Birta Líf svarar þeim sem gagnrýna að spár hefðu ekki ræst í dag Birgir Olgeirsson skrifar 1. desember 2015 21:19 Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur. Vísir/GVA „Þrátt fyrir gríðarlega mikla umfjöllun og viðvörun frá Veðurstofunni, Almannavörnum, Lögreglu, tryggingafélögum og fleirum þurfti að hjálpa a.m.k. 50 bílum í morgun. Hvað hefðu þeir verið margir ef ekki hefði verið varað svo mikið við og hvað hefði fólk þá sagt um Veðurstofuna?,“ spyrt veðurfræðingurinn Birta Líf Kristinsdóttir á Facebook-síðu sinni Veðurlíf þar sem hún svarar þeim sem gagnrýnt hafa að veðrið í dag hefði ekki orðið eins slæmt og spár sögðu til um. Birta Líf segir að spáð hefði verið austanstormi, en eins og oft vill verða þá náði austanáttin sér ekki á strik víða á höfuðborgarsvæðinu þar sem gott skjól er af trjám og byggingum. „Ég skil vel að ef fólk var að búast við að fjúka um koll við að hlaupa út í bíl þá hafi þetta verið vonbrigði og get ég að hluta til verið sammála þar,“ skrifar Birta Líf. Hún segir að allt í kring hafi hins vegar mælst stormur, til dæmis á Reykjanesbrautinni, Sandskeiði, Kjalarnes og við Hafnarfjall náðu hviðurnar yfir fimmtíu metrum á sekúndu. Hún segir vindinn ekki hafa verið aðalatriðið í Reykjavík og hefði aldrei verið varað svo mikið við ef hann hefði verið einn ferð eða með rigningu. „Aðaláhyggjurnar snérust að skafrenningi og snjó og áhrifum á færðina. Á höfuðborgarsvæðinu er mikil bílaumferð á morgnana og síðdegis og það þarf ekki marga fasta til að stífla stórar umferðaræðar og setja allt á hliðina.“ Hún segir að ef álíka veðri hefði verið spáð á hvaða stað sem er úti á landi hefði ekki verið gert svona mikið úr því enda færri á ferli þar, fólk vanara slæmu veðri og á betur búnum bílum. „Þess vegna skil ég mjög vel utanbæjarfólk sem var í borginni og fannst ekki mikið til koma.“ Segir hún spána og þær viðvaranir sem voru settar fram til að koma í veg fyrir öngþveiti og stíflur í umferðinni, líkt og gerði 6. mars árið 2013. „Og það virðist hafa tekist þar sem margir fóru eftir tilmælum um að vera ekki á ferli að óþörfu. Það er mjög ánægjulegt og lýsir góðu samstarfi viðbragðsaðila og almennings. Margir eiga hrós skilið fyrir sinn þátt í að dagurinn gekk eins vel og raun bar vitni. Vissulega hefði þetta getað verið ennþá verra, en ef ekki hefði verið varað við þessu hefði heyrst mikil gagnrýni frá fjölmörgum og áhrifin orðið mun verri.“ Nú hafa heyrst gagnrýnisraddir á að spár hafi ekki ræst í dag og vil ég aðeins tjá mig um það hér :) Það var spáð...Posted by Veðurlíf on Tuesday, December 1, 2015 Veður Tengdar fréttir Snjódýpt í Reykjavík um 17 - 18 sentímetrar eftir ofankomu dagsins Búast má við að það stytti upp um miðnætti. 1. desember 2015 20:08 Björgunarsveitarmenn enn að störfum Hjálpa ökumönnum sem sitja fastir á stofnbrautum. 1. desember 2015 18:55 Full þörf á viðbúnaðinum vegna veðursins í dag Lögreglan þakklát fyrir skynsemi borgarbúa um að halda sig heimavið og vera sem minnst á ferðinni. 1. desember 2015 16:28 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
„Þrátt fyrir gríðarlega mikla umfjöllun og viðvörun frá Veðurstofunni, Almannavörnum, Lögreglu, tryggingafélögum og fleirum þurfti að hjálpa a.m.k. 50 bílum í morgun. Hvað hefðu þeir verið margir ef ekki hefði verið varað svo mikið við og hvað hefði fólk þá sagt um Veðurstofuna?,“ spyrt veðurfræðingurinn Birta Líf Kristinsdóttir á Facebook-síðu sinni Veðurlíf þar sem hún svarar þeim sem gagnrýnt hafa að veðrið í dag hefði ekki orðið eins slæmt og spár sögðu til um. Birta Líf segir að spáð hefði verið austanstormi, en eins og oft vill verða þá náði austanáttin sér ekki á strik víða á höfuðborgarsvæðinu þar sem gott skjól er af trjám og byggingum. „Ég skil vel að ef fólk var að búast við að fjúka um koll við að hlaupa út í bíl þá hafi þetta verið vonbrigði og get ég að hluta til verið sammála þar,“ skrifar Birta Líf. Hún segir að allt í kring hafi hins vegar mælst stormur, til dæmis á Reykjanesbrautinni, Sandskeiði, Kjalarnes og við Hafnarfjall náðu hviðurnar yfir fimmtíu metrum á sekúndu. Hún segir vindinn ekki hafa verið aðalatriðið í Reykjavík og hefði aldrei verið varað svo mikið við ef hann hefði verið einn ferð eða með rigningu. „Aðaláhyggjurnar snérust að skafrenningi og snjó og áhrifum á færðina. Á höfuðborgarsvæðinu er mikil bílaumferð á morgnana og síðdegis og það þarf ekki marga fasta til að stífla stórar umferðaræðar og setja allt á hliðina.“ Hún segir að ef álíka veðri hefði verið spáð á hvaða stað sem er úti á landi hefði ekki verið gert svona mikið úr því enda færri á ferli þar, fólk vanara slæmu veðri og á betur búnum bílum. „Þess vegna skil ég mjög vel utanbæjarfólk sem var í borginni og fannst ekki mikið til koma.“ Segir hún spána og þær viðvaranir sem voru settar fram til að koma í veg fyrir öngþveiti og stíflur í umferðinni, líkt og gerði 6. mars árið 2013. „Og það virðist hafa tekist þar sem margir fóru eftir tilmælum um að vera ekki á ferli að óþörfu. Það er mjög ánægjulegt og lýsir góðu samstarfi viðbragðsaðila og almennings. Margir eiga hrós skilið fyrir sinn þátt í að dagurinn gekk eins vel og raun bar vitni. Vissulega hefði þetta getað verið ennþá verra, en ef ekki hefði verið varað við þessu hefði heyrst mikil gagnrýni frá fjölmörgum og áhrifin orðið mun verri.“ Nú hafa heyrst gagnrýnisraddir á að spár hafi ekki ræst í dag og vil ég aðeins tjá mig um það hér :) Það var spáð...Posted by Veðurlíf on Tuesday, December 1, 2015
Veður Tengdar fréttir Snjódýpt í Reykjavík um 17 - 18 sentímetrar eftir ofankomu dagsins Búast má við að það stytti upp um miðnætti. 1. desember 2015 20:08 Björgunarsveitarmenn enn að störfum Hjálpa ökumönnum sem sitja fastir á stofnbrautum. 1. desember 2015 18:55 Full þörf á viðbúnaðinum vegna veðursins í dag Lögreglan þakklát fyrir skynsemi borgarbúa um að halda sig heimavið og vera sem minnst á ferðinni. 1. desember 2015 16:28 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
Snjódýpt í Reykjavík um 17 - 18 sentímetrar eftir ofankomu dagsins Búast má við að það stytti upp um miðnætti. 1. desember 2015 20:08
Björgunarsveitarmenn enn að störfum Hjálpa ökumönnum sem sitja fastir á stofnbrautum. 1. desember 2015 18:55
Full þörf á viðbúnaðinum vegna veðursins í dag Lögreglan þakklát fyrir skynsemi borgarbúa um að halda sig heimavið og vera sem minnst á ferðinni. 1. desember 2015 16:28