Brjálaður út í Daily Mail Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 9. júlí 2014 18:30 George segir ekkert ósætti í fjölskyldunni. vísir/getty Stórleikarinn George Clooney er afar ósáttur við fréttaflutning Daily Mail en í grein á vefsíðunni var fullyrt að tengdamóðir hans, Baria Alamuddin, væri á móti því að George kvæntist dóttur hennar, Amal Alamuddin, út af trúarlegum ástæðum. Greinin hefur verið fjarlægð af vef Daily Mail. George lætur blaðamenn vefsíðunnar heyra það í yfirlýsingu á vef USA Today. „Ég svara slúðurblöðum sjaldan nema það varði aðra og öryggi þeirra og velferð. Daily Mail hefur birt gjörsamlega uppspunna grein. Í henni segir að móðir Amal sé búin að segja „hálfri Beirút“ að hún sé á móti brúðkaupinu. Þá er sagt að grínast sé með hefðir í Druze-héraðinu sem enda með því að brúðurin er myrt. Leyfið mér að endurtaka: Með því að brúðurin er myrt,“ skrifar George. „Ekkert í greininni er satt. Móðir Amal er ekki frá Druze. Hún hefur ekki farið til Beirút síðan við Amal byrjuðum að vera saman og hún er ekki á móti hjónabandinu. Ég er auðvitað vanur því að þeir hjá Daily Mail búi til greinar – þeir gera það oft í viku – og mér er sama,“ bætir George við. Það sem angrar hann er að blanda trúmálum í spilið. „Það er óábyrgt á þessum tímum að hagnast á trúarlegum ágreiningi þar sem engir eru, það er að minnsta kosti óábyrgt og það sem meira er, hættulegt. Við eigum fjölskyldumeðlimi um allan heim og það að einhver vilji æsa þann heim upp aðeins til að selja blöð ætti að vera saknæmt.“ Daily Mail hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. „MailOnline-greinin var ekki uppspuni heldur sett fram í góðri trú af heiðarlegum og trúverðugum lausamanni í blaðamennsku,“ stendur í yfirlýsingunni og eru vinnubrögðin hörmuð. „Við meðtökum þær upplýsingar frá herra Clooney að greinin sé ónákvæm og við biðjum hann, ungfrú Amal Alamuddin og móður hennar, Baria, afsökunar á þeirri kvöl sem við höfum valdið þeim.“ Tengdar fréttir "Mér fannst vera tími til kominn!“ Martha Stewart ánægð með að George Clooney sé búinn að trúlofa sig. 2. maí 2014 20:00 George Clooney í það heilaga í september Brúðkaup á Ítalíu. 6. júní 2014 18:00 George Clooney kominn með nýja Í safaríferð með breska lögfræðingnum Amal Alamuddin. 18. mars 2014 23:00 Sæt á stefnumóti Stórleikarinn George Clooney og Amal Alamuddin njóta lífsins á Ítalíu. 24. júní 2014 13:30 George Clooney kemur á óvart Bandaríski leikarinn og hjartaknúsarinn George Clooney fór á skeljarnar fyrir skömmu 27. apríl 2014 20:00 Fögnuðu trúlofuninni með frægum vinum George Clooney og Amal Alamuddin hamingjusöm. 12. maí 2014 17:00 Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Stórleikarinn George Clooney er afar ósáttur við fréttaflutning Daily Mail en í grein á vefsíðunni var fullyrt að tengdamóðir hans, Baria Alamuddin, væri á móti því að George kvæntist dóttur hennar, Amal Alamuddin, út af trúarlegum ástæðum. Greinin hefur verið fjarlægð af vef Daily Mail. George lætur blaðamenn vefsíðunnar heyra það í yfirlýsingu á vef USA Today. „Ég svara slúðurblöðum sjaldan nema það varði aðra og öryggi þeirra og velferð. Daily Mail hefur birt gjörsamlega uppspunna grein. Í henni segir að móðir Amal sé búin að segja „hálfri Beirút“ að hún sé á móti brúðkaupinu. Þá er sagt að grínast sé með hefðir í Druze-héraðinu sem enda með því að brúðurin er myrt. Leyfið mér að endurtaka: Með því að brúðurin er myrt,“ skrifar George. „Ekkert í greininni er satt. Móðir Amal er ekki frá Druze. Hún hefur ekki farið til Beirút síðan við Amal byrjuðum að vera saman og hún er ekki á móti hjónabandinu. Ég er auðvitað vanur því að þeir hjá Daily Mail búi til greinar – þeir gera það oft í viku – og mér er sama,“ bætir George við. Það sem angrar hann er að blanda trúmálum í spilið. „Það er óábyrgt á þessum tímum að hagnast á trúarlegum ágreiningi þar sem engir eru, það er að minnsta kosti óábyrgt og það sem meira er, hættulegt. Við eigum fjölskyldumeðlimi um allan heim og það að einhver vilji æsa þann heim upp aðeins til að selja blöð ætti að vera saknæmt.“ Daily Mail hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. „MailOnline-greinin var ekki uppspuni heldur sett fram í góðri trú af heiðarlegum og trúverðugum lausamanni í blaðamennsku,“ stendur í yfirlýsingunni og eru vinnubrögðin hörmuð. „Við meðtökum þær upplýsingar frá herra Clooney að greinin sé ónákvæm og við biðjum hann, ungfrú Amal Alamuddin og móður hennar, Baria, afsökunar á þeirri kvöl sem við höfum valdið þeim.“
Tengdar fréttir "Mér fannst vera tími til kominn!“ Martha Stewart ánægð með að George Clooney sé búinn að trúlofa sig. 2. maí 2014 20:00 George Clooney í það heilaga í september Brúðkaup á Ítalíu. 6. júní 2014 18:00 George Clooney kominn með nýja Í safaríferð með breska lögfræðingnum Amal Alamuddin. 18. mars 2014 23:00 Sæt á stefnumóti Stórleikarinn George Clooney og Amal Alamuddin njóta lífsins á Ítalíu. 24. júní 2014 13:30 George Clooney kemur á óvart Bandaríski leikarinn og hjartaknúsarinn George Clooney fór á skeljarnar fyrir skömmu 27. apríl 2014 20:00 Fögnuðu trúlofuninni með frægum vinum George Clooney og Amal Alamuddin hamingjusöm. 12. maí 2014 17:00 Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
"Mér fannst vera tími til kominn!“ Martha Stewart ánægð með að George Clooney sé búinn að trúlofa sig. 2. maí 2014 20:00
George Clooney kominn með nýja Í safaríferð með breska lögfræðingnum Amal Alamuddin. 18. mars 2014 23:00
Sæt á stefnumóti Stórleikarinn George Clooney og Amal Alamuddin njóta lífsins á Ítalíu. 24. júní 2014 13:30
George Clooney kemur á óvart Bandaríski leikarinn og hjartaknúsarinn George Clooney fór á skeljarnar fyrir skömmu 27. apríl 2014 20:00
Fögnuðu trúlofuninni með frægum vinum George Clooney og Amal Alamuddin hamingjusöm. 12. maí 2014 17:00