Birta Líf svarar þeim sem gagnrýna að spár hefðu ekki ræst í dag Birgir Olgeirsson skrifar 1. desember 2015 21:19 Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur. Vísir/GVA „Þrátt fyrir gríðarlega mikla umfjöllun og viðvörun frá Veðurstofunni, Almannavörnum, Lögreglu, tryggingafélögum og fleirum þurfti að hjálpa a.m.k. 50 bílum í morgun. Hvað hefðu þeir verið margir ef ekki hefði verið varað svo mikið við og hvað hefði fólk þá sagt um Veðurstofuna?,“ spyrt veðurfræðingurinn Birta Líf Kristinsdóttir á Facebook-síðu sinni Veðurlíf þar sem hún svarar þeim sem gagnrýnt hafa að veðrið í dag hefði ekki orðið eins slæmt og spár sögðu til um. Birta Líf segir að spáð hefði verið austanstormi, en eins og oft vill verða þá náði austanáttin sér ekki á strik víða á höfuðborgarsvæðinu þar sem gott skjól er af trjám og byggingum. „Ég skil vel að ef fólk var að búast við að fjúka um koll við að hlaupa út í bíl þá hafi þetta verið vonbrigði og get ég að hluta til verið sammála þar,“ skrifar Birta Líf. Hún segir að allt í kring hafi hins vegar mælst stormur, til dæmis á Reykjanesbrautinni, Sandskeiði, Kjalarnes og við Hafnarfjall náðu hviðurnar yfir fimmtíu metrum á sekúndu. Hún segir vindinn ekki hafa verið aðalatriðið í Reykjavík og hefði aldrei verið varað svo mikið við ef hann hefði verið einn ferð eða með rigningu. „Aðaláhyggjurnar snérust að skafrenningi og snjó og áhrifum á færðina. Á höfuðborgarsvæðinu er mikil bílaumferð á morgnana og síðdegis og það þarf ekki marga fasta til að stífla stórar umferðaræðar og setja allt á hliðina.“ Hún segir að ef álíka veðri hefði verið spáð á hvaða stað sem er úti á landi hefði ekki verið gert svona mikið úr því enda færri á ferli þar, fólk vanara slæmu veðri og á betur búnum bílum. „Þess vegna skil ég mjög vel utanbæjarfólk sem var í borginni og fannst ekki mikið til koma.“ Segir hún spána og þær viðvaranir sem voru settar fram til að koma í veg fyrir öngþveiti og stíflur í umferðinni, líkt og gerði 6. mars árið 2013. „Og það virðist hafa tekist þar sem margir fóru eftir tilmælum um að vera ekki á ferli að óþörfu. Það er mjög ánægjulegt og lýsir góðu samstarfi viðbragðsaðila og almennings. Margir eiga hrós skilið fyrir sinn þátt í að dagurinn gekk eins vel og raun bar vitni. Vissulega hefði þetta getað verið ennþá verra, en ef ekki hefði verið varað við þessu hefði heyrst mikil gagnrýni frá fjölmörgum og áhrifin orðið mun verri.“ Nú hafa heyrst gagnrýnisraddir á að spár hafi ekki ræst í dag og vil ég aðeins tjá mig um það hér :) Það var spáð...Posted by Veðurlíf on Tuesday, December 1, 2015 Veður Tengdar fréttir Snjódýpt í Reykjavík um 17 - 18 sentímetrar eftir ofankomu dagsins Búast má við að það stytti upp um miðnætti. 1. desember 2015 20:08 Björgunarsveitarmenn enn að störfum Hjálpa ökumönnum sem sitja fastir á stofnbrautum. 1. desember 2015 18:55 Full þörf á viðbúnaðinum vegna veðursins í dag Lögreglan þakklát fyrir skynsemi borgarbúa um að halda sig heimavið og vera sem minnst á ferðinni. 1. desember 2015 16:28 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum þingsins Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Sjá meira
„Þrátt fyrir gríðarlega mikla umfjöllun og viðvörun frá Veðurstofunni, Almannavörnum, Lögreglu, tryggingafélögum og fleirum þurfti að hjálpa a.m.k. 50 bílum í morgun. Hvað hefðu þeir verið margir ef ekki hefði verið varað svo mikið við og hvað hefði fólk þá sagt um Veðurstofuna?,“ spyrt veðurfræðingurinn Birta Líf Kristinsdóttir á Facebook-síðu sinni Veðurlíf þar sem hún svarar þeim sem gagnrýnt hafa að veðrið í dag hefði ekki orðið eins slæmt og spár sögðu til um. Birta Líf segir að spáð hefði verið austanstormi, en eins og oft vill verða þá náði austanáttin sér ekki á strik víða á höfuðborgarsvæðinu þar sem gott skjól er af trjám og byggingum. „Ég skil vel að ef fólk var að búast við að fjúka um koll við að hlaupa út í bíl þá hafi þetta verið vonbrigði og get ég að hluta til verið sammála þar,“ skrifar Birta Líf. Hún segir að allt í kring hafi hins vegar mælst stormur, til dæmis á Reykjanesbrautinni, Sandskeiði, Kjalarnes og við Hafnarfjall náðu hviðurnar yfir fimmtíu metrum á sekúndu. Hún segir vindinn ekki hafa verið aðalatriðið í Reykjavík og hefði aldrei verið varað svo mikið við ef hann hefði verið einn ferð eða með rigningu. „Aðaláhyggjurnar snérust að skafrenningi og snjó og áhrifum á færðina. Á höfuðborgarsvæðinu er mikil bílaumferð á morgnana og síðdegis og það þarf ekki marga fasta til að stífla stórar umferðaræðar og setja allt á hliðina.“ Hún segir að ef álíka veðri hefði verið spáð á hvaða stað sem er úti á landi hefði ekki verið gert svona mikið úr því enda færri á ferli þar, fólk vanara slæmu veðri og á betur búnum bílum. „Þess vegna skil ég mjög vel utanbæjarfólk sem var í borginni og fannst ekki mikið til koma.“ Segir hún spána og þær viðvaranir sem voru settar fram til að koma í veg fyrir öngþveiti og stíflur í umferðinni, líkt og gerði 6. mars árið 2013. „Og það virðist hafa tekist þar sem margir fóru eftir tilmælum um að vera ekki á ferli að óþörfu. Það er mjög ánægjulegt og lýsir góðu samstarfi viðbragðsaðila og almennings. Margir eiga hrós skilið fyrir sinn þátt í að dagurinn gekk eins vel og raun bar vitni. Vissulega hefði þetta getað verið ennþá verra, en ef ekki hefði verið varað við þessu hefði heyrst mikil gagnrýni frá fjölmörgum og áhrifin orðið mun verri.“ Nú hafa heyrst gagnrýnisraddir á að spár hafi ekki ræst í dag og vil ég aðeins tjá mig um það hér :) Það var spáð...Posted by Veðurlíf on Tuesday, December 1, 2015
Veður Tengdar fréttir Snjódýpt í Reykjavík um 17 - 18 sentímetrar eftir ofankomu dagsins Búast má við að það stytti upp um miðnætti. 1. desember 2015 20:08 Björgunarsveitarmenn enn að störfum Hjálpa ökumönnum sem sitja fastir á stofnbrautum. 1. desember 2015 18:55 Full þörf á viðbúnaðinum vegna veðursins í dag Lögreglan þakklát fyrir skynsemi borgarbúa um að halda sig heimavið og vera sem minnst á ferðinni. 1. desember 2015 16:28 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum þingsins Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Sjá meira
Snjódýpt í Reykjavík um 17 - 18 sentímetrar eftir ofankomu dagsins Búast má við að það stytti upp um miðnætti. 1. desember 2015 20:08
Björgunarsveitarmenn enn að störfum Hjálpa ökumönnum sem sitja fastir á stofnbrautum. 1. desember 2015 18:55
Full þörf á viðbúnaðinum vegna veðursins í dag Lögreglan þakklát fyrir skynsemi borgarbúa um að halda sig heimavið og vera sem minnst á ferðinni. 1. desember 2015 16:28