Stórstjarna í UFC æfir með Gunnari fyrir bardagann í Dublin Pétur Marinó Jónsson skrifar 14. maí 2014 17:00 Conor McGregor er einn umtalaðasti bardagamaður UFC í dag. Vísir/Getty Gunnar Nelson undirbýr sig nú af krafti fyrir bardaga sinn gegn Ryan LaFlare í Dublin í júlí. Allt stefnir í að sjö erlendir bardagamenn muni koma hingað til lands og æfa með Gunnari. Í júní verða sannkallaðar ofuræfingabúðir í Mjölni þar sem reyndir bardagamenn frá Englandi og Írlandi munu æfa með Gunnari og keppnisliði Mjölnis. Skipulagðar æfingar verða sex daga vikunnar í júní en Mjölnir sér um að flytja liðið inn og útvegar þeim gistingu. Margir af þessum bardagamönnum hafa áður dvalið hér á landi við æfingar. John Kavanagh er yfirþjálfari Gunnars og mun sjá um æfingarnar ásamt Jóni Viðari Arnþórssyni og Árna Ísakssyni. UFC-stjarnan Conor McGregor berst í aðalbardaga kvöldsins í Dublin gegn Cole Miller en þetta verður í þriðja sinn sem hann kemur hingað til lands til að æfa. McGregor er gríðarlega fær sparkboxari og er mikið milli tannanna á fólki, bæði vegna hæfileika hans og vegna kjaftbrúks í fjölmiðlum. Hann mun einnig halda námskeið í Mjölni á meðan á dvöl hans stendur.Cathal Pendred og Chris Fields eru báðir keppendur í The Ultimate Fighter raunveruleikaþáttunum þar sem 16 keppendur keppa um samning við UFC. Þættirnir eru nú í sýningum í Bandaríkjunum en reiknað er með að þeir fái pláss á UFC bardagakvöldinu í Dublin. Pendred, Fields, Philip Mulpeter, James Gallagher og Peter Queally æfa allir undir John Kavanagh hjá SBG í Írlandi og munu dvelja hér við æfingar í júní. Síðast en ekki síst kemur Karl Tanswell en hann er svart belti í brasilísku jiu-jitsu og hefur Gunnar dvalið við æfingar hjá honum í Manchester áður. Hópurinn kemur til með að æfa í nýju búri Mjölnis en búrið er að sömu stærð og keppnisbúrið í UFC.Vísir og MMA Fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Gunnar vill keppa í Dublin í sumar Gunnar Nelson mun að öllum líkindum skrifa undir nýjan fjögurra bardaga samning við UFC-bardagadeildina. Munnlegt samkomulag hefur náðst um nýjan samning að sögn Haraldar Dean Nelson, föður og umboðsmanns Gunnars. 25. apríl 2014 06:30 Gunnar Nelson mætir ósigruðum Bandaríkjamanni í Dyflinni Það er komið á hreint hvar og hvenær næsti bardagi Gunnars Nelsons í UFC verður en hann mætir ósigruðum Bandaríkjamanni á bardagakvöldi í Dyflinn á Írlandi 19. júlí. 29. apríl 2014 18:45 Gunnar Nelson ræðir LaFlare-badagann á BT Sport - myndband Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson var í viðtali á BT Sport stöðinni þar sem hann ræddi um komandi bardaga sinn við Ryan LaFlare en þeir mætast í Dylfinni í UFC-bardaga í júlímánuði. 1. maí 2014 17:15 Styttist í titilbardaga hjá þeim sem vinnur í Dyflinni Gunnar Nelson mætir ósigruðum Bandaríkjamanni í Dyflinni 19. júlí en þetta er stærsti bardagi þeirra beggja á ferlinum. 30. apríl 2014 07:00 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Sjá meira
Gunnar Nelson undirbýr sig nú af krafti fyrir bardaga sinn gegn Ryan LaFlare í Dublin í júlí. Allt stefnir í að sjö erlendir bardagamenn muni koma hingað til lands og æfa með Gunnari. Í júní verða sannkallaðar ofuræfingabúðir í Mjölni þar sem reyndir bardagamenn frá Englandi og Írlandi munu æfa með Gunnari og keppnisliði Mjölnis. Skipulagðar æfingar verða sex daga vikunnar í júní en Mjölnir sér um að flytja liðið inn og útvegar þeim gistingu. Margir af þessum bardagamönnum hafa áður dvalið hér á landi við æfingar. John Kavanagh er yfirþjálfari Gunnars og mun sjá um æfingarnar ásamt Jóni Viðari Arnþórssyni og Árna Ísakssyni. UFC-stjarnan Conor McGregor berst í aðalbardaga kvöldsins í Dublin gegn Cole Miller en þetta verður í þriðja sinn sem hann kemur hingað til lands til að æfa. McGregor er gríðarlega fær sparkboxari og er mikið milli tannanna á fólki, bæði vegna hæfileika hans og vegna kjaftbrúks í fjölmiðlum. Hann mun einnig halda námskeið í Mjölni á meðan á dvöl hans stendur.Cathal Pendred og Chris Fields eru báðir keppendur í The Ultimate Fighter raunveruleikaþáttunum þar sem 16 keppendur keppa um samning við UFC. Þættirnir eru nú í sýningum í Bandaríkjunum en reiknað er með að þeir fái pláss á UFC bardagakvöldinu í Dublin. Pendred, Fields, Philip Mulpeter, James Gallagher og Peter Queally æfa allir undir John Kavanagh hjá SBG í Írlandi og munu dvelja hér við æfingar í júní. Síðast en ekki síst kemur Karl Tanswell en hann er svart belti í brasilísku jiu-jitsu og hefur Gunnar dvalið við æfingar hjá honum í Manchester áður. Hópurinn kemur til með að æfa í nýju búri Mjölnis en búrið er að sömu stærð og keppnisbúrið í UFC.Vísir og MMA Fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Gunnar vill keppa í Dublin í sumar Gunnar Nelson mun að öllum líkindum skrifa undir nýjan fjögurra bardaga samning við UFC-bardagadeildina. Munnlegt samkomulag hefur náðst um nýjan samning að sögn Haraldar Dean Nelson, föður og umboðsmanns Gunnars. 25. apríl 2014 06:30 Gunnar Nelson mætir ósigruðum Bandaríkjamanni í Dyflinni Það er komið á hreint hvar og hvenær næsti bardagi Gunnars Nelsons í UFC verður en hann mætir ósigruðum Bandaríkjamanni á bardagakvöldi í Dyflinn á Írlandi 19. júlí. 29. apríl 2014 18:45 Gunnar Nelson ræðir LaFlare-badagann á BT Sport - myndband Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson var í viðtali á BT Sport stöðinni þar sem hann ræddi um komandi bardaga sinn við Ryan LaFlare en þeir mætast í Dylfinni í UFC-bardaga í júlímánuði. 1. maí 2014 17:15 Styttist í titilbardaga hjá þeim sem vinnur í Dyflinni Gunnar Nelson mætir ósigruðum Bandaríkjamanni í Dyflinni 19. júlí en þetta er stærsti bardagi þeirra beggja á ferlinum. 30. apríl 2014 07:00 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Sjá meira
Gunnar vill keppa í Dublin í sumar Gunnar Nelson mun að öllum líkindum skrifa undir nýjan fjögurra bardaga samning við UFC-bardagadeildina. Munnlegt samkomulag hefur náðst um nýjan samning að sögn Haraldar Dean Nelson, föður og umboðsmanns Gunnars. 25. apríl 2014 06:30
Gunnar Nelson mætir ósigruðum Bandaríkjamanni í Dyflinni Það er komið á hreint hvar og hvenær næsti bardagi Gunnars Nelsons í UFC verður en hann mætir ósigruðum Bandaríkjamanni á bardagakvöldi í Dyflinn á Írlandi 19. júlí. 29. apríl 2014 18:45
Gunnar Nelson ræðir LaFlare-badagann á BT Sport - myndband Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson var í viðtali á BT Sport stöðinni þar sem hann ræddi um komandi bardaga sinn við Ryan LaFlare en þeir mætast í Dylfinni í UFC-bardaga í júlímánuði. 1. maí 2014 17:15
Styttist í titilbardaga hjá þeim sem vinnur í Dyflinni Gunnar Nelson mætir ósigruðum Bandaríkjamanni í Dyflinni 19. júlí en þetta er stærsti bardagi þeirra beggja á ferlinum. 30. apríl 2014 07:00