Brúðkaup Höllu Vilhjálms í Kólumbíu: Gifti sig í Veru Wang Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 18. desember 2014 09:43 Nú eru Harry og Halla orðin hjón. myndir/einkasafn „Við vorum á ferðalagi um Kólumbíu, Bogotá og nágrenni, alveg yfir þrjátíu manns, vikuna fyrir brúðkaupið. Við gistum meðal annars öll í húsi fjölskyldu Harrys en afi afa hans var forseti Kólumbíu sem frelsaði þrælana, sambærilegt Lincoln,“ segir fyrirsætan og leik- og söngkonan Halla Vilhjálmsdóttir. Hún gekk að eiga sinn heittelskaða, Harry Koppel, í Kólumbíu síðustu helgi. Harry og Halla hafa verið saman síðan sumarið 2012 og trúlofuðu sig í Istanbúl ári síðar.Gullfalleg brúðhjón.Um tvö hundruð manns voru í þessu veglega brúðkaupi og geislaði Halla á brúðkaupsdaginn í kjól frá Veru Wang og hælum frá Christian Louboutin.Móðir hennar prjónaði brúðarsjalið en Harry klæddist hefðbundnum kjólfötum frá Gieves & Hawkes. Halla kom eiginmanni sínum á óvænt í veislunni eftir athöfnina. „Ég gaf Harry tónlist í brúðargjöf. Ég samdi til hans þrjú lög,“ segir Halla en faðir hennar, gítarleikarinn Vilhjálmur Guðjónsson, tók lag sem hann samdi til móður Höllu á saxófón í kirkjunni.Brúðardansinn heppnaðist.Halla segir allan daginn hafa verið töfrum líkastur og svífur hún enn um á bleiku skýi. „Þetta var fullkomið og er það. Brúðardansinn tókst meira að segja í fyrsta skipti. Við höfðum engan tíma til að æfa svo við vorum óviss með útkomuna,“ segir hún glöð í bragði. Eftir herlegheitin var síðan haldið í óvanalega brúðkaupsferð sem stendur enn. „Morguninn eftir brúðkaupið flugum við til Cartagena, karabísku paradísarinnar, með sextíu manna hópi af okkar allra nánustu alls staðar frá. Kannski ekki algengt að fólk fari í brúðkaupsferð með foreldrum sínum og öllum vinum og foreldrum þeirra jafnvel,“ segir Halla og heldur áfram að slaka á og njóta hjónasælunnar í faðmi þeirra sem hún elskar.Halla er í skýjunum og nýtur nú lífsins í Cartagena.Halla söng fyrir Harry í veislunni. Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
„Við vorum á ferðalagi um Kólumbíu, Bogotá og nágrenni, alveg yfir þrjátíu manns, vikuna fyrir brúðkaupið. Við gistum meðal annars öll í húsi fjölskyldu Harrys en afi afa hans var forseti Kólumbíu sem frelsaði þrælana, sambærilegt Lincoln,“ segir fyrirsætan og leik- og söngkonan Halla Vilhjálmsdóttir. Hún gekk að eiga sinn heittelskaða, Harry Koppel, í Kólumbíu síðustu helgi. Harry og Halla hafa verið saman síðan sumarið 2012 og trúlofuðu sig í Istanbúl ári síðar.Gullfalleg brúðhjón.Um tvö hundruð manns voru í þessu veglega brúðkaupi og geislaði Halla á brúðkaupsdaginn í kjól frá Veru Wang og hælum frá Christian Louboutin.Móðir hennar prjónaði brúðarsjalið en Harry klæddist hefðbundnum kjólfötum frá Gieves & Hawkes. Halla kom eiginmanni sínum á óvænt í veislunni eftir athöfnina. „Ég gaf Harry tónlist í brúðargjöf. Ég samdi til hans þrjú lög,“ segir Halla en faðir hennar, gítarleikarinn Vilhjálmur Guðjónsson, tók lag sem hann samdi til móður Höllu á saxófón í kirkjunni.Brúðardansinn heppnaðist.Halla segir allan daginn hafa verið töfrum líkastur og svífur hún enn um á bleiku skýi. „Þetta var fullkomið og er það. Brúðardansinn tókst meira að segja í fyrsta skipti. Við höfðum engan tíma til að æfa svo við vorum óviss með útkomuna,“ segir hún glöð í bragði. Eftir herlegheitin var síðan haldið í óvanalega brúðkaupsferð sem stendur enn. „Morguninn eftir brúðkaupið flugum við til Cartagena, karabísku paradísarinnar, með sextíu manna hópi af okkar allra nánustu alls staðar frá. Kannski ekki algengt að fólk fari í brúðkaupsferð með foreldrum sínum og öllum vinum og foreldrum þeirra jafnvel,“ segir Halla og heldur áfram að slaka á og njóta hjónasælunnar í faðmi þeirra sem hún elskar.Halla er í skýjunum og nýtur nú lífsins í Cartagena.Halla söng fyrir Harry í veislunni.
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira