Stjörnusílin undirbúa komu sína Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 9. október 2014 18:00 vísir/getty Leikkonan Blake Lively tilkynnti það í þessari viku að hún ætti von á barni með eiginmanni sínum, leikaranum Ryan Reynolds. Blake er langt frá því að vera eina stjarnan sem er barnshafandi um þessar mundir og ljóst er að von er á mikilli barnasprengingu á næstu vikum og mánuðum í heimi fræga fólksins.Kate Middleton, hertogaynjan af Cambridge, og eiginmaður hennar, Vilhjálmur prins, eignuðust soninn George í júlí í fyrra. Þann 8. september síðastliðinn tilkynntu þau að annað barn væri á leiðinni.Söngkonan Alicia Keys og eiginmaður hennar, Swizz Beats, áttu fjögurra ára brúðkaupsafmæli 31. júlí síðastliðinn. Sama dag sögðu þau aðdáendum sínum frá því á Instagram að þau ættu von á öðru barni en fyrir eiga þau soninn Eygpt sem er þriggja ára.Nú styttist í að leikkonan Hayden Panettiere verði léttari en hún á von á sínu fyrsta barni með úkraínska boxaranum Wladimir Klitschko. Hún talaði af sér á rauða dreglinum á Emmy-verðlaunahátíðinni í lok ágúst og missti út úr sér að þau ættu von á stúlku.Leikarahjónin Kristen Bell og Dax Shepard eignuðust dótturina Lincoln Bell Shepard í mars í fyrra og í júní á þessu ári kom í ljós að þau eiga von á sínu öðru barni.Leikkonan Blake Lively tilkynnti það á heimasíðu sinni Preserve að hún ætti von á barni með leikaranum Ryan Reynolds. Hjónin hafa oft látið hafa eftir sér að þau vilji stofna til fjölskyldu og jafnvel eignast nokkur börn.Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian á von á þriðja barninu með kærasta sínum, Scott Disick, en nýjasti fjölskyldumeðlimurinn er væntanlegur í heiminn í desember. Fyrir eiga þau soninn Mason, fimm ára, og dótturina Penelope, tveggja ára.Söngkonan Carrie Underwood, sem fór með sigur af hólmi í American Idol árið 2005, á von á sínu fyrsta barni með eiginmanni sínum, Mike Fisher.Leikkonan Zoe Saldana á von á tvíburum með eiginmanni sínum, ítalska listamanninum Marco Perego. Börnin verða tvítyngd að sögn leikkonunnar því þau Marco ætla að tala bæði spænsku og ensku við þau, en faðir Zoe er frá Dóminíkanska lýðveldinu og móðir hennar frá Púertó Ríkó. Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira
Leikkonan Blake Lively tilkynnti það í þessari viku að hún ætti von á barni með eiginmanni sínum, leikaranum Ryan Reynolds. Blake er langt frá því að vera eina stjarnan sem er barnshafandi um þessar mundir og ljóst er að von er á mikilli barnasprengingu á næstu vikum og mánuðum í heimi fræga fólksins.Kate Middleton, hertogaynjan af Cambridge, og eiginmaður hennar, Vilhjálmur prins, eignuðust soninn George í júlí í fyrra. Þann 8. september síðastliðinn tilkynntu þau að annað barn væri á leiðinni.Söngkonan Alicia Keys og eiginmaður hennar, Swizz Beats, áttu fjögurra ára brúðkaupsafmæli 31. júlí síðastliðinn. Sama dag sögðu þau aðdáendum sínum frá því á Instagram að þau ættu von á öðru barni en fyrir eiga þau soninn Eygpt sem er þriggja ára.Nú styttist í að leikkonan Hayden Panettiere verði léttari en hún á von á sínu fyrsta barni með úkraínska boxaranum Wladimir Klitschko. Hún talaði af sér á rauða dreglinum á Emmy-verðlaunahátíðinni í lok ágúst og missti út úr sér að þau ættu von á stúlku.Leikarahjónin Kristen Bell og Dax Shepard eignuðust dótturina Lincoln Bell Shepard í mars í fyrra og í júní á þessu ári kom í ljós að þau eiga von á sínu öðru barni.Leikkonan Blake Lively tilkynnti það á heimasíðu sinni Preserve að hún ætti von á barni með leikaranum Ryan Reynolds. Hjónin hafa oft látið hafa eftir sér að þau vilji stofna til fjölskyldu og jafnvel eignast nokkur börn.Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian á von á þriðja barninu með kærasta sínum, Scott Disick, en nýjasti fjölskyldumeðlimurinn er væntanlegur í heiminn í desember. Fyrir eiga þau soninn Mason, fimm ára, og dótturina Penelope, tveggja ára.Söngkonan Carrie Underwood, sem fór með sigur af hólmi í American Idol árið 2005, á von á sínu fyrsta barni með eiginmanni sínum, Mike Fisher.Leikkonan Zoe Saldana á von á tvíburum með eiginmanni sínum, ítalska listamanninum Marco Perego. Börnin verða tvítyngd að sögn leikkonunnar því þau Marco ætla að tala bæði spænsku og ensku við þau, en faðir Zoe er frá Dóminíkanska lýðveldinu og móðir hennar frá Púertó Ríkó.
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira