Hallar á kennslu í norrænum tungumálum í grunnskóla Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 5. nóvember 2015 14:00 Birta Rakel Óskarsdóttir og Embla Eir Haraldsdóttir í verkefnavinnu í Tungumálaveri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Upplýsingar frá skólastjórnendum í 92 grunnskólum í landinu sýna að verulega hallar á kennslu í norrænum tungumálum í skólum landsins. Þetta segir Brynhildur Anna Ragnarsdóttir, deildarstjóri Tungumálavers sem þjónar grunnskólanemendum sem læra sænsku, norsku og pólsku. Samkvæmt viðmiðunarstundaskrá sem birt er í aðalnámskrá eru 1.380 mínútur ætlaðar hverjum nemanda í kennslu í erlendu tungumáli á viku, ensku og dönsku. Niðurstöður könnunar á vegum Tungumálavers sýna að innan við 40 prósent þess tíma eru nýtt til kennslu í norrænu tungumáli. „Tuttugu og þrír skólar af 92 bjóða nemendum 110 til 150 mínútna minni kennslu í norrænum tungumálum á viku en viðmiðunarstundaskrá segir til um. Það er alltaf verið að tala um að börn læri svo mikla ensku af því að hún er svo mikil í umhverfinu. Í stað þess að jafna stöðuna virðast skólarnir hafa látið nemendur fá færri tíma í dönsku.“ Brynhildur segist ekki vera að atast út í ensku, eins og hún orðar það. „Það er hins vegar ástæða til að skoða þennan halla. Í námskrá er gert ráð fyrir að við lok grunnskóla hafi nemendur náð hæfni á þriðja stigi í bæðu ensku og dönsku eða öðru Norðurlandamáli. Sömu kröfur eru gerðar til allra nemenda en það er illmögulegt að verða við þeim ef börnin fá ekki jafn mikla kennslu. Það getur munað þremur til fjórum kennslustundum á viku.“Brynhildur Anna Ragnarsdóttir, deildarstjóri Tungumálavers sem þjónar grunnskólanemendum sem læra sænsku, norsku og pólsku.Tungumálaver hefur einnig, í samvinnu við Færeyinga og Grænlendinga, kannað viðhorf 10. bekkinga til náms í dönsku. „Af þeim sem svöruðu finnst 63 prósentum gott að hafa dönsku sem fag. Yfir 70 prósent telja mjög líklegt að þau þurfi að nota dönsku við störf og nám í framtíðinni,“ greinir Brynhildur frá. Þeir grunnskólanemendur sem hafa bakgrunn í norsku og sænsku eiga rétt á að fá kennslu í þessum tungumálum. „Níundu og tíundu bekkingar eru í fjarnámi og fara í tölvu þegar aðrir nemendur fara í dönskutíma. Í Reykjavík hittast nemendur í fimmta til áttunda bekk á níu stöðum einu sinni í viku. Þau eru á okkar vegum en það er reynt að láta þau koma saman í skóla sem er sem næst þeirra eigin skóla til að þeir verði fyrir sem minnstu raski.“ Nú fá um 400 nemendur einstaklingskennslu í tungumálaverinu, að sögn Brynhildar. „Breiddin er gríðarlega mikil og eru kennarar meðvitaðir um það.“ Til þess að geta fengið kennslu í norsku og sænsku í stað dönsku þurfa nemendur að uppfylla ákveðin skilyrði. „Þeir þurfa að geta talað viðkomandi tungumál og lesið bækur fyrir sinn aldurshóp. Þeir þurfa einnig að geta verið í samskiptum án teljandi erfiðleika.“ Hvað er Tungumálaverið?Tungumálaverið er þjónustustofnun þar sem veitt er ráðgjöf í norsku og sænsku til skóla og sveitarfélaga um allt land og er ætluð til stuðnings nemendum sem ekki hafa aldur til að stunda netnám. Staðbundin kennsla í norsku, pólsku og sænsku fyrir nemendur í 7. og 8. bekk í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum. Boðið er upp á netnám í norsku, pólsku og sænsku fyrir nemendur í 9. og 10. bekk innan bæjar og utan. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira
Upplýsingar frá skólastjórnendum í 92 grunnskólum í landinu sýna að verulega hallar á kennslu í norrænum tungumálum í skólum landsins. Þetta segir Brynhildur Anna Ragnarsdóttir, deildarstjóri Tungumálavers sem þjónar grunnskólanemendum sem læra sænsku, norsku og pólsku. Samkvæmt viðmiðunarstundaskrá sem birt er í aðalnámskrá eru 1.380 mínútur ætlaðar hverjum nemanda í kennslu í erlendu tungumáli á viku, ensku og dönsku. Niðurstöður könnunar á vegum Tungumálavers sýna að innan við 40 prósent þess tíma eru nýtt til kennslu í norrænu tungumáli. „Tuttugu og þrír skólar af 92 bjóða nemendum 110 til 150 mínútna minni kennslu í norrænum tungumálum á viku en viðmiðunarstundaskrá segir til um. Það er alltaf verið að tala um að börn læri svo mikla ensku af því að hún er svo mikil í umhverfinu. Í stað þess að jafna stöðuna virðast skólarnir hafa látið nemendur fá færri tíma í dönsku.“ Brynhildur segist ekki vera að atast út í ensku, eins og hún orðar það. „Það er hins vegar ástæða til að skoða þennan halla. Í námskrá er gert ráð fyrir að við lok grunnskóla hafi nemendur náð hæfni á þriðja stigi í bæðu ensku og dönsku eða öðru Norðurlandamáli. Sömu kröfur eru gerðar til allra nemenda en það er illmögulegt að verða við þeim ef börnin fá ekki jafn mikla kennslu. Það getur munað þremur til fjórum kennslustundum á viku.“Brynhildur Anna Ragnarsdóttir, deildarstjóri Tungumálavers sem þjónar grunnskólanemendum sem læra sænsku, norsku og pólsku.Tungumálaver hefur einnig, í samvinnu við Færeyinga og Grænlendinga, kannað viðhorf 10. bekkinga til náms í dönsku. „Af þeim sem svöruðu finnst 63 prósentum gott að hafa dönsku sem fag. Yfir 70 prósent telja mjög líklegt að þau þurfi að nota dönsku við störf og nám í framtíðinni,“ greinir Brynhildur frá. Þeir grunnskólanemendur sem hafa bakgrunn í norsku og sænsku eiga rétt á að fá kennslu í þessum tungumálum. „Níundu og tíundu bekkingar eru í fjarnámi og fara í tölvu þegar aðrir nemendur fara í dönskutíma. Í Reykjavík hittast nemendur í fimmta til áttunda bekk á níu stöðum einu sinni í viku. Þau eru á okkar vegum en það er reynt að láta þau koma saman í skóla sem er sem næst þeirra eigin skóla til að þeir verði fyrir sem minnstu raski.“ Nú fá um 400 nemendur einstaklingskennslu í tungumálaverinu, að sögn Brynhildar. „Breiddin er gríðarlega mikil og eru kennarar meðvitaðir um það.“ Til þess að geta fengið kennslu í norsku og sænsku í stað dönsku þurfa nemendur að uppfylla ákveðin skilyrði. „Þeir þurfa að geta talað viðkomandi tungumál og lesið bækur fyrir sinn aldurshóp. Þeir þurfa einnig að geta verið í samskiptum án teljandi erfiðleika.“ Hvað er Tungumálaverið?Tungumálaverið er þjónustustofnun þar sem veitt er ráðgjöf í norsku og sænsku til skóla og sveitarfélaga um allt land og er ætluð til stuðnings nemendum sem ekki hafa aldur til að stunda netnám. Staðbundin kennsla í norsku, pólsku og sænsku fyrir nemendur í 7. og 8. bekk í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum. Boðið er upp á netnám í norsku, pólsku og sænsku fyrir nemendur í 9. og 10. bekk innan bæjar og utan.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira