Gistiskálar og tjaldstæði færð frá Landmannalaugum í skipulagskeppni Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. maí 2014 07:00 Aðstaðan í Landmannalaugum er ekki viðunandi, segir oddviti Rangárþings ytra. Fréttablaðið/Vilhelm „Hugsunin er að endurheimta gróður og upphaflega ásýnd Landmannalauganna sjálfra,“ segir Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, oddviti Rangárþings ytra, um fyrirhugaða samkeppni um deiliskipulag Landmannalauga. Rangárþing ytra hefur tvisvar fengið styrk úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna samkeppninnar; þriggja milljóna króna styrk í fyrra og tíu milljóna króna styrk í ár. „Ég reikna með að verulegur meirihluti af þessum tíu milljónum fari í verðlaunafé og við viljum fá hugmyndir sem víðast að því betur sjá augu en auga,“ segir Guðmundur.Gistingin verði fjóra kílómetra í burtu Þörfin á að deiliskipuleggja Landmannalaugar er afar knýjandi að sögn Guðmundar. „Þarna er ekki viðunandi aðstaða eins og er til að taka á móti þeim fjölda sem hefur verið og það hefur ekki verið hægt að byggja neitt upp vegna þess að deiliskipulag vantar.“ Í rammaskipulagi fyrir hálendið norðan Mýrdalsjökuls er gert ráð fyrir að meginþjónustan með tjaldstæði og gistiskálum færist út fyrir Landmannalaugasvæðið á stað sem heitir Sólvangur, þremur til fjórum kílómetrum frá náttúruvættinu. „En þá er verið að tala um að inni í Laugunum sjálfum verði upplýsingar, gestastofa og búningsaðstaða til þess að fara ofan í laugina,“ útskýrir Guðmundur.Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, oddviti Rangárþings ytra.Miklir hagsmunir og skiptar skoðanir Oddvitinn játar því að skiptar skoðanir séu um fyrirkomulagið þótt engar „viðamiklar athugasemdir“ hafi komið fram þegar rammaskipulagið var samþykkt. Ferðafélag Íslands eigi mikla hagsmuni með gistiskála og salernishús í Landmannalaugum. Grunnhugmyndin sé að slík þjónusta fari mögulega í Sólvang. „Meginhugsunin er að halda svæðinu sem ósnortnustu þannig að fegurð og andblær staðarins njóti sín sem best. En það verður áfram tekið á móti fólki í Landmannalaugum, hugmyndin er alls ekki að því verði hætt eða fólki meinaður aðgangur,“ segir Guðmundur sem vonast til að samkeppninni verði ýtt úr vör í sumar. „Það er mikilvægt að nýta síðari hluta sumarsins þegar allt er orðið greiðfært þannig að fólk sem ætlar að taka þátt í samkeppninni geti skoðað svæðið sem best,“ segir Guðmundur. Félög arkitekta og landslagsarkitekta muni eiga fulltrúa í dómnefnd auk þess sem samstarf verði við Umhverfisstofnun. „Það verður reynt að hafa gott yfirbragð og góðan faglegan blæ á þessu öllu saman.“ Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Sjá meira
„Hugsunin er að endurheimta gróður og upphaflega ásýnd Landmannalauganna sjálfra,“ segir Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, oddviti Rangárþings ytra, um fyrirhugaða samkeppni um deiliskipulag Landmannalauga. Rangárþing ytra hefur tvisvar fengið styrk úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna samkeppninnar; þriggja milljóna króna styrk í fyrra og tíu milljóna króna styrk í ár. „Ég reikna með að verulegur meirihluti af þessum tíu milljónum fari í verðlaunafé og við viljum fá hugmyndir sem víðast að því betur sjá augu en auga,“ segir Guðmundur.Gistingin verði fjóra kílómetra í burtu Þörfin á að deiliskipuleggja Landmannalaugar er afar knýjandi að sögn Guðmundar. „Þarna er ekki viðunandi aðstaða eins og er til að taka á móti þeim fjölda sem hefur verið og það hefur ekki verið hægt að byggja neitt upp vegna þess að deiliskipulag vantar.“ Í rammaskipulagi fyrir hálendið norðan Mýrdalsjökuls er gert ráð fyrir að meginþjónustan með tjaldstæði og gistiskálum færist út fyrir Landmannalaugasvæðið á stað sem heitir Sólvangur, þremur til fjórum kílómetrum frá náttúruvættinu. „En þá er verið að tala um að inni í Laugunum sjálfum verði upplýsingar, gestastofa og búningsaðstaða til þess að fara ofan í laugina,“ útskýrir Guðmundur.Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, oddviti Rangárþings ytra.Miklir hagsmunir og skiptar skoðanir Oddvitinn játar því að skiptar skoðanir séu um fyrirkomulagið þótt engar „viðamiklar athugasemdir“ hafi komið fram þegar rammaskipulagið var samþykkt. Ferðafélag Íslands eigi mikla hagsmuni með gistiskála og salernishús í Landmannalaugum. Grunnhugmyndin sé að slík þjónusta fari mögulega í Sólvang. „Meginhugsunin er að halda svæðinu sem ósnortnustu þannig að fegurð og andblær staðarins njóti sín sem best. En það verður áfram tekið á móti fólki í Landmannalaugum, hugmyndin er alls ekki að því verði hætt eða fólki meinaður aðgangur,“ segir Guðmundur sem vonast til að samkeppninni verði ýtt úr vör í sumar. „Það er mikilvægt að nýta síðari hluta sumarsins þegar allt er orðið greiðfært þannig að fólk sem ætlar að taka þátt í samkeppninni geti skoðað svæðið sem best,“ segir Guðmundur. Félög arkitekta og landslagsarkitekta muni eiga fulltrúa í dómnefnd auk þess sem samstarf verði við Umhverfisstofnun. „Það verður reynt að hafa gott yfirbragð og góðan faglegan blæ á þessu öllu saman.“
Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Sjá meira