á fimmtugsaldri handtekinn á Völlunum Aðgerðir lögreglu voru umfangsmiklar og höfðu staðið yfir frá því um hálf ellefu. Lögregla lokaði allri umferð inn í hverfið um það leyti og voru íbúar hvattir til að halda sig innandyra. 10. ágúst 2015 01:23 Götum lokað á Völlunum og vopnaðir lögreglumenn segja fólki að halda sig innandyra Aðgerðum lögreglu lauk um klukkan eitt í nótt með handtöku manns í íbúð við Kirkjuvelli. 9. ágúst 2015 23:08 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Maðurinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í Vallahverfinu í Hafnarfirði í nótt var vopnaður golfkylfu og hnífi þegar sérsveitarmenn fóru inn í íbúð hans. Lögreglan hafði haft afskipti af manninum í gærkvöldi eftir að kvartað hafði verið undan hávaða á heimili hans. Maðurinn brást illa við afskiptum lögreglu og veittist að henni. Þegar reynt var að handtaka hann náði hann að komast undan lögreglu og læsa sig inni í íbúðinni. Þar tilkynnti hann lögreglu að hann væri vopnaður skotvopni en samkvæmt tilkynningum sem bárust var talið að skothvellir hefðu heyrst á svæðinu.Var ekki vopnaður skotvopnum „Hann var ekki vopnaður skotvopnum eins og talið var í upphafi,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, um aðgerðina. Hann segir manninn ekki hafa komið sjálfviljugan út heldur fór lögreglan inn í íbúð hans á Kirkjuvöllum þar sem hann var handtekinn. „Hann veitti enga mótspyrnu, hann fékk ekki tækifæri til þess. En hann hafði í hendinni golfkylfu og hníf þegar hann var handtekinn.“ Maðurinn hafði ítrekað komist í kast við lögin en síðast hlaut hann tíu mánaða dóm fyrir brot gegn valdstjórninni í mars og hefur hlotið dóma af svipuðum toga í Austurríki.Sjá einnig: Langur brotaferill mannsins: Fíkniefnalagabrot, hótanir og skothríð á ReykhólumEiga eftir að yfirheyra hann Hann er nú í haldi lögreglu en Margeir gat ekki svarað því að svo stöddu hvort lögreglan mun fara fram á gæsluvarðhald yfir honum. „Það er í skoðun, við eigum eftir að ræða við hann og við erum að meta þetta,“ segir Margeir og segir lögregluaðgerðina hafa gengið vel miðað hvernig málið leit út í fyrstu. Hann segir að um 30 manns hafi tekið þátt í þessari aðgerð en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Lögregla lokaði allri umferð inn í Vallarhverfið og voru íbúar hvattir til að halda sig innandyra á meðan aðgerðum stóð. Tilkynnt var um málið um klukkan tíu í gærkvöldi og var maðurinn handtekinn um þremur tímum síðar eða um klukkan eitt í nótt.
Tengdar fréttir Sérsveitin kölluð til: Karlmaður á fimmtugsaldri handtekinn á Völlunum Aðgerðir lögreglu voru umfangsmiklar og höfðu staðið yfir frá því um hálf ellefu. Lögregla lokaði allri umferð inn í hverfið um það leyti og voru íbúar hvattir til að halda sig innandyra. 10. ágúst 2015 01:23 Götum lokað á Völlunum og vopnaðir lögreglumenn segja fólki að halda sig innandyra Aðgerðum lögreglu lauk um klukkan eitt í nótt með handtöku manns í íbúð við Kirkjuvelli. 9. ágúst 2015 23:08 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Sérsveitin kölluð til: Karlmaður á fimmtugsaldri handtekinn á Völlunum Aðgerðir lögreglu voru umfangsmiklar og höfðu staðið yfir frá því um hálf ellefu. Lögregla lokaði allri umferð inn í hverfið um það leyti og voru íbúar hvattir til að halda sig innandyra. 10. ágúst 2015 01:23
Götum lokað á Völlunum og vopnaðir lögreglumenn segja fólki að halda sig innandyra Aðgerðum lögreglu lauk um klukkan eitt í nótt með handtöku manns í íbúð við Kirkjuvelli. 9. ágúst 2015 23:08