Innlent

Yfirgaf partý og braust inn í gröfu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sumarhúsið á myndinni tengist fréttinni ekki.
Sumarhúsið á myndinni tengist fréttinni ekki. Vísir/Pjetur
Þrír menn í orlofshúsi í Munaðarnesi unnu skemmdir á húsinu, einn braust inn í gröfu og þriðji húkkaði sér far í bæinn illa til reika í kjölfar samkvæmis sem virðist hafa farið úr böndunum. Skessuhorn greinir frá.

Lögreglan í Borgarfirði og Dölum var í gærmorgun kölluð að Munaðarnesi. Maður í annarlegu ástandi hafði brotist inn í gröfu og byrjað að vinna á henni. Sömuleiðis gerði hann tilraun til að brjótast inn í vörubíl á staðnum.

Maðurinn var einn þriggja sem dvaldi í orlofshúsi um nóttina ásamt tveimur öðrum mönnum. Bæði áfengis og fíkniefna hafði verið neitt í húsinu en örvandi efni fundust í húsinu að því er lögreglumaður í Borgarnesi staðfesti í samtali við Vísi.

Einn hinna þriggja var færður til yfirheyrslu en hinir tveir virðast hafa komið sér í bæinn með því að húkka sér far. Lögreglan kann þó deili á mönnunum tveimur og mun ræða við þá. Töluverðar skemmdir voru unnar á húsinu og má reikna með bótakröfu frá eiganda hússins á hendur mönnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×