Áfram í farbanni: Segir dóttur sína hafa átt tölvu er innihélt barnaklám Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2014 20:38 36 þúsund ljómsyndir sem sýna unga drengi ýmist nakta eða á annan kynferðislegan hátt fundust á tölvu mannsins. Hæstiréttur hefur staðfest áframhaldandi farbann yfir 59 ára gömlum dæmdum kynferðisbrotamanni, Jóni Sverri Bragasyni, til 14. október sem gripinn var í Leifsstöð þann 1. ágúst grunaður um vörslu barnakláms. Við leit í farangri fundust vísbendingar um barnaklám og lögregla hald á tvær Samsung-tölvur og sex minnislykla. gæsluvarðhaldsbeiðni lögreglu kemur fram að við skoðun á annarri tölvunni hafi fundist um 36 þúsund ljómsyndir sem sýni unga drengi ýmist nakta eða á annan kynferðislegan hátt.Horft var á hreyfimyndir í tölvunni Einnig leiddi rannsókn lögreglu í ljós að kærði vistaði á tölvum sínum og minnikubbum kvikmyndaskrár sem var eytt af tölvunum. Telur lögregla að kvikmyndaskrárnar hafi innihaldið kynferðisbrot gegn börnum. Lögregla vinnur að því að endurheimta skrárnar. Var Jón Sverrir úrskurðaður í farbann til 16. september þar sem talið var að „ætla megi að hann muni reyna að komast úr landi eða leynast ellegar koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar“ eins og sagði í farbannsbeiðninni. Undir þau sjónarmið tók Héraðsdómur Reykjaness og síðar Hæstiréttur eins og Vísir greindi frá. Í farbannsbeiðni lögreglu, sem lögð var fram þann 16. september eða daginn sem Jón Sverrir átti að losna úr farbanni, kemur fram að lögregla hafi við húsleit einnig lagt hald á fartölvu á dvalarstað Jóns Sverris hér á landi. Rannsókn á tölvunni hafi leitt það í ljós að horft hafi verið á hreyfimyndir í tölvunni sem lögregla telur innihalds kynferðisbrot gegn börnum. Skráin hafi verið opnuð þann 12. ágúst eða á þeim tíma er Jón Sverrir sætti farbanni.Telja skýringar Jóns Sverris ótrúverðugar Jón Sverrir sagði við yfirheyrslu að tölvan hafi verið í eigu dóttur hans og neitar hann að hafa sjálfur horft á umrædda hreyfimynd í tölvunni. Þá segist hann hafa keypt minniskubbana á útimarkaði. Sömuleiðis hafi hann ekki einn haft aðgang að umræddum Samsung-fartölvum og minniskubbum. Samstarfsmenn hans hafi haft aðgang að þeim og telur kærði að þeir gætu hafa komið efninu fyrir á tölvunum og kubbunum. Lögregla telur að miðað við þau rannsóknargögn sem liggi fyrir í málinu að skýringar Jóns Sverris séu afar ótrúverðugar. Rannsókn sé í fullum gangi og yfirheyra þurfi kærða þriðja sinni þegar rannsókn á tölvugögnum verði lokið. Lögregla telur hættu á að kærði muni reyna að komast úr landi verði honum ekki gert að sæta farbanni. Héraðsdómur Reykjaness féllst á þau rök á þriðjudag og Hæstiréttur staðfesti dóminn í dag.Dóm Hæstaréttar má sjá hér.Misnotaði þroskaheftan dreng Jón Sverrir var þann 20. maí árið 2010 dæmdur í þriggja ára og sex mánaða fangelsi. Um var að ræða kynferðisbrot gegn þroskaheftum dreng sem var á aldrinum þrettán til fimmtán ára þegar brotin voru framin. „Jón Sverrir tældi piltinn til kynmaka með því að notfæra sér þroskaskerðingu hans, reynsluleysi hans af kynlífi og tölvufíkn, en Jón greiddi drengnum fyrir kynmökin með tölvuleikjum eða peningum,“ segir í dómi Hæstaréttar frá 2010. Var Jóni Sverri veitt reynslulausn í desember 2012 eða þegar hann hafði setið inni í tvö og hálft ár. Tengdar fréttir Íslendingur í farbann: 36 þúsund barnaklámsmyndir á tölvu sinni Lögregla reynir að endurheimta myndbönd af tölvum og minniskubbum Jóns Sverrir Bragasonar, dæmds kynferðisbrotamanns, en talið er að þau innihaldi kynferðisbrot. 27. ágúst 2014 16:17 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest áframhaldandi farbann yfir 59 ára gömlum dæmdum kynferðisbrotamanni, Jóni Sverri Bragasyni, til 14. október sem gripinn var í Leifsstöð þann 1. ágúst grunaður um vörslu barnakláms. Við leit í farangri fundust vísbendingar um barnaklám og lögregla hald á tvær Samsung-tölvur og sex minnislykla. gæsluvarðhaldsbeiðni lögreglu kemur fram að við skoðun á annarri tölvunni hafi fundist um 36 þúsund ljómsyndir sem sýni unga drengi ýmist nakta eða á annan kynferðislegan hátt.Horft var á hreyfimyndir í tölvunni Einnig leiddi rannsókn lögreglu í ljós að kærði vistaði á tölvum sínum og minnikubbum kvikmyndaskrár sem var eytt af tölvunum. Telur lögregla að kvikmyndaskrárnar hafi innihaldið kynferðisbrot gegn börnum. Lögregla vinnur að því að endurheimta skrárnar. Var Jón Sverrir úrskurðaður í farbann til 16. september þar sem talið var að „ætla megi að hann muni reyna að komast úr landi eða leynast ellegar koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar“ eins og sagði í farbannsbeiðninni. Undir þau sjónarmið tók Héraðsdómur Reykjaness og síðar Hæstiréttur eins og Vísir greindi frá. Í farbannsbeiðni lögreglu, sem lögð var fram þann 16. september eða daginn sem Jón Sverrir átti að losna úr farbanni, kemur fram að lögregla hafi við húsleit einnig lagt hald á fartölvu á dvalarstað Jóns Sverris hér á landi. Rannsókn á tölvunni hafi leitt það í ljós að horft hafi verið á hreyfimyndir í tölvunni sem lögregla telur innihalds kynferðisbrot gegn börnum. Skráin hafi verið opnuð þann 12. ágúst eða á þeim tíma er Jón Sverrir sætti farbanni.Telja skýringar Jóns Sverris ótrúverðugar Jón Sverrir sagði við yfirheyrslu að tölvan hafi verið í eigu dóttur hans og neitar hann að hafa sjálfur horft á umrædda hreyfimynd í tölvunni. Þá segist hann hafa keypt minniskubbana á útimarkaði. Sömuleiðis hafi hann ekki einn haft aðgang að umræddum Samsung-fartölvum og minniskubbum. Samstarfsmenn hans hafi haft aðgang að þeim og telur kærði að þeir gætu hafa komið efninu fyrir á tölvunum og kubbunum. Lögregla telur að miðað við þau rannsóknargögn sem liggi fyrir í málinu að skýringar Jóns Sverris séu afar ótrúverðugar. Rannsókn sé í fullum gangi og yfirheyra þurfi kærða þriðja sinni þegar rannsókn á tölvugögnum verði lokið. Lögregla telur hættu á að kærði muni reyna að komast úr landi verði honum ekki gert að sæta farbanni. Héraðsdómur Reykjaness féllst á þau rök á þriðjudag og Hæstiréttur staðfesti dóminn í dag.Dóm Hæstaréttar má sjá hér.Misnotaði þroskaheftan dreng Jón Sverrir var þann 20. maí árið 2010 dæmdur í þriggja ára og sex mánaða fangelsi. Um var að ræða kynferðisbrot gegn þroskaheftum dreng sem var á aldrinum þrettán til fimmtán ára þegar brotin voru framin. „Jón Sverrir tældi piltinn til kynmaka með því að notfæra sér þroskaskerðingu hans, reynsluleysi hans af kynlífi og tölvufíkn, en Jón greiddi drengnum fyrir kynmökin með tölvuleikjum eða peningum,“ segir í dómi Hæstaréttar frá 2010. Var Jóni Sverri veitt reynslulausn í desember 2012 eða þegar hann hafði setið inni í tvö og hálft ár.
Tengdar fréttir Íslendingur í farbann: 36 þúsund barnaklámsmyndir á tölvu sinni Lögregla reynir að endurheimta myndbönd af tölvum og minniskubbum Jóns Sverrir Bragasonar, dæmds kynferðisbrotamanns, en talið er að þau innihaldi kynferðisbrot. 27. ágúst 2014 16:17 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Íslendingur í farbann: 36 þúsund barnaklámsmyndir á tölvu sinni Lögregla reynir að endurheimta myndbönd af tölvum og minniskubbum Jóns Sverrir Bragasonar, dæmds kynferðisbrotamanns, en talið er að þau innihaldi kynferðisbrot. 27. ágúst 2014 16:17
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels