Íbúar í hættu í sprengingu við Gálgahraun Stefán Árni Pálsson og Kjartan Atli Kjartansson skrifar 21. mars 2014 15:11 Haraldur segir að steinhnullungar á stærð við hnefa liggi út um allt. mynd/aðsend Steinum rigndi yfir íbúðarhverfi við Álftanesveg í gær þegar sprengt var fyrir nýju vegstæði í Garðahrauni. Fréttastofa hefur rætt við íbúa í Prýðishverfinu í Garðabæ. Þykir mildi að enginn hafi slasast, en fimm ára gamalt barn var að leik skammt frá og lentu hnullungarnir nálægt því. Annað barn var statt í dyragætt á bílskúr og náði að forða sér inn, þegar steinunum tók að rigna yfir hverfið. Bílar og fleiri hlutir urðu fyrir skemmdum vegna þessa. Að sögn íbúa hafa starfsmenn Íslenskra aðalverktaka, sem vinna verkið beðist afsökunar á þessu. Íbúum var tjáð að hleðslan á sprengjum yrði framvegis fjórum sinnum minni. Fréttastofa hefur rætt við íbúa sem ætla að láta meta hvort eitthvað frekara tjón hafi hlotist af steinaregninu og ætla að leita til tryggingafélaga. Hér að neðan má sjá myndband af sprengingunni.mynd/aðsend„Þeir eru að vinna við Álftanesveginn núna og sprengja hér oft á tíðum,“ segir Haraldur Árnason, íbúi í Mosprýði í Garðabæ. „Hingað til höfum við aðeins orðið vör við smá titring vegna sprenginganna, bara eins og gengur og gerist þegar svona framkvæmdir eru annars vegar. Í gær þá sprengdu þeir 900 rúmmetra sem er mjög óvanalegt. Yfirleitt hafa þeir verið að sprengja í minni skömmtum.“ Haraldur segir að verktakinn sprengi nú nánast alveg upp við húsin í hverfinu. „Sprengingin virðist hafa misheppnast í gær og það rigndi hér steinum yfir hverfið. Það eru skemmdir á húsinu mínu sem og á bílnum hjá okkur. Þetta var mjög öflug sprengja og töluvert af grjóti hafnaði hér upp á þaki. Grjótið fór einnig yfir húsið okkar og yfir í næstu hús.“ Haraldur segir nágranna sinn hafa verið með barn úti í barnavagni þegar sprengingin átti sér stað. Þar hafi hnullungar hafnað í námunda við vagninn.mynd/aðsend„Þetta hefði getað skapað stórkostlega hættu og við fengum lögregluna á svæðið í gær. Lögreglan kallaði til vinnueftirlitið og fóru þeir yfir allan búnað á vinnusvæðinu. Ég hef lítið heyrt hvað kom út úr þeirri skoðun.“ Haraldur segir ennfremur að þetta hafi verið gríðarlega öflug sprenging og að húsið hafi leikið á reiðiskjálfi. „Þeir hjá Íslenskum aðalverktökum viðurkenndu síðar að þeir hefðu líklega sprengt óþarflega mikið í einu. Húsið fékk á sig rosalegt högg og við erum að fá tryggingarfélagið til okkar eftir helgi til þess að kanna hvort það séu einhverjar skemmdir á húsunum í hverfinu,“ segir Haraldur. Hann segir skemmdirnar á húsnæði sínu aðallega vera á málningunni en steinhnullungar á stærð við hnefa liggi út um allt. Haraldur ætlar láta skoða skemmdirnar á húsi sínu og bíl frekar. Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Sjá meira
Steinum rigndi yfir íbúðarhverfi við Álftanesveg í gær þegar sprengt var fyrir nýju vegstæði í Garðahrauni. Fréttastofa hefur rætt við íbúa í Prýðishverfinu í Garðabæ. Þykir mildi að enginn hafi slasast, en fimm ára gamalt barn var að leik skammt frá og lentu hnullungarnir nálægt því. Annað barn var statt í dyragætt á bílskúr og náði að forða sér inn, þegar steinunum tók að rigna yfir hverfið. Bílar og fleiri hlutir urðu fyrir skemmdum vegna þessa. Að sögn íbúa hafa starfsmenn Íslenskra aðalverktaka, sem vinna verkið beðist afsökunar á þessu. Íbúum var tjáð að hleðslan á sprengjum yrði framvegis fjórum sinnum minni. Fréttastofa hefur rætt við íbúa sem ætla að láta meta hvort eitthvað frekara tjón hafi hlotist af steinaregninu og ætla að leita til tryggingafélaga. Hér að neðan má sjá myndband af sprengingunni.mynd/aðsend„Þeir eru að vinna við Álftanesveginn núna og sprengja hér oft á tíðum,“ segir Haraldur Árnason, íbúi í Mosprýði í Garðabæ. „Hingað til höfum við aðeins orðið vör við smá titring vegna sprenginganna, bara eins og gengur og gerist þegar svona framkvæmdir eru annars vegar. Í gær þá sprengdu þeir 900 rúmmetra sem er mjög óvanalegt. Yfirleitt hafa þeir verið að sprengja í minni skömmtum.“ Haraldur segir að verktakinn sprengi nú nánast alveg upp við húsin í hverfinu. „Sprengingin virðist hafa misheppnast í gær og það rigndi hér steinum yfir hverfið. Það eru skemmdir á húsinu mínu sem og á bílnum hjá okkur. Þetta var mjög öflug sprengja og töluvert af grjóti hafnaði hér upp á þaki. Grjótið fór einnig yfir húsið okkar og yfir í næstu hús.“ Haraldur segir nágranna sinn hafa verið með barn úti í barnavagni þegar sprengingin átti sér stað. Þar hafi hnullungar hafnað í námunda við vagninn.mynd/aðsend„Þetta hefði getað skapað stórkostlega hættu og við fengum lögregluna á svæðið í gær. Lögreglan kallaði til vinnueftirlitið og fóru þeir yfir allan búnað á vinnusvæðinu. Ég hef lítið heyrt hvað kom út úr þeirri skoðun.“ Haraldur segir ennfremur að þetta hafi verið gríðarlega öflug sprenging og að húsið hafi leikið á reiðiskjálfi. „Þeir hjá Íslenskum aðalverktökum viðurkenndu síðar að þeir hefðu líklega sprengt óþarflega mikið í einu. Húsið fékk á sig rosalegt högg og við erum að fá tryggingarfélagið til okkar eftir helgi til þess að kanna hvort það séu einhverjar skemmdir á húsunum í hverfinu,“ segir Haraldur. Hann segir skemmdirnar á húsnæði sínu aðallega vera á málningunni en steinhnullungar á stærð við hnefa liggi út um allt. Haraldur ætlar láta skoða skemmdirnar á húsi sínu og bíl frekar.
Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Sjá meira