Innlent

Halda tilraunum með laservopn áfram

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Skipið er nú búið tækni sem á að geta grandað drónum.
Skipið er nú búið tækni sem á að geta grandað drónum.
Bandaríski sjóherinn hefur tekið í notkun nýtt lasergeislavopn sem getur eyðilagt dróna. Vopnið hefur verið í þróun í nokkurn tíma en nýverið var greint frá því að kínverski herinn væri kominn með eigin útgáfu af því. Búið er að koma vopninu fyrir á USS Ponce flugmóðurskipinu.

Vopnið hefur náð að granda drónum í tilraunum bandaríkjahers. Lasergeislavopnið var sett á herskipið USS Dewey árið 2012 í tilraunaskyni og þar var því beitt til að skjóta niður þrjá dróna. Tilraunir hersins munu halda áfram nú þegar búið er að festa það á USS Ponce.

Meðal þess sem enn liggur ekki ljóst fyrir er hversu lengi beina þarf geislanum að drónum til að eyðileggja þá. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×