Guðmundur Þórarinsson og félagar í Nordsjælland unnu í dag 1-0 sigur á botnliði Hobro í dönsku úrvalsdeildinni en Nordsjælland er með 22 stig að 15. umferðum loknum.
Guðmundur var eini íslenski leikmaðurinn á skýrslu í dag en Adam Örn Arnarson og Rúnar Alex Rúnarsson voru ekki á leikskýrslu.
Hollenski framherjinn Joshua John skoraði eina mark leiksins um miðbik seinni hálfleik og tryggði Nordsjælland stigin þrjú en næsti leikur liðsins er gegn SönderjyskE á heimavelli um næstu helgi.
Lærisveinar Ólafs unnu botnliðið
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið





Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur
Íslenski boltinn




„Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“
Íslenski boltinn
