Formaður VM segir einfalt að leysa kjaradeilu í Straumsvík Heimir Már Pétursson skrifar 24. nóvember 2015 13:01 Guðmundur Ragnarsson segir einfalt að ná samningum í Straumsvík enda kröfurnar svipaðar og samið hafi verið um annars staðar í þjóðfélaginu. vísir/anton brink Formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir auðvelt að leysa kjaradeiluna í álverinu í Straumsvík, þar sem ekki sé verið að fara fram á meiri launahækkanir en almennt hafi verið samið um í þjóðfélaginu. Samingafundur verður hjá Ríkissáttasemjara eftir hádegi. Allsherjar vinnustöðvun hefst í álverinu í Straumsvík á miðnætti 2. desember hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Samninganefndir verkalýðsfélaganna í álverinu koma til fundar með fulltrúm Rio Tinto Alcan og Samtaka atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara klukkan þrjú og segist Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna bjartsýnn á að samningar náist í tæka tíð. „Já maður verður að vinna þetta þannig, að vera alltaf bjartsýnn þegar maður mætir til fundar. Þetta er nú að nálgast ögurstund í þessu. Þannig að það er ekkert annað að gera en báðir aðilar setjist niður og reyni að leysa þessa deilu sem í mínum huga er mjög einfalt að leysa,“ segir Guðmundur.Hvert er svarið? „Svarið er einfalt. Að þeir dragi til baka þessa breytingu á ákvæði varðandi verktakana og við einhendum okkur í að ganga frá þessum samningum,“ segir Guðmundur. En Rio Tinto Alcan hefur krafist þess að fá að auka hlut verktaka í vinnu í álverinu sem Guðmundur segir snerta um 30 lægst launuðu störfin hjá fyrirtækinu. Hins vegar ætti að vera auðvelt að ganga að körfum verkalýðsfélaganna vegna þess að þær séu á sömu nótum og samið hafi verið um við aðra í þjóðfélaginu. Talsmenn fyrirtækisins hafa hins vegar sagt að svo geti farið að það hætti starfsemi sinni komi til verkfalls. Rio Tinto Alcan og Landsvirkjun gerðu nýjan samning um raforkukaup árið 2010 sem sagður er fyrirtækinu óhagkvæmur miðað við samninga annarra álfyrirtækja, þar sem raforkuverðið sé ekki lengur eins tengt við heimsmarkaðsverð á áli og fyrri samningar. En álverð hefur verið lágt undanfarin misseri. „Auðvitað geta þeir kannski hugsanlega þvingað Landsvirkjun til að breyta þessum samning sem virðist hafa verið algert klúður af þeirra hálfu þegar hann var gerður. Þeir voru kannski með aðra heildarsýn á heildarefnahagsmál heimsins og þróunina í álverði og öðrú slíku og sáu sér kannski hag á þeim tímapunkti. En svo er þessi þróun eins og hún er í dag þeim mjög óhagstæð,“ segir Guðmundur. Komi til þess að fyrirtækið ætli að keyra verksmiðjuna niður segir Guðmundur að starfsmenn muni taka þátt í því í hálfan mánuð. „Það er ekki okkar hugmyndafræði eða nálgun hvorki að láta loka fyrirtækinu eða skaða það á einn eða neinn hátt. Við viljum bara leysa deiluna og koma þessu í eðlilegt horf aftur,“ segir Guðmundur Ragnarsson. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir auðvelt að leysa kjaradeiluna í álverinu í Straumsvík, þar sem ekki sé verið að fara fram á meiri launahækkanir en almennt hafi verið samið um í þjóðfélaginu. Samingafundur verður hjá Ríkissáttasemjara eftir hádegi. Allsherjar vinnustöðvun hefst í álverinu í Straumsvík á miðnætti 2. desember hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Samninganefndir verkalýðsfélaganna í álverinu koma til fundar með fulltrúm Rio Tinto Alcan og Samtaka atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara klukkan þrjú og segist Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna bjartsýnn á að samningar náist í tæka tíð. „Já maður verður að vinna þetta þannig, að vera alltaf bjartsýnn þegar maður mætir til fundar. Þetta er nú að nálgast ögurstund í þessu. Þannig að það er ekkert annað að gera en báðir aðilar setjist niður og reyni að leysa þessa deilu sem í mínum huga er mjög einfalt að leysa,“ segir Guðmundur.Hvert er svarið? „Svarið er einfalt. Að þeir dragi til baka þessa breytingu á ákvæði varðandi verktakana og við einhendum okkur í að ganga frá þessum samningum,“ segir Guðmundur. En Rio Tinto Alcan hefur krafist þess að fá að auka hlut verktaka í vinnu í álverinu sem Guðmundur segir snerta um 30 lægst launuðu störfin hjá fyrirtækinu. Hins vegar ætti að vera auðvelt að ganga að körfum verkalýðsfélaganna vegna þess að þær séu á sömu nótum og samið hafi verið um við aðra í þjóðfélaginu. Talsmenn fyrirtækisins hafa hins vegar sagt að svo geti farið að það hætti starfsemi sinni komi til verkfalls. Rio Tinto Alcan og Landsvirkjun gerðu nýjan samning um raforkukaup árið 2010 sem sagður er fyrirtækinu óhagkvæmur miðað við samninga annarra álfyrirtækja, þar sem raforkuverðið sé ekki lengur eins tengt við heimsmarkaðsverð á áli og fyrri samningar. En álverð hefur verið lágt undanfarin misseri. „Auðvitað geta þeir kannski hugsanlega þvingað Landsvirkjun til að breyta þessum samning sem virðist hafa verið algert klúður af þeirra hálfu þegar hann var gerður. Þeir voru kannski með aðra heildarsýn á heildarefnahagsmál heimsins og þróunina í álverði og öðrú slíku og sáu sér kannski hag á þeim tímapunkti. En svo er þessi þróun eins og hún er í dag þeim mjög óhagstæð,“ segir Guðmundur. Komi til þess að fyrirtækið ætli að keyra verksmiðjuna niður segir Guðmundur að starfsmenn muni taka þátt í því í hálfan mánuð. „Það er ekki okkar hugmyndafræði eða nálgun hvorki að láta loka fyrirtækinu eða skaða það á einn eða neinn hátt. Við viljum bara leysa deiluna og koma þessu í eðlilegt horf aftur,“ segir Guðmundur Ragnarsson.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira