Avril Lavigne í tilfinningaþrungnu viðtali: Grét allan daginn Stefán Árni Pálsson skrifar 30. júní 2015 15:00 Avril Lavigne átti erfitt með sig í viðtalinu. vísir Söngkonan Avril Lavigne opnaði sig um Lyme-sjúkdóminn í þættinum Good Morning America í gær en greindist með sjúkdóminn í október á síðasta ári. Að hennar sögn gengur meðferðin betur en hún mun vera hálfnuð í henni. „Mér líður mun betur og er að ná miklum framförum,“ segir Avril. „Ég er bara virkilega þakklát að vita að ég mun ná mér 100% einn daginn. Söngkonan sagði í viðtalinu að hún hefði verið rúmliggjandi í fimm mánuði eftir að hafa greinst með sjúkdóminn, en það sem hafi haldið í henni lífi hafi verið kveðjur frá aðdáendum. „Ég sat uppi í rúmi og horfði á myndbönd frá aðdáendum allan daginn og grét. Ég fann fyrir mikilli væntumþykju frá öllum og ég veit að þetta virkar fáránlegt en ég fann virkilega fyrir öllum þeim stuðningi sem ég fékk,“ segir Avril í tilfinningaþrungnu viðtali. Hún bætti við að Lyme-sjúkdómurinn er ekki endalokin, það er hægt að komast yfir hann. Bakterían Borrelia burgdorferi veldur sjúkdóminum borrelíósu eða Lyme-sjúkdómi í mönnum. Bakterían berst í menn eftir bit skógarmítils (Ixodes ricinus í Evrópu, Ixodes scapularis og pacificus í Bandaríkjunum) þegar hann nærist á blóði. Í Bandaríkjunum er Lyme-sjúkdómurinn hvað algengastur á Nýja-Englandi, í mið-vesturríkjunum, Kaliforníu og í Oregon. Í Evrópu er sjúkdómurinn algengastur í Þýskalandi, Austurríki, Slóveníu, Svíþjóð, Finnlandi og Eystrasaltslöndunum. Sjúkdóminn er einnig að finna staðbundið í Rússlandi, Kína og Japan. Í seinni tíð hefur borið á sjúkdómnum í vaxandi mæli á Bretlandseyjum. Fljótlega getur farið að bera á þreytu, hita, hrolli og höfuðverk ásamt vöðva- og liðaverkjum sem varað geta vikum saman. Útbreidd sýki verður þegar bakterían dreifir sér um líkamann og sest að í húð, miðtaugakerfi, hjarta eða liðum. Þetta getur gerst vikurnar eftir sýkingu ef ekki er gefin meðferð. Venjulega gengur þó sýkingin yfir eftir einhverjar vikur eða mánuði þótt engin meðferð sé veitt. Mest lesið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Söngkonan Avril Lavigne opnaði sig um Lyme-sjúkdóminn í þættinum Good Morning America í gær en greindist með sjúkdóminn í október á síðasta ári. Að hennar sögn gengur meðferðin betur en hún mun vera hálfnuð í henni. „Mér líður mun betur og er að ná miklum framförum,“ segir Avril. „Ég er bara virkilega þakklát að vita að ég mun ná mér 100% einn daginn. Söngkonan sagði í viðtalinu að hún hefði verið rúmliggjandi í fimm mánuði eftir að hafa greinst með sjúkdóminn, en það sem hafi haldið í henni lífi hafi verið kveðjur frá aðdáendum. „Ég sat uppi í rúmi og horfði á myndbönd frá aðdáendum allan daginn og grét. Ég fann fyrir mikilli væntumþykju frá öllum og ég veit að þetta virkar fáránlegt en ég fann virkilega fyrir öllum þeim stuðningi sem ég fékk,“ segir Avril í tilfinningaþrungnu viðtali. Hún bætti við að Lyme-sjúkdómurinn er ekki endalokin, það er hægt að komast yfir hann. Bakterían Borrelia burgdorferi veldur sjúkdóminum borrelíósu eða Lyme-sjúkdómi í mönnum. Bakterían berst í menn eftir bit skógarmítils (Ixodes ricinus í Evrópu, Ixodes scapularis og pacificus í Bandaríkjunum) þegar hann nærist á blóði. Í Bandaríkjunum er Lyme-sjúkdómurinn hvað algengastur á Nýja-Englandi, í mið-vesturríkjunum, Kaliforníu og í Oregon. Í Evrópu er sjúkdómurinn algengastur í Þýskalandi, Austurríki, Slóveníu, Svíþjóð, Finnlandi og Eystrasaltslöndunum. Sjúkdóminn er einnig að finna staðbundið í Rússlandi, Kína og Japan. Í seinni tíð hefur borið á sjúkdómnum í vaxandi mæli á Bretlandseyjum. Fljótlega getur farið að bera á þreytu, hita, hrolli og höfuðverk ásamt vöðva- og liðaverkjum sem varað geta vikum saman. Útbreidd sýki verður þegar bakterían dreifir sér um líkamann og sest að í húð, miðtaugakerfi, hjarta eða liðum. Þetta getur gerst vikurnar eftir sýkingu ef ekki er gefin meðferð. Venjulega gengur þó sýkingin yfir eftir einhverjar vikur eða mánuði þótt engin meðferð sé veitt.
Mest lesið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein