Formaður VM segir einfalt að leysa kjaradeilu í Straumsvík Heimir Már Pétursson skrifar 24. nóvember 2015 13:01 Guðmundur Ragnarsson segir einfalt að ná samningum í Straumsvík enda kröfurnar svipaðar og samið hafi verið um annars staðar í þjóðfélaginu. vísir/anton brink Formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir auðvelt að leysa kjaradeiluna í álverinu í Straumsvík, þar sem ekki sé verið að fara fram á meiri launahækkanir en almennt hafi verið samið um í þjóðfélaginu. Samingafundur verður hjá Ríkissáttasemjara eftir hádegi. Allsherjar vinnustöðvun hefst í álverinu í Straumsvík á miðnætti 2. desember hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Samninganefndir verkalýðsfélaganna í álverinu koma til fundar með fulltrúm Rio Tinto Alcan og Samtaka atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara klukkan þrjú og segist Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna bjartsýnn á að samningar náist í tæka tíð. „Já maður verður að vinna þetta þannig, að vera alltaf bjartsýnn þegar maður mætir til fundar. Þetta er nú að nálgast ögurstund í þessu. Þannig að það er ekkert annað að gera en báðir aðilar setjist niður og reyni að leysa þessa deilu sem í mínum huga er mjög einfalt að leysa,“ segir Guðmundur.Hvert er svarið? „Svarið er einfalt. Að þeir dragi til baka þessa breytingu á ákvæði varðandi verktakana og við einhendum okkur í að ganga frá þessum samningum,“ segir Guðmundur. En Rio Tinto Alcan hefur krafist þess að fá að auka hlut verktaka í vinnu í álverinu sem Guðmundur segir snerta um 30 lægst launuðu störfin hjá fyrirtækinu. Hins vegar ætti að vera auðvelt að ganga að körfum verkalýðsfélaganna vegna þess að þær séu á sömu nótum og samið hafi verið um við aðra í þjóðfélaginu. Talsmenn fyrirtækisins hafa hins vegar sagt að svo geti farið að það hætti starfsemi sinni komi til verkfalls. Rio Tinto Alcan og Landsvirkjun gerðu nýjan samning um raforkukaup árið 2010 sem sagður er fyrirtækinu óhagkvæmur miðað við samninga annarra álfyrirtækja, þar sem raforkuverðið sé ekki lengur eins tengt við heimsmarkaðsverð á áli og fyrri samningar. En álverð hefur verið lágt undanfarin misseri. „Auðvitað geta þeir kannski hugsanlega þvingað Landsvirkjun til að breyta þessum samning sem virðist hafa verið algert klúður af þeirra hálfu þegar hann var gerður. Þeir voru kannski með aðra heildarsýn á heildarefnahagsmál heimsins og þróunina í álverði og öðrú slíku og sáu sér kannski hag á þeim tímapunkti. En svo er þessi þróun eins og hún er í dag þeim mjög óhagstæð,“ segir Guðmundur. Komi til þess að fyrirtækið ætli að keyra verksmiðjuna niður segir Guðmundur að starfsmenn muni taka þátt í því í hálfan mánuð. „Það er ekki okkar hugmyndafræði eða nálgun hvorki að láta loka fyrirtækinu eða skaða það á einn eða neinn hátt. Við viljum bara leysa deiluna og koma þessu í eðlilegt horf aftur,“ segir Guðmundur Ragnarsson. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir auðvelt að leysa kjaradeiluna í álverinu í Straumsvík, þar sem ekki sé verið að fara fram á meiri launahækkanir en almennt hafi verið samið um í þjóðfélaginu. Samingafundur verður hjá Ríkissáttasemjara eftir hádegi. Allsherjar vinnustöðvun hefst í álverinu í Straumsvík á miðnætti 2. desember hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Samninganefndir verkalýðsfélaganna í álverinu koma til fundar með fulltrúm Rio Tinto Alcan og Samtaka atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara klukkan þrjú og segist Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna bjartsýnn á að samningar náist í tæka tíð. „Já maður verður að vinna þetta þannig, að vera alltaf bjartsýnn þegar maður mætir til fundar. Þetta er nú að nálgast ögurstund í þessu. Þannig að það er ekkert annað að gera en báðir aðilar setjist niður og reyni að leysa þessa deilu sem í mínum huga er mjög einfalt að leysa,“ segir Guðmundur.Hvert er svarið? „Svarið er einfalt. Að þeir dragi til baka þessa breytingu á ákvæði varðandi verktakana og við einhendum okkur í að ganga frá þessum samningum,“ segir Guðmundur. En Rio Tinto Alcan hefur krafist þess að fá að auka hlut verktaka í vinnu í álverinu sem Guðmundur segir snerta um 30 lægst launuðu störfin hjá fyrirtækinu. Hins vegar ætti að vera auðvelt að ganga að körfum verkalýðsfélaganna vegna þess að þær séu á sömu nótum og samið hafi verið um við aðra í þjóðfélaginu. Talsmenn fyrirtækisins hafa hins vegar sagt að svo geti farið að það hætti starfsemi sinni komi til verkfalls. Rio Tinto Alcan og Landsvirkjun gerðu nýjan samning um raforkukaup árið 2010 sem sagður er fyrirtækinu óhagkvæmur miðað við samninga annarra álfyrirtækja, þar sem raforkuverðið sé ekki lengur eins tengt við heimsmarkaðsverð á áli og fyrri samningar. En álverð hefur verið lágt undanfarin misseri. „Auðvitað geta þeir kannski hugsanlega þvingað Landsvirkjun til að breyta þessum samning sem virðist hafa verið algert klúður af þeirra hálfu þegar hann var gerður. Þeir voru kannski með aðra heildarsýn á heildarefnahagsmál heimsins og þróunina í álverði og öðrú slíku og sáu sér kannski hag á þeim tímapunkti. En svo er þessi þróun eins og hún er í dag þeim mjög óhagstæð,“ segir Guðmundur. Komi til þess að fyrirtækið ætli að keyra verksmiðjuna niður segir Guðmundur að starfsmenn muni taka þátt í því í hálfan mánuð. „Það er ekki okkar hugmyndafræði eða nálgun hvorki að láta loka fyrirtækinu eða skaða það á einn eða neinn hátt. Við viljum bara leysa deiluna og koma þessu í eðlilegt horf aftur,“ segir Guðmundur Ragnarsson.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira