Mæðgur sýna báðar á HönnunarMars Adda Soffia skrifar 14. mars 2015 09:00 Mæðgurnar Anita og Anna Visir/Valli Mæðgurnar Anita Hirlegar fatahönnuður og Anna Gunnarsdóttir textílhönnuður opnuðu báðar sýningar á HönnunarMars. „Þetta er ótrúlega gaman. Sérstaklega gaman að undirbúningnum saman og spennan í kringum þetta,“ segir Anita. Hún mun sýna í Kraumi, Aðalstræti 10, útskriftarlínu sína frá Central Saint Martins í London. Þaðan útskrifaðist hún með meistaragráðu í fatahönnun síðastliðið vor. „Mamma er meira í vöruhönnuninni og ég í tískunni,“ segir hún. Þær segja það hafa verið gott að undirbúa sýningarnar saman og fá ráð og álit hvor hjá annarri. „Það er auðvitað miklu betra að hafa fjögur augu. Við þorum líka að vera hreinskilnari hvor við aðra og gátum sagt ef eitthvað var alveg glatað hjá hinni,“ segir Anita og hlær. „Mér finnst þetta bara alveg æðislegt. Og hefði verið enn þá betra ef við hefðum getað verið að sýna í sama húsi,“ segir Anna. Hún er með vinnustofuna Hvítspóa á Akureyri þar sem hún vinnur með textíl. „Ég er að sýna ljós á sýningunni sem ég vinn úr ull og silki. Það þæfi ég í kúlur sem ég set á ljósin og það gefur þeim skemmtilega áferð,“ segir Anna. Hún segir Anitu sennilega hafa þessa skapandi hæfileika frá sér. „Hún er eina barnið mitt sem er í list. Ætli þetta komi ekki frá ömmu minni sem var handavinnukennari og svo mömmu, sem starfaði sem kjólaklæðskeri.“ Þær mæðgur segjast veita hvorri annarri innblástur og það sé gott að fá stuðning og hjálp frá hinni. Þær hafa ekki unnið saman en útiloka það ekki. „Það er nú bara aldrei að vita í framtíðinni, það væri gaman,“ segja þær. Sýningarnar verða opnar yfir helgina og fram yfir sunnudag. HönnunarMars Tengdar fréttir Var valin til að hanna fyrir tískurisann Bvlgari Íslenski fatahönnuðurinn Anita Hirlekar var valin af útsendara frá tískurisanum Bvlgari. 17. janúar 2015 09:00 Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Mæðgurnar Anita Hirlegar fatahönnuður og Anna Gunnarsdóttir textílhönnuður opnuðu báðar sýningar á HönnunarMars. „Þetta er ótrúlega gaman. Sérstaklega gaman að undirbúningnum saman og spennan í kringum þetta,“ segir Anita. Hún mun sýna í Kraumi, Aðalstræti 10, útskriftarlínu sína frá Central Saint Martins í London. Þaðan útskrifaðist hún með meistaragráðu í fatahönnun síðastliðið vor. „Mamma er meira í vöruhönnuninni og ég í tískunni,“ segir hún. Þær segja það hafa verið gott að undirbúa sýningarnar saman og fá ráð og álit hvor hjá annarri. „Það er auðvitað miklu betra að hafa fjögur augu. Við þorum líka að vera hreinskilnari hvor við aðra og gátum sagt ef eitthvað var alveg glatað hjá hinni,“ segir Anita og hlær. „Mér finnst þetta bara alveg æðislegt. Og hefði verið enn þá betra ef við hefðum getað verið að sýna í sama húsi,“ segir Anna. Hún er með vinnustofuna Hvítspóa á Akureyri þar sem hún vinnur með textíl. „Ég er að sýna ljós á sýningunni sem ég vinn úr ull og silki. Það þæfi ég í kúlur sem ég set á ljósin og það gefur þeim skemmtilega áferð,“ segir Anna. Hún segir Anitu sennilega hafa þessa skapandi hæfileika frá sér. „Hún er eina barnið mitt sem er í list. Ætli þetta komi ekki frá ömmu minni sem var handavinnukennari og svo mömmu, sem starfaði sem kjólaklæðskeri.“ Þær mæðgur segjast veita hvorri annarri innblástur og það sé gott að fá stuðning og hjálp frá hinni. Þær hafa ekki unnið saman en útiloka það ekki. „Það er nú bara aldrei að vita í framtíðinni, það væri gaman,“ segja þær. Sýningarnar verða opnar yfir helgina og fram yfir sunnudag.
HönnunarMars Tengdar fréttir Var valin til að hanna fyrir tískurisann Bvlgari Íslenski fatahönnuðurinn Anita Hirlekar var valin af útsendara frá tískurisanum Bvlgari. 17. janúar 2015 09:00 Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Var valin til að hanna fyrir tískurisann Bvlgari Íslenski fatahönnuðurinn Anita Hirlekar var valin af útsendara frá tískurisanum Bvlgari. 17. janúar 2015 09:00