Stórstjarna í UFC æfir með Gunnari fyrir bardagann í Dublin Pétur Marinó Jónsson skrifar 14. maí 2014 17:00 Conor McGregor er einn umtalaðasti bardagamaður UFC í dag. Vísir/Getty Gunnar Nelson undirbýr sig nú af krafti fyrir bardaga sinn gegn Ryan LaFlare í Dublin í júlí. Allt stefnir í að sjö erlendir bardagamenn muni koma hingað til lands og æfa með Gunnari. Í júní verða sannkallaðar ofuræfingabúðir í Mjölni þar sem reyndir bardagamenn frá Englandi og Írlandi munu æfa með Gunnari og keppnisliði Mjölnis. Skipulagðar æfingar verða sex daga vikunnar í júní en Mjölnir sér um að flytja liðið inn og útvegar þeim gistingu. Margir af þessum bardagamönnum hafa áður dvalið hér á landi við æfingar. John Kavanagh er yfirþjálfari Gunnars og mun sjá um æfingarnar ásamt Jóni Viðari Arnþórssyni og Árna Ísakssyni. UFC-stjarnan Conor McGregor berst í aðalbardaga kvöldsins í Dublin gegn Cole Miller en þetta verður í þriðja sinn sem hann kemur hingað til lands til að æfa. McGregor er gríðarlega fær sparkboxari og er mikið milli tannanna á fólki, bæði vegna hæfileika hans og vegna kjaftbrúks í fjölmiðlum. Hann mun einnig halda námskeið í Mjölni á meðan á dvöl hans stendur.Cathal Pendred og Chris Fields eru báðir keppendur í The Ultimate Fighter raunveruleikaþáttunum þar sem 16 keppendur keppa um samning við UFC. Þættirnir eru nú í sýningum í Bandaríkjunum en reiknað er með að þeir fái pláss á UFC bardagakvöldinu í Dublin. Pendred, Fields, Philip Mulpeter, James Gallagher og Peter Queally æfa allir undir John Kavanagh hjá SBG í Írlandi og munu dvelja hér við æfingar í júní. Síðast en ekki síst kemur Karl Tanswell en hann er svart belti í brasilísku jiu-jitsu og hefur Gunnar dvalið við æfingar hjá honum í Manchester áður. Hópurinn kemur til með að æfa í nýju búri Mjölnis en búrið er að sömu stærð og keppnisbúrið í UFC.Vísir og MMA Fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Gunnar vill keppa í Dublin í sumar Gunnar Nelson mun að öllum líkindum skrifa undir nýjan fjögurra bardaga samning við UFC-bardagadeildina. Munnlegt samkomulag hefur náðst um nýjan samning að sögn Haraldar Dean Nelson, föður og umboðsmanns Gunnars. 25. apríl 2014 06:30 Gunnar Nelson mætir ósigruðum Bandaríkjamanni í Dyflinni Það er komið á hreint hvar og hvenær næsti bardagi Gunnars Nelsons í UFC verður en hann mætir ósigruðum Bandaríkjamanni á bardagakvöldi í Dyflinn á Írlandi 19. júlí. 29. apríl 2014 18:45 Gunnar Nelson ræðir LaFlare-badagann á BT Sport - myndband Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson var í viðtali á BT Sport stöðinni þar sem hann ræddi um komandi bardaga sinn við Ryan LaFlare en þeir mætast í Dylfinni í UFC-bardaga í júlímánuði. 1. maí 2014 17:15 Styttist í titilbardaga hjá þeim sem vinnur í Dyflinni Gunnar Nelson mætir ósigruðum Bandaríkjamanni í Dyflinni 19. júlí en þetta er stærsti bardagi þeirra beggja á ferlinum. 30. apríl 2014 07:00 Mest lesið Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Fleiri fréttir Býst núna við því versta frá áhorfendum Þurfa líklega að æfa þar sem liðsfélagi þeirra dó Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Sjá meira
Gunnar Nelson undirbýr sig nú af krafti fyrir bardaga sinn gegn Ryan LaFlare í Dublin í júlí. Allt stefnir í að sjö erlendir bardagamenn muni koma hingað til lands og æfa með Gunnari. Í júní verða sannkallaðar ofuræfingabúðir í Mjölni þar sem reyndir bardagamenn frá Englandi og Írlandi munu æfa með Gunnari og keppnisliði Mjölnis. Skipulagðar æfingar verða sex daga vikunnar í júní en Mjölnir sér um að flytja liðið inn og útvegar þeim gistingu. Margir af þessum bardagamönnum hafa áður dvalið hér á landi við æfingar. John Kavanagh er yfirþjálfari Gunnars og mun sjá um æfingarnar ásamt Jóni Viðari Arnþórssyni og Árna Ísakssyni. UFC-stjarnan Conor McGregor berst í aðalbardaga kvöldsins í Dublin gegn Cole Miller en þetta verður í þriðja sinn sem hann kemur hingað til lands til að æfa. McGregor er gríðarlega fær sparkboxari og er mikið milli tannanna á fólki, bæði vegna hæfileika hans og vegna kjaftbrúks í fjölmiðlum. Hann mun einnig halda námskeið í Mjölni á meðan á dvöl hans stendur.Cathal Pendred og Chris Fields eru báðir keppendur í The Ultimate Fighter raunveruleikaþáttunum þar sem 16 keppendur keppa um samning við UFC. Þættirnir eru nú í sýningum í Bandaríkjunum en reiknað er með að þeir fái pláss á UFC bardagakvöldinu í Dublin. Pendred, Fields, Philip Mulpeter, James Gallagher og Peter Queally æfa allir undir John Kavanagh hjá SBG í Írlandi og munu dvelja hér við æfingar í júní. Síðast en ekki síst kemur Karl Tanswell en hann er svart belti í brasilísku jiu-jitsu og hefur Gunnar dvalið við æfingar hjá honum í Manchester áður. Hópurinn kemur til með að æfa í nýju búri Mjölnis en búrið er að sömu stærð og keppnisbúrið í UFC.Vísir og MMA Fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Gunnar vill keppa í Dublin í sumar Gunnar Nelson mun að öllum líkindum skrifa undir nýjan fjögurra bardaga samning við UFC-bardagadeildina. Munnlegt samkomulag hefur náðst um nýjan samning að sögn Haraldar Dean Nelson, föður og umboðsmanns Gunnars. 25. apríl 2014 06:30 Gunnar Nelson mætir ósigruðum Bandaríkjamanni í Dyflinni Það er komið á hreint hvar og hvenær næsti bardagi Gunnars Nelsons í UFC verður en hann mætir ósigruðum Bandaríkjamanni á bardagakvöldi í Dyflinn á Írlandi 19. júlí. 29. apríl 2014 18:45 Gunnar Nelson ræðir LaFlare-badagann á BT Sport - myndband Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson var í viðtali á BT Sport stöðinni þar sem hann ræddi um komandi bardaga sinn við Ryan LaFlare en þeir mætast í Dylfinni í UFC-bardaga í júlímánuði. 1. maí 2014 17:15 Styttist í titilbardaga hjá þeim sem vinnur í Dyflinni Gunnar Nelson mætir ósigruðum Bandaríkjamanni í Dyflinni 19. júlí en þetta er stærsti bardagi þeirra beggja á ferlinum. 30. apríl 2014 07:00 Mest lesið Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Fleiri fréttir Býst núna við því versta frá áhorfendum Þurfa líklega að æfa þar sem liðsfélagi þeirra dó Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Sjá meira
Gunnar vill keppa í Dublin í sumar Gunnar Nelson mun að öllum líkindum skrifa undir nýjan fjögurra bardaga samning við UFC-bardagadeildina. Munnlegt samkomulag hefur náðst um nýjan samning að sögn Haraldar Dean Nelson, föður og umboðsmanns Gunnars. 25. apríl 2014 06:30
Gunnar Nelson mætir ósigruðum Bandaríkjamanni í Dyflinni Það er komið á hreint hvar og hvenær næsti bardagi Gunnars Nelsons í UFC verður en hann mætir ósigruðum Bandaríkjamanni á bardagakvöldi í Dyflinn á Írlandi 19. júlí. 29. apríl 2014 18:45
Gunnar Nelson ræðir LaFlare-badagann á BT Sport - myndband Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson var í viðtali á BT Sport stöðinni þar sem hann ræddi um komandi bardaga sinn við Ryan LaFlare en þeir mætast í Dylfinni í UFC-bardaga í júlímánuði. 1. maí 2014 17:15
Styttist í titilbardaga hjá þeim sem vinnur í Dyflinni Gunnar Nelson mætir ósigruðum Bandaríkjamanni í Dyflinni 19. júlí en þetta er stærsti bardagi þeirra beggja á ferlinum. 30. apríl 2014 07:00