Lyfti fram á síðasta dag Rikka skrifar 3. júlí 2015 10:30 Vísir/Einkasafn og Ernir Jakobína Jónsdóttir er fædd og uppalin á Seltjarnarnesi, ein fjögurra systra sem eru hver er annarri duglegri. Íþróttir hafa átt hug hennar allan frá barnæsku þrátt fyrir að hún hafi slegið slöku við á menntaskólaárunum að eigin sögn. Að menntaskóla loknum fór Jakobína í sálfræði í Háskóla Íslands og kláraði síðan meistarapróf í kynjafræði. Spurð að því hvernig það kom til að hún valdi kynjafræði segir hún það hafa verið óvænta stefnu sem tekin var á námsárunum í sálfræði. „Ég valdi mér valfag í sálfræðinni um kenningar í kynjafræðinni og það opnaði fyrir mér nýjan heim sem mig langaði að læra meira um. Þarna lærði ég að lesa dýpra í samfélagið og af hverju það er eins og það er í dag.“ Jakobína hefur sterkar skoðanir á jafnréttisstöðu kvenna og segir námið hafa hjálpað henni að opna augun fyrir því. „Ég er alin upp í mjög jafnréttissinnuðu umhverfi og hafði í rauninni ekki velt kynjamun mikið fyrir mér áður en ég hóf námið. Það er enn þá munur á kynjunum og er það að miklu leyti innbyggt í menningu okkar. Það er svo margt jákvætt og gott við femínismann og margt sem konur sem flokkast sem femínistar hafa gert fyrir samfélagið. Konur hafa þurft að berjast fyrir sínu og eru enn að. Margar konur átta sig ekki á þessum mun fyrr en þær eru komnar með börn, þá finna þær fyrir því á vinnumarkaðnum. Þá eiga þær til að lenda í viðmóti sem endurspeglar ójafnrétti. Þær eru til að mynda síður ráðnar ef að þær eru á barneignaaldri eða eiga börn því þeim þarf að sinna, börn verða veik og það er frí í leikskólum. Þetta er því miður sá raunveruleiki sem við búum enn við í dag að einhverju leyti,“ segir Jakobína og bætir við að hún sjái líka oft muninn í fjölmiðlum, þar séu konur oftar gagnrýndar fyrir klæðnað og útlit frekar en karlmenn. „Það er líka algjörlega fáránlegt í nútímasamfélagi að framakonur séu kallaðar frekar en karlar ákveðnir, ég upplifi þetta mjög oft og sé í öllum hornum samfélagsins.“Kristófer sonur Jakobínu og GrétarsVísir/EinkasafnEkki aftur snúið Meðfram háskólanámi stundaði Jakobína líkamsrækt af kappi og kenndi meðal annars spinning nokkrum sinnum í viku. „Eftir að hafa verið mikið í íþróttum sem unglingur hægði ég aðeins á mér í menntaskóla en tók svo upp fyrri takta í háskólanum. Það var þá sem ég kynntist crossfit og heillaðist gjörsamlega.“ Jakobína datt inn í prufutíma í crossfit af einskærri forvitni en það varð svo sannarlega upphafið að þeirri ástríðu fyrir íþróttinni sem við tók. „Ég fann að það varð ekki aftur snúið,“ segir Jakobína með glampa í augunum og bros á vör. Crossfit-íþróttin fer ört stækkandi í heiminum og er meðal þeirra allra vinsælustu á Íslandi, sumir vilja ganga svo langt að kalla íþróttina trúarbrögð og klóra sér í hausnum yfir vinsældum hennar. „Þetta er svo fjölbreytt og skemmtileg íþrótt sem reynir á margar hliðar. Fólk er að taka vel á því og líður vel eftir á, að auki geta allir æft saman þrátt fyrir mismunandi getu. Það myndast mikil hópstemning og þarna safnast saman hópar af jákvæðu og skemmtilegu fólki. Kerfið er mjög hvetjandi og þú getur sífellt verið að setja þér ný markmið.“ Fyrir þá sem halda að Crossfit sé einungis fyrir þá sem eru í góðu formi þá er það alls ekki raunin því íþróttin er fyrir alla. „Það er algengur misskilningur að fólk þurfi að vera í góðu formi til að mæta á æfingar, það er hægt að skala upp og niður allar æfingar og þess vegna hentar þetta öllum, einnig sem fjölskylduíþrótt.“ Vísir/EinkasafnHlustaðu á líkamann Fyrir rúmu ári eignuðust Jakobína og Grétar Ali, sambýlismaður hennar, soninn Kristófer en margir muna kannski eftir myndum af henni þar sem hún hélt þungum lóðum yfir höfði sér með stóra kúlu á maganum. „Ég var nýbúin að komast að því að ég væri ólétt þegar ég var á leiðinni á heimsleikana í Crossfit í Los Angeles. Það var ekki í boði að hætta við þar sem ég var hluti af liði og ákvað því í samráði við lækni og ljósmóður að skella mér út og kláraði keppni, sem gekk mjög vel. Eftir að ég kom heim hélt ég bara áfram æfingum en minnkaði álagið til þess að láta mér líða vel. Ég lyfti fram á síðasta dag og byrjaði aftur að hreyfa mig smám saman tveimur vikum eftir fæðingu. Það skiptir þó miklu máli að hlusta vel á líkamann og fara ekki of ört af stað,“ segir Jakobína. Segja mætti að Crossfit sé fjölskylduíþrótt og bíða foreldrarnir án efa spenntir eftir því að geta tekið Kristófer litla með sér á æfingar þegar að því kemur. Tvíburasystir Jakobínu og eiginmaður hennar eru einnig „crossfitarar“ en þau reka crossfitstöð í Svíþjóð. „Systir mín vinnur í íslenska sendiráðinu í Stokkhólmi og þau reka einnig Crossfitstöðina Nordic þar í borg. Við erum eineggja tvíburar og vorum óléttar á svipuðum tíma. Hún hélt einnig áfram að lyfta á meðgöngunni fram á síðasta dag, en hún gekk tvær vikur fram yfir settan tíma.“ Aðspurð hvort það togi í hana að flytja til Stokkhólms og halda áfram að breiða út boðskap Crossfit þar í borg segir hún svo ekki vera. „Ég vil eiginlega frekar bara fá þau heim, þau eru búin að vera þarna í fimm ár. Það var mjög erfitt og skrýtið fyrst þegar þau fluttu út enda við mjög samrýndar en við tölum saman á hverjum degi.“Jakobína ásamt systur sinni og fleiri æfingarfélögumVísir/EinksafnCrossfit er ekki fitness Jakobína hefur farið á fjögur Evrópumót og stendur til að fara á þriðja heimsmeistaramótið. Íslenskir „crossfitarar“ hafa staðið sig virkilega vel á þessum mótum og hefur Jakobína verið hluti af liði sem varð Evrópumeistari árið 2012. Þar sem Crossfit er ein vinsælasta íþróttin á landinu verður að viðurkennast að það er örlítið skrítið að ferðir á Evrópu- og heimsmeistaramót veki ekki meiri athygli íþróttafjölmiðla en raun ber vitni. „Það er ótrúlega skrýtið hvað það er erfitt að koma íþróttinni að í fjölmiðlum og ég held að ástæðan fyrir því sé kannski að fólk er ekki alveg búið að fatta íþróttina. Ég hitti fullt af fólki sem ruglar íþróttinni saman við fitness en þetta er allt annað,“ segir Jakobína. Það tekur á og kostar blóð, svita og tár að undirbúa sig fyrir svona stórar keppnir en Jakobína kennir allt að tuttugu til tuttugu og fimm tíma á viku og fer sjálf á æfingar þess á milli. „Það fer mikill tími í þetta og er lítið annað gert í þessari fjölskyldu,“ segir Jakobína brosandi. Það er ekki laust við að maður taki hatt sinn ofan fyrir þessari duglegu og gefandi konu sem er frábær fyrirmynd í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur og verður gaman að fylgjast með henni og liði hennar frá Crossfit Reykjavík á heimsmeistaramótinu í Los Angeles núna í lok júlí. Lífið Mest lesið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Fleiri fréttir „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Sjá meira
Jakobína Jónsdóttir er fædd og uppalin á Seltjarnarnesi, ein fjögurra systra sem eru hver er annarri duglegri. Íþróttir hafa átt hug hennar allan frá barnæsku þrátt fyrir að hún hafi slegið slöku við á menntaskólaárunum að eigin sögn. Að menntaskóla loknum fór Jakobína í sálfræði í Háskóla Íslands og kláraði síðan meistarapróf í kynjafræði. Spurð að því hvernig það kom til að hún valdi kynjafræði segir hún það hafa verið óvænta stefnu sem tekin var á námsárunum í sálfræði. „Ég valdi mér valfag í sálfræðinni um kenningar í kynjafræðinni og það opnaði fyrir mér nýjan heim sem mig langaði að læra meira um. Þarna lærði ég að lesa dýpra í samfélagið og af hverju það er eins og það er í dag.“ Jakobína hefur sterkar skoðanir á jafnréttisstöðu kvenna og segir námið hafa hjálpað henni að opna augun fyrir því. „Ég er alin upp í mjög jafnréttissinnuðu umhverfi og hafði í rauninni ekki velt kynjamun mikið fyrir mér áður en ég hóf námið. Það er enn þá munur á kynjunum og er það að miklu leyti innbyggt í menningu okkar. Það er svo margt jákvætt og gott við femínismann og margt sem konur sem flokkast sem femínistar hafa gert fyrir samfélagið. Konur hafa þurft að berjast fyrir sínu og eru enn að. Margar konur átta sig ekki á þessum mun fyrr en þær eru komnar með börn, þá finna þær fyrir því á vinnumarkaðnum. Þá eiga þær til að lenda í viðmóti sem endurspeglar ójafnrétti. Þær eru til að mynda síður ráðnar ef að þær eru á barneignaaldri eða eiga börn því þeim þarf að sinna, börn verða veik og það er frí í leikskólum. Þetta er því miður sá raunveruleiki sem við búum enn við í dag að einhverju leyti,“ segir Jakobína og bætir við að hún sjái líka oft muninn í fjölmiðlum, þar séu konur oftar gagnrýndar fyrir klæðnað og útlit frekar en karlmenn. „Það er líka algjörlega fáránlegt í nútímasamfélagi að framakonur séu kallaðar frekar en karlar ákveðnir, ég upplifi þetta mjög oft og sé í öllum hornum samfélagsins.“Kristófer sonur Jakobínu og GrétarsVísir/EinkasafnEkki aftur snúið Meðfram háskólanámi stundaði Jakobína líkamsrækt af kappi og kenndi meðal annars spinning nokkrum sinnum í viku. „Eftir að hafa verið mikið í íþróttum sem unglingur hægði ég aðeins á mér í menntaskóla en tók svo upp fyrri takta í háskólanum. Það var þá sem ég kynntist crossfit og heillaðist gjörsamlega.“ Jakobína datt inn í prufutíma í crossfit af einskærri forvitni en það varð svo sannarlega upphafið að þeirri ástríðu fyrir íþróttinni sem við tók. „Ég fann að það varð ekki aftur snúið,“ segir Jakobína með glampa í augunum og bros á vör. Crossfit-íþróttin fer ört stækkandi í heiminum og er meðal þeirra allra vinsælustu á Íslandi, sumir vilja ganga svo langt að kalla íþróttina trúarbrögð og klóra sér í hausnum yfir vinsældum hennar. „Þetta er svo fjölbreytt og skemmtileg íþrótt sem reynir á margar hliðar. Fólk er að taka vel á því og líður vel eftir á, að auki geta allir æft saman þrátt fyrir mismunandi getu. Það myndast mikil hópstemning og þarna safnast saman hópar af jákvæðu og skemmtilegu fólki. Kerfið er mjög hvetjandi og þú getur sífellt verið að setja þér ný markmið.“ Fyrir þá sem halda að Crossfit sé einungis fyrir þá sem eru í góðu formi þá er það alls ekki raunin því íþróttin er fyrir alla. „Það er algengur misskilningur að fólk þurfi að vera í góðu formi til að mæta á æfingar, það er hægt að skala upp og niður allar æfingar og þess vegna hentar þetta öllum, einnig sem fjölskylduíþrótt.“ Vísir/EinkasafnHlustaðu á líkamann Fyrir rúmu ári eignuðust Jakobína og Grétar Ali, sambýlismaður hennar, soninn Kristófer en margir muna kannski eftir myndum af henni þar sem hún hélt þungum lóðum yfir höfði sér með stóra kúlu á maganum. „Ég var nýbúin að komast að því að ég væri ólétt þegar ég var á leiðinni á heimsleikana í Crossfit í Los Angeles. Það var ekki í boði að hætta við þar sem ég var hluti af liði og ákvað því í samráði við lækni og ljósmóður að skella mér út og kláraði keppni, sem gekk mjög vel. Eftir að ég kom heim hélt ég bara áfram æfingum en minnkaði álagið til þess að láta mér líða vel. Ég lyfti fram á síðasta dag og byrjaði aftur að hreyfa mig smám saman tveimur vikum eftir fæðingu. Það skiptir þó miklu máli að hlusta vel á líkamann og fara ekki of ört af stað,“ segir Jakobína. Segja mætti að Crossfit sé fjölskylduíþrótt og bíða foreldrarnir án efa spenntir eftir því að geta tekið Kristófer litla með sér á æfingar þegar að því kemur. Tvíburasystir Jakobínu og eiginmaður hennar eru einnig „crossfitarar“ en þau reka crossfitstöð í Svíþjóð. „Systir mín vinnur í íslenska sendiráðinu í Stokkhólmi og þau reka einnig Crossfitstöðina Nordic þar í borg. Við erum eineggja tvíburar og vorum óléttar á svipuðum tíma. Hún hélt einnig áfram að lyfta á meðgöngunni fram á síðasta dag, en hún gekk tvær vikur fram yfir settan tíma.“ Aðspurð hvort það togi í hana að flytja til Stokkhólms og halda áfram að breiða út boðskap Crossfit þar í borg segir hún svo ekki vera. „Ég vil eiginlega frekar bara fá þau heim, þau eru búin að vera þarna í fimm ár. Það var mjög erfitt og skrýtið fyrst þegar þau fluttu út enda við mjög samrýndar en við tölum saman á hverjum degi.“Jakobína ásamt systur sinni og fleiri æfingarfélögumVísir/EinksafnCrossfit er ekki fitness Jakobína hefur farið á fjögur Evrópumót og stendur til að fara á þriðja heimsmeistaramótið. Íslenskir „crossfitarar“ hafa staðið sig virkilega vel á þessum mótum og hefur Jakobína verið hluti af liði sem varð Evrópumeistari árið 2012. Þar sem Crossfit er ein vinsælasta íþróttin á landinu verður að viðurkennast að það er örlítið skrítið að ferðir á Evrópu- og heimsmeistaramót veki ekki meiri athygli íþróttafjölmiðla en raun ber vitni. „Það er ótrúlega skrýtið hvað það er erfitt að koma íþróttinni að í fjölmiðlum og ég held að ástæðan fyrir því sé kannski að fólk er ekki alveg búið að fatta íþróttina. Ég hitti fullt af fólki sem ruglar íþróttinni saman við fitness en þetta er allt annað,“ segir Jakobína. Það tekur á og kostar blóð, svita og tár að undirbúa sig fyrir svona stórar keppnir en Jakobína kennir allt að tuttugu til tuttugu og fimm tíma á viku og fer sjálf á æfingar þess á milli. „Það fer mikill tími í þetta og er lítið annað gert í þessari fjölskyldu,“ segir Jakobína brosandi. Það er ekki laust við að maður taki hatt sinn ofan fyrir þessari duglegu og gefandi konu sem er frábær fyrirmynd í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur og verður gaman að fylgjast með henni og liði hennar frá Crossfit Reykjavík á heimsmeistaramótinu í Los Angeles núna í lok júlí.
Lífið Mest lesið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Fleiri fréttir „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Sjá meira