Samningafundi BHM og ríkis frestað til þrjú í dag Óli Kristján Ármannsson skrifar 3. júní 2015 07:00 Hluti samninganefndar BHM á fundi í karphúsinu í síðasta mánuði. Fundi sem hófst eftir hádegi í gær var á sjöunda tímanum frestað þar til síðdegis í dag. Fréttablaðið/Valli Umræðu um punkta sem samninganefnd ríkisins lagði fyrir fulltrúa Bandalags háskólamanna (BHM) hjá ríkissáttasemjara í gær verður fram haldið síðdegis í dag. Fundi sem hófst klukkan tvö í gærdag var upp úr klukkan sex frestað til þrjú síðdegis í dag, að því er Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, segir.Páll Halldórssonfréttablaðið/stefán„En í þessari stöðu sem við erum í hefur í raun ekkert gerst,“ sagði Páll eftir fundinn í gær. Samninganefnd ríkisins hafi ekki lagt fram formlegt tilboð, heldur umræðupunkta, sem ræddir hafi verið í gær og svo áfram í dag. „En á meðan menn eru með fund sem ekki hefur verið slitið þá er ekki venjan að ræða innihald fundanna,“ segir hann. Um leið segir Páll rétt að fólk sé orðið langþreytt á verkfalli sem staðið hafi í átta vikur hjá hluta félagsmanna og óþreyjufullt eftir góðum fréttum af gangi viðræðna. Hann vill hins vegar ekki tjá sig um hvort stefna viðræðna nú gefi tilefni til aukinnar bjartsýni. „Ég held ég segi nú bara no comment,“ segir hann.Þórunn SveinbjarnardóttirÞórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, tekur í svipaðan streng og segir erfitt að spá um framhaldið. „Það voru ákveðnar hugmyndir lagðar á borðið sem við skiptumst á skoðunum um og erum að ræða. Á þessari stundu er eiginlega engu hægt að spá um það hvort tilefni sé til einhverrar bjartsýni. Við höldum bara áfram á morgun,“ sagði hún um kvöldmatarleytið í gær. Á síðasta fundi fyrir þennan, sem fram fór á föstudag, virtist deilan komin í algjöran hnút. Þá var upplýst á vef BHM að samninganefnd ríkisins hefði hafnað tilboði BHM og slitið viðræðum. „Ríkið bauð um fjögurra prósenta launahækkun á ári og lagði jafnframt til að samið yrði til ársins 2019. Það segir sig sjálft að tilboð ríkisins mætir ekki kröfum BHM,“ sagði þá á vef félagsins. „Skilaboð ríkisins til starfsmanna sinna eru skýr. Ríkið hefur hvorki áhuga á að meta menntun til launa né laga það launakerfi sem starfsmenn þess búa við og meta störf þeirra.“ Á mánudag funduðu svo forystumenn BHM með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. Eftir þann fund kvaðst Páll búast við nýju útspili frá samninganefnd ríkisins á fundinum sem festað var í gær til dagsins í dag. Verkfall 2016 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Umræðu um punkta sem samninganefnd ríkisins lagði fyrir fulltrúa Bandalags háskólamanna (BHM) hjá ríkissáttasemjara í gær verður fram haldið síðdegis í dag. Fundi sem hófst klukkan tvö í gærdag var upp úr klukkan sex frestað til þrjú síðdegis í dag, að því er Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, segir.Páll Halldórssonfréttablaðið/stefán„En í þessari stöðu sem við erum í hefur í raun ekkert gerst,“ sagði Páll eftir fundinn í gær. Samninganefnd ríkisins hafi ekki lagt fram formlegt tilboð, heldur umræðupunkta, sem ræddir hafi verið í gær og svo áfram í dag. „En á meðan menn eru með fund sem ekki hefur verið slitið þá er ekki venjan að ræða innihald fundanna,“ segir hann. Um leið segir Páll rétt að fólk sé orðið langþreytt á verkfalli sem staðið hafi í átta vikur hjá hluta félagsmanna og óþreyjufullt eftir góðum fréttum af gangi viðræðna. Hann vill hins vegar ekki tjá sig um hvort stefna viðræðna nú gefi tilefni til aukinnar bjartsýni. „Ég held ég segi nú bara no comment,“ segir hann.Þórunn SveinbjarnardóttirÞórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, tekur í svipaðan streng og segir erfitt að spá um framhaldið. „Það voru ákveðnar hugmyndir lagðar á borðið sem við skiptumst á skoðunum um og erum að ræða. Á þessari stundu er eiginlega engu hægt að spá um það hvort tilefni sé til einhverrar bjartsýni. Við höldum bara áfram á morgun,“ sagði hún um kvöldmatarleytið í gær. Á síðasta fundi fyrir þennan, sem fram fór á föstudag, virtist deilan komin í algjöran hnút. Þá var upplýst á vef BHM að samninganefnd ríkisins hefði hafnað tilboði BHM og slitið viðræðum. „Ríkið bauð um fjögurra prósenta launahækkun á ári og lagði jafnframt til að samið yrði til ársins 2019. Það segir sig sjálft að tilboð ríkisins mætir ekki kröfum BHM,“ sagði þá á vef félagsins. „Skilaboð ríkisins til starfsmanna sinna eru skýr. Ríkið hefur hvorki áhuga á að meta menntun til launa né laga það launakerfi sem starfsmenn þess búa við og meta störf þeirra.“ Á mánudag funduðu svo forystumenn BHM með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. Eftir þann fund kvaðst Páll búast við nýju útspili frá samninganefnd ríkisins á fundinum sem festað var í gær til dagsins í dag.
Verkfall 2016 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira