Upplýsir um dularfulla símtalið – Kaupþingslánið á ábyrgð stjórnvalda Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 21. febrúar 2015 13:16 Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings. Bankastjórarnir litu svo á að vilji ríkisstjórnarinnar, en ekki bankans, yrði að ráða niðurstöðunni. Þetta upplýsir Davíð Oddsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. Hann segir símtalið milli hans og Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, hafa snúist um þetta. Davíð segir að þar sem beðið var um aðstoð í erlendum gjaldeyri, hafi Seðlabankinn ekki viljað taka lokaákvörðun í málinu. Stór hluti gjaldeyrisforðans hafi verið þannig tilkominn að íslenska ríkið hafi selt skuldabréf fyrir einn milljarð evra. Seðlabankinn hafi varðveitt andvirðið og það hafi tekist svo vel að lánið hafi verið sjálfbært og ríkissjóður hafi ekki haft af því neinn kostnað. En þar sem forðinn var þannig til kominn hafi bankastjórar Seðlabankans litið svo á að vilji ríkisstjórnarinnar, en ekki bankans, yrði að ráða niðurstöðunni. Þeir sem báðu um aðstoðina hafi haldið því fram að ríkisstjórnin hafi viljað að þessi fyrirgreiðsla yrði veitt. Þess vegna hafi símtalið við forsætisráðherrann farið fram. Tilviljun hafi ráðið því að það símtal var hljóðritað. „Þess vegna átti fyrirgreiðslan sér að lokum stað gegn allsherjarveði í banka sem talið var standa mjög ríflega undir því,“ skrifar Davíð.Sjá einnig: Fullyrðing Bjarna um trygg veð í besta falli umdeilanleg Og hann vísar tapinu á sölu FIH bankans annað og segir aðra aðila og aðra ríkisstjórn hafa séð um meðferð þess veðs og hvort ætti að selja bankann og þá hvenær. „Þeir sem flæmdir voru frá Seðlabankanum með pólitísku offorsi af því tagi sem hafði verið óþekkt í áratugi á Íslandi, fengu engu um það ráðið. Ábyrgðin á því er annarra,“ segir Davíð. Hann segir að allan þann tíma sem hin „bjánalega“ umræða hafi farið fram um hið „dularfulla“ samtal forsætisráðherrans og seðlabankastjórans hafi sá síðarnefndi aldrei verið spurður um það, hvort hann hefði eitthvað á móti því að samtalið væri birt opinberlega. Það sé í rauninni enn þá dularfyllra en símtalið sjálft. Tengdar fréttir Al-Thani málið í Hæstarétti: Telur að jákvæð fjölmiðlaumfjöllun hafi haft áhrif á neyðarlán Seðlabankans Saksóknari segir Kaupþingsmenn hafa gefið rangar upplýsingar um stöðu bankans. Hann vill að refsing þeirra verði þyngd. 26. janúar 2015 13:21 Fullyrðing Bjarna um trygg veð í besta falli umdeilanleg Fjármála- og efnahagsráðherra svarði þingmanni með umdeilanlegum fullyrðingum í tengslum við lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings rétt fyrir hrun. 16. febrúar 2015 23:21 Veð Seðlabanka var aldrei gott Ekki er með nokkru móti hægt að halda því fram að Seðlabanki Íslands hafi fengið gott veð, góða tryggingu, þegar hann lánaði Kaupþingi meginhluta tiltæks gjaldeyrisvaraforða íslensku þjóðarinnar 6. október 2008. Þegar upp er staðið varð tap Seðlabankans stórkostlegt af lánveitingunni, eða 35 milljarðar króna. 18. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings. Bankastjórarnir litu svo á að vilji ríkisstjórnarinnar, en ekki bankans, yrði að ráða niðurstöðunni. Þetta upplýsir Davíð Oddsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. Hann segir símtalið milli hans og Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, hafa snúist um þetta. Davíð segir að þar sem beðið var um aðstoð í erlendum gjaldeyri, hafi Seðlabankinn ekki viljað taka lokaákvörðun í málinu. Stór hluti gjaldeyrisforðans hafi verið þannig tilkominn að íslenska ríkið hafi selt skuldabréf fyrir einn milljarð evra. Seðlabankinn hafi varðveitt andvirðið og það hafi tekist svo vel að lánið hafi verið sjálfbært og ríkissjóður hafi ekki haft af því neinn kostnað. En þar sem forðinn var þannig til kominn hafi bankastjórar Seðlabankans litið svo á að vilji ríkisstjórnarinnar, en ekki bankans, yrði að ráða niðurstöðunni. Þeir sem báðu um aðstoðina hafi haldið því fram að ríkisstjórnin hafi viljað að þessi fyrirgreiðsla yrði veitt. Þess vegna hafi símtalið við forsætisráðherrann farið fram. Tilviljun hafi ráðið því að það símtal var hljóðritað. „Þess vegna átti fyrirgreiðslan sér að lokum stað gegn allsherjarveði í banka sem talið var standa mjög ríflega undir því,“ skrifar Davíð.Sjá einnig: Fullyrðing Bjarna um trygg veð í besta falli umdeilanleg Og hann vísar tapinu á sölu FIH bankans annað og segir aðra aðila og aðra ríkisstjórn hafa séð um meðferð þess veðs og hvort ætti að selja bankann og þá hvenær. „Þeir sem flæmdir voru frá Seðlabankanum með pólitísku offorsi af því tagi sem hafði verið óþekkt í áratugi á Íslandi, fengu engu um það ráðið. Ábyrgðin á því er annarra,“ segir Davíð. Hann segir að allan þann tíma sem hin „bjánalega“ umræða hafi farið fram um hið „dularfulla“ samtal forsætisráðherrans og seðlabankastjórans hafi sá síðarnefndi aldrei verið spurður um það, hvort hann hefði eitthvað á móti því að samtalið væri birt opinberlega. Það sé í rauninni enn þá dularfyllra en símtalið sjálft.
Tengdar fréttir Al-Thani málið í Hæstarétti: Telur að jákvæð fjölmiðlaumfjöllun hafi haft áhrif á neyðarlán Seðlabankans Saksóknari segir Kaupþingsmenn hafa gefið rangar upplýsingar um stöðu bankans. Hann vill að refsing þeirra verði þyngd. 26. janúar 2015 13:21 Fullyrðing Bjarna um trygg veð í besta falli umdeilanleg Fjármála- og efnahagsráðherra svarði þingmanni með umdeilanlegum fullyrðingum í tengslum við lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings rétt fyrir hrun. 16. febrúar 2015 23:21 Veð Seðlabanka var aldrei gott Ekki er með nokkru móti hægt að halda því fram að Seðlabanki Íslands hafi fengið gott veð, góða tryggingu, þegar hann lánaði Kaupþingi meginhluta tiltæks gjaldeyrisvaraforða íslensku þjóðarinnar 6. október 2008. Þegar upp er staðið varð tap Seðlabankans stórkostlegt af lánveitingunni, eða 35 milljarðar króna. 18. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Al-Thani málið í Hæstarétti: Telur að jákvæð fjölmiðlaumfjöllun hafi haft áhrif á neyðarlán Seðlabankans Saksóknari segir Kaupþingsmenn hafa gefið rangar upplýsingar um stöðu bankans. Hann vill að refsing þeirra verði þyngd. 26. janúar 2015 13:21
Fullyrðing Bjarna um trygg veð í besta falli umdeilanleg Fjármála- og efnahagsráðherra svarði þingmanni með umdeilanlegum fullyrðingum í tengslum við lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings rétt fyrir hrun. 16. febrúar 2015 23:21
Veð Seðlabanka var aldrei gott Ekki er með nokkru móti hægt að halda því fram að Seðlabanki Íslands hafi fengið gott veð, góða tryggingu, þegar hann lánaði Kaupþingi meginhluta tiltæks gjaldeyrisvaraforða íslensku þjóðarinnar 6. október 2008. Þegar upp er staðið varð tap Seðlabankans stórkostlegt af lánveitingunni, eða 35 milljarðar króna. 18. febrúar 2015 07:00