Minkur í bílakjallara Hörpu: "Þetta var fáránleg upplifun“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. september 2014 10:11 Leik- og söngkonan skemmti sér vel á Stuðmannaballi í Hörpunni í gær en eftir ballið hittu þau gest sem hefur líklega sjaldan sótt Stuðmannatónleika. Ballgestum af Stuðmannatónleikum í Hörpu brá heldur í brún í nótt þegar þeir urðu minks varir í bílastæðahúsi tónleikahússins um klukkan þrjú í nótt að tónleikum loknum. „Ég er að fara inn í bílinn ásamt hópi af fólki og þar sjáum við eitthvað skjótast hjá. Við höldum í fyrstu að þetta sé risastór rotta,“ útskýrir Þórunn Erna Clausen, leik- og söngkona, sem var í hópi ballgesta. „Við fórum að skoða þetta nánar og þá kemur í ljós að þetta er minkur. Innst á efri hæðinni í bílastæðahúsinu.“ Þórunn var ein af fáum sem fór á bíl heim um nóttina. Að hennar sögn var því ekki mannmargt í bílakjallaranum eftir tónleikana. „En hurðin var opin og hann hefði mjög auðveldlega getað skotist inn.“ Þórunn segist hafa orðið hissa á að sjá minkinn. „Ég hef allavega ekki séð mink inni í Hörpunni áður,“ segir hún og hlær. „Ég hef séð hann lengst í hrauni úti í sveit en þetta er ekki einu sinni nálægt hraunjaðri. Hann hefur kannski komið með fjörunni, ég veit það ekki.“Lögregla elti minkinn um bílakjallarann Eftir að hafa jafnað sig á óvænta fundinum hringdu Þórunn og samferðamenn hennar á lögregluna. „Við skildum hann fyrst eftir og fórum bara heim. En síðan föttuðum við að við hefðum kannski átt að hringja á lögregluna. Ég hugsaði með mér að þetta yrði nú svolítið undarlegt símtal,“ útskýrir Þórunn enda ekki á hverjum degi sem lögreglu berst tilkynningu af þessu tagi. Lögregla tók Þórunni þó trúanlega og hún fór aftur upp í bílastæðahús til þess að benda á hvar minkurinn hefði fundist. „Þau komu þrjú labbandi að mér og ég hafði svona á tilfinningunni að þau tryðu mér ekki. Ekki fyrr en þau sáu minkinn. Hann var þá enn á sama stað.“ Hvort lögregla hafi handsamað dýrið er ekki vitað að svo stöddu. „Þeir eltu hann þarna eitthvað um og voru komnir að útganginum. Ég veit ekki hvort hann slapp út eða hvort þeir náðu honum.“ Þórunn hlær að uppákomunni en henni var létt að dýrið skyldi ekki reynast rotta. „Ég var aðallega að pæla í því hvort að lögreglan væri að koma til að handtaka skrýtnu konuna sem sæi sýnir í bílakjallara Hörpu,“ segir Þórunn. „Þetta var fáránleg upplifun. Við hlógum mjög mikið.“ Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut Íslands“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Sjá meira
Ballgestum af Stuðmannatónleikum í Hörpu brá heldur í brún í nótt þegar þeir urðu minks varir í bílastæðahúsi tónleikahússins um klukkan þrjú í nótt að tónleikum loknum. „Ég er að fara inn í bílinn ásamt hópi af fólki og þar sjáum við eitthvað skjótast hjá. Við höldum í fyrstu að þetta sé risastór rotta,“ útskýrir Þórunn Erna Clausen, leik- og söngkona, sem var í hópi ballgesta. „Við fórum að skoða þetta nánar og þá kemur í ljós að þetta er minkur. Innst á efri hæðinni í bílastæðahúsinu.“ Þórunn var ein af fáum sem fór á bíl heim um nóttina. Að hennar sögn var því ekki mannmargt í bílakjallaranum eftir tónleikana. „En hurðin var opin og hann hefði mjög auðveldlega getað skotist inn.“ Þórunn segist hafa orðið hissa á að sjá minkinn. „Ég hef allavega ekki séð mink inni í Hörpunni áður,“ segir hún og hlær. „Ég hef séð hann lengst í hrauni úti í sveit en þetta er ekki einu sinni nálægt hraunjaðri. Hann hefur kannski komið með fjörunni, ég veit það ekki.“Lögregla elti minkinn um bílakjallarann Eftir að hafa jafnað sig á óvænta fundinum hringdu Þórunn og samferðamenn hennar á lögregluna. „Við skildum hann fyrst eftir og fórum bara heim. En síðan föttuðum við að við hefðum kannski átt að hringja á lögregluna. Ég hugsaði með mér að þetta yrði nú svolítið undarlegt símtal,“ útskýrir Þórunn enda ekki á hverjum degi sem lögreglu berst tilkynningu af þessu tagi. Lögregla tók Þórunni þó trúanlega og hún fór aftur upp í bílastæðahús til þess að benda á hvar minkurinn hefði fundist. „Þau komu þrjú labbandi að mér og ég hafði svona á tilfinningunni að þau tryðu mér ekki. Ekki fyrr en þau sáu minkinn. Hann var þá enn á sama stað.“ Hvort lögregla hafi handsamað dýrið er ekki vitað að svo stöddu. „Þeir eltu hann þarna eitthvað um og voru komnir að útganginum. Ég veit ekki hvort hann slapp út eða hvort þeir náðu honum.“ Þórunn hlær að uppákomunni en henni var létt að dýrið skyldi ekki reynast rotta. „Ég var aðallega að pæla í því hvort að lögreglan væri að koma til að handtaka skrýtnu konuna sem sæi sýnir í bílakjallara Hörpu,“ segir Þórunn. „Þetta var fáránleg upplifun. Við hlógum mjög mikið.“
Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut Íslands“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Sjá meira