Innlent

Þáttur um lögreglustarf í Reykjavík: "Barði hana í stöppu úti í bíl og talaði um að kála sér“

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Þáttastjórnendurnir Karin Cruz og Niels Brinch kynna sér starf lögreglu í Reykjavík.
Þáttastjórnendurnir Karin Cruz og Niels Brinch kynna sér starf lögreglu í Reykjavík. Myndir/Station 2
Sjónvarpsstöðin TV2 í Danmörku sýndi í gær heimildaþátt um starf lögreglu og glæpi á Íslandi.  Þar sáust meðal annars sérsveitarmenn lögreglu brjótast inn til manns í annarlegu ástandi.

„Það hefur verið spíttneysla á honum í kvöld, kolruglaður. Barði hana í stöppu úti í bíl og talaði um að kála sér. Var með hníf, stóran steikarhníf,“ segir sérsveitarmaður  í þættinum. Sveitin umkringdi að lokum húsið og braut niður hurðina með afli þegar maðurinn neitaði að hleypa lögreglumönnunum inn. Þáttagerðarmenn, þau Karin Cruz og Niels Brinch, fengu að taka þátt í daglegu starfi lögreglunnar. Allt frá því að fá sér pylsu með lögregluþjónunum, heimsækja umdæmi lögreglunnar í Selfossi og Geysi í leiðinni, prófa köfunarbúnað að því handtaka mjög reiða konu og stöðva heimilisofbeldi.

Þátturinn, sem heitir Station 2 tur/retur Island, var tekinn upp í kringum jólin í fyrra að því er segir á vefsíðu sjónvarpsstöðvarinnar. Hann er hluti af 10 þátta sjónvarpsþáttaröð um þær stórborgir þar er hvað mest glæpsamlegt athæfi. Í hópnum eru borgir eins og Bangkok, Rio de Janeiro og Napolí – þáttastjórnendum þykir Reykjavík greinilega eiga heima í þeim hópi. Lýsingu á þáttaröðinni má finna hér.

Brot úr þættinum má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×