Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra boðaði aukin framlög til heilbrigðis- og menntastofnana á næstunni í ræðu sinni á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins í dag. Þá segir hann að „líklegt“ megi telja að það dragi til tíðinda í haftamálum.
Í ræðunni sagði Sigmundur meðal annars að gert sé ráð fyrir að framlög ríkisins til Landspítalans verði á næsta ári þau mestu frá árinu 2008. Þá hafi framlög til heilbrigðis- og félagsmála nú náð þeirri stöðu sem þau voru í „á útgjaldaárunum miklu 2007 og 2008.“
„Svigrúmið margumrædda vegna uppgjörs slitabúa bankanna, sem eru í eigu kröfuhafanna margumræddu, er þegar byrjað að myndast með skattlagningu sem nemur tugum milljarða á ári og telja má líklegt að það dragi enn frekar til tíðinda í haftamálum áður en langt um líður,“ sagði Sigmundur einnig.
Boðar aukin fjárútlát til heilbrigðis- og menntastofnana
Bjarki Ármannsson skrifar
