Mæðgur sýna báðar á HönnunarMars Adda Soffia skrifar 14. mars 2015 09:00 Mæðgurnar Anita og Anna Visir/Valli Mæðgurnar Anita Hirlegar fatahönnuður og Anna Gunnarsdóttir textílhönnuður opnuðu báðar sýningar á HönnunarMars. „Þetta er ótrúlega gaman. Sérstaklega gaman að undirbúningnum saman og spennan í kringum þetta,“ segir Anita. Hún mun sýna í Kraumi, Aðalstræti 10, útskriftarlínu sína frá Central Saint Martins í London. Þaðan útskrifaðist hún með meistaragráðu í fatahönnun síðastliðið vor. „Mamma er meira í vöruhönnuninni og ég í tískunni,“ segir hún. Þær segja það hafa verið gott að undirbúa sýningarnar saman og fá ráð og álit hvor hjá annarri. „Það er auðvitað miklu betra að hafa fjögur augu. Við þorum líka að vera hreinskilnari hvor við aðra og gátum sagt ef eitthvað var alveg glatað hjá hinni,“ segir Anita og hlær. „Mér finnst þetta bara alveg æðislegt. Og hefði verið enn þá betra ef við hefðum getað verið að sýna í sama húsi,“ segir Anna. Hún er með vinnustofuna Hvítspóa á Akureyri þar sem hún vinnur með textíl. „Ég er að sýna ljós á sýningunni sem ég vinn úr ull og silki. Það þæfi ég í kúlur sem ég set á ljósin og það gefur þeim skemmtilega áferð,“ segir Anna. Hún segir Anitu sennilega hafa þessa skapandi hæfileika frá sér. „Hún er eina barnið mitt sem er í list. Ætli þetta komi ekki frá ömmu minni sem var handavinnukennari og svo mömmu, sem starfaði sem kjólaklæðskeri.“ Þær mæðgur segjast veita hvorri annarri innblástur og það sé gott að fá stuðning og hjálp frá hinni. Þær hafa ekki unnið saman en útiloka það ekki. „Það er nú bara aldrei að vita í framtíðinni, það væri gaman,“ segja þær. Sýningarnar verða opnar yfir helgina og fram yfir sunnudag. HönnunarMars Tengdar fréttir Var valin til að hanna fyrir tískurisann Bvlgari Íslenski fatahönnuðurinn Anita Hirlekar var valin af útsendara frá tískurisanum Bvlgari. 17. janúar 2015 09:00 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Mæðgurnar Anita Hirlegar fatahönnuður og Anna Gunnarsdóttir textílhönnuður opnuðu báðar sýningar á HönnunarMars. „Þetta er ótrúlega gaman. Sérstaklega gaman að undirbúningnum saman og spennan í kringum þetta,“ segir Anita. Hún mun sýna í Kraumi, Aðalstræti 10, útskriftarlínu sína frá Central Saint Martins í London. Þaðan útskrifaðist hún með meistaragráðu í fatahönnun síðastliðið vor. „Mamma er meira í vöruhönnuninni og ég í tískunni,“ segir hún. Þær segja það hafa verið gott að undirbúa sýningarnar saman og fá ráð og álit hvor hjá annarri. „Það er auðvitað miklu betra að hafa fjögur augu. Við þorum líka að vera hreinskilnari hvor við aðra og gátum sagt ef eitthvað var alveg glatað hjá hinni,“ segir Anita og hlær. „Mér finnst þetta bara alveg æðislegt. Og hefði verið enn þá betra ef við hefðum getað verið að sýna í sama húsi,“ segir Anna. Hún er með vinnustofuna Hvítspóa á Akureyri þar sem hún vinnur með textíl. „Ég er að sýna ljós á sýningunni sem ég vinn úr ull og silki. Það þæfi ég í kúlur sem ég set á ljósin og það gefur þeim skemmtilega áferð,“ segir Anna. Hún segir Anitu sennilega hafa þessa skapandi hæfileika frá sér. „Hún er eina barnið mitt sem er í list. Ætli þetta komi ekki frá ömmu minni sem var handavinnukennari og svo mömmu, sem starfaði sem kjólaklæðskeri.“ Þær mæðgur segjast veita hvorri annarri innblástur og það sé gott að fá stuðning og hjálp frá hinni. Þær hafa ekki unnið saman en útiloka það ekki. „Það er nú bara aldrei að vita í framtíðinni, það væri gaman,“ segja þær. Sýningarnar verða opnar yfir helgina og fram yfir sunnudag.
HönnunarMars Tengdar fréttir Var valin til að hanna fyrir tískurisann Bvlgari Íslenski fatahönnuðurinn Anita Hirlekar var valin af útsendara frá tískurisanum Bvlgari. 17. janúar 2015 09:00 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Var valin til að hanna fyrir tískurisann Bvlgari Íslenski fatahönnuðurinn Anita Hirlekar var valin af útsendara frá tískurisanum Bvlgari. 17. janúar 2015 09:00
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning