Agi í ríkisfjármálum mikilvægari en nýr gjaldmiðill Jón Júlíus Karlsson skrifar 6. apríl 2014 21:30 Krónan er ekkert að fara á næstunni. Þetta segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. Meira máli skipti að koma böndum á ríkisfjármálin en að skipta um gjaldmiðil.Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartar framtíðar, voru gestir Sigurjóns Egilssonar á Sprengisandi í morgun. Gjaldmiðlaumræða var fyrirferðamikil en í gær lofaði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, íslensku krónuna og sagði hana vera lykilþátt í því að á Íslandi væri atvinnuleysi minna en í öllum 28 ríkjum Evrópusambandins. „Við teljum að krónan sé ekki að fara á næstunni. Við teljum að við séum á þeim stað að hún verði áfram og við eigum að sjálfsögðu að nýta kosti hennar,“ segir Hanna Birna. Hún segir mikilvægara að ná fram auknum aga í ríkisfjármálum en að skipta um gjaldmiðil. „Ég er þeirrar skoðunar og hef mörgum sinnum sagt það að krónan er ekkert annað en mælitæki á ástandið í efnahagslífinu almennt. Við þurfum að tileikna okkur ríkari aga.“ Guðmundur segir greinilegt að Sjálfstæðisflokkurinn sé að skerpa stefnu sína í Evrópumálum. Flokkurinn sé búinn að hverfa frá þeirri gjaldmiðlastefnu sem samþykkt var á síðasta landsfundi. „Ég heyrði ekki betur í kosningabaráttunni en að þá hefði Sjálfstæðisflokkurinn nýverið ályktað á landsfundi að krónan væri ekki framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar. Þá voru skilaboðin að það ætti að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðanna. Núna er tónninn þess að þjóðin eigi ekki að fara í ESB; krónan er fín. Það hefði verið betra ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði sagt þetta svona í kosningabaráttunni og kjósendur hefðu getað tekið upplýsta ákvörðun,“ sagði Guðmundur.Ekki klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum Stofnun nýs evrópusinnaðs hægri flokks hefur verið í umræðunni síðustu vikur. Hanna Birna er ósammála því að um klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum sé að ræða. „Ég veit ekki hvort það sé réttnefni að segja klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum. Þetta yrði frekar flokkur sem leggur áherslu á Evrópumálin og aðild að Evrópusambandinu. Það getur vel verið að slíkur flokkur myndi hafa áhrif á alla stjórnmálaflokka en alls ekki einungis Sjálfstæðisflokkinn.“ ESB-málið Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Sjá meira
Krónan er ekkert að fara á næstunni. Þetta segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. Meira máli skipti að koma böndum á ríkisfjármálin en að skipta um gjaldmiðil.Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartar framtíðar, voru gestir Sigurjóns Egilssonar á Sprengisandi í morgun. Gjaldmiðlaumræða var fyrirferðamikil en í gær lofaði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, íslensku krónuna og sagði hana vera lykilþátt í því að á Íslandi væri atvinnuleysi minna en í öllum 28 ríkjum Evrópusambandins. „Við teljum að krónan sé ekki að fara á næstunni. Við teljum að við séum á þeim stað að hún verði áfram og við eigum að sjálfsögðu að nýta kosti hennar,“ segir Hanna Birna. Hún segir mikilvægara að ná fram auknum aga í ríkisfjármálum en að skipta um gjaldmiðil. „Ég er þeirrar skoðunar og hef mörgum sinnum sagt það að krónan er ekkert annað en mælitæki á ástandið í efnahagslífinu almennt. Við þurfum að tileikna okkur ríkari aga.“ Guðmundur segir greinilegt að Sjálfstæðisflokkurinn sé að skerpa stefnu sína í Evrópumálum. Flokkurinn sé búinn að hverfa frá þeirri gjaldmiðlastefnu sem samþykkt var á síðasta landsfundi. „Ég heyrði ekki betur í kosningabaráttunni en að þá hefði Sjálfstæðisflokkurinn nýverið ályktað á landsfundi að krónan væri ekki framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar. Þá voru skilaboðin að það ætti að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðanna. Núna er tónninn þess að þjóðin eigi ekki að fara í ESB; krónan er fín. Það hefði verið betra ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði sagt þetta svona í kosningabaráttunni og kjósendur hefðu getað tekið upplýsta ákvörðun,“ sagði Guðmundur.Ekki klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum Stofnun nýs evrópusinnaðs hægri flokks hefur verið í umræðunni síðustu vikur. Hanna Birna er ósammála því að um klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum sé að ræða. „Ég veit ekki hvort það sé réttnefni að segja klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum. Þetta yrði frekar flokkur sem leggur áherslu á Evrópumálin og aðild að Evrópusambandinu. Það getur vel verið að slíkur flokkur myndi hafa áhrif á alla stjórnmálaflokka en alls ekki einungis Sjálfstæðisflokkinn.“
ESB-málið Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Sjá meira