Innlent

FBI heldur úti nákvæmum gagnabanka um slangur á netinu

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Höfuðstövðar FBI.
Höfuðstövðar FBI.
Bandaríska alríkislögreglan FBI heldur úti gagnabanka þar sem internet-slangur er kortlagt. Um er að ræða skjal sem er 83 blaðsíður að lengd og nær yfir tæplega 3000 slanguryrði, að stórum hluta skammstafanir yfir hina ýmsu hluti.

Skjalið var gert opinbert eftir fyrirspurn hóps sem kallar sig Muckrock. Það tók hópinn sex mánuði að fá skjalið sent, en þeir vísuðu í upplýsingalög sem eru í gildi í Bandaríkjunum.

Skjalið er mjög ítarlegt og má þar finna útskýringar yfir skammstafanir eins og BOGSAT (sem stendur fyrir „bunch of guys sitting around talking“, eða „nokkrir strákar saman í hóp að tala“), DITYID (sem stendur fyrir „did I tell you I‘m depressed“, eða „var ég búinn að segja þér að ég er þunglyndur“) og NIFOC (sem stendur fyrir „naked in front of computer“ eða „nakinn fyrir framan tölvuna“).

Margar af þeim skammstöfum og því slangri sem FBI kortleggur er notað í litlum samfélögum á netinu og hefur stofnunin verið gagnrýnd fyrir að eyða tíma sínum í að rannsaka þetta svona gaumgæfilega. Netdeild FBI tók listann saman og í tölvupósti frá henni til starfsmanna kom fram að skjalið gæti nýst þeim til þess að vita hvað börn þeirra og barnabörn væru að gera á netinu.

Skjalið er Twitter-shorthand, en þrátt fyrir nafnið kemur fram að skjalið sé ekki eingöngu yfir slangrið sem notað er á samskiptamiðlinum Twitter, en einnig Facebook og Myspace. Í skjalinu eru slanguryrði sem hafa verið notuð sjaldnar en tuttugu sinnum í átta ára sögu Twitter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×